9.7.2011 | 09:26
Fiskurinn hefur fögur hljóð - finnst hann oft á heiðum....
Það heitir "Samráðshópur um nýtingu helstu nytjafiska" fyrirbærið sem hefur komist að þeirri gáfulegu niðurstöðu að "nauðsynlegt sé að skoða aflareglu fyrir fleiri tegundir en þorsk og loðnu við úthlutun aflaheimilda."
Það er nú það.
Við þessa frétt væri svo sem ekkert að athuga ef ekki væri dregin ályktun af góðum árangri við að byggja upp sterka þorskstofna!
Hefur þessi samráðshópur ekki haft fregnir af þorskafla okkar Íslendinga fyrir daga kvótakerfisins?
Hefur hópurinn ekki kynnt sér þorskveiðar og veiðiráðgjöf í Barentshafi frá síðustu aldamótum?
Formaður þessarar nefndar er rektur Háskólans á Hólum í Hjaltadal og ég leyfi mér að spyrja:
Veit rektorinn hversu margir staðbundnir stofnar af þorski hrygna við landið og hefur hann fylgst með viðgangi þeirra?
Hefur veiðum verið stýrt með tilliti til þessara stofna hvers fyrir sig?
Nei.
Er það pólitísk stefna ríkisstjórnarinnar að smíða einhver endalaus öfugmæladæmi úr nytjastofnum okkar og blátt áfram ljúga til um árangur í stað þess að viðurkenna mistök sem kostað hafa þessa þjóð milljarðatugi eða hundruð milljóna?
Er þetta ekki bara refsivert?
Hvað um skaðabótaskyldu eða landsdóm?
Íhuga útvíkkun aflareglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega, Ármi.
Maður fekk klígju að lesa um sjálfshól Hafró í þessari frétt vegna hennar "góða árangurs við að byggja upp sterka þorskstofna" ... !!!
Þessi aflaregla fyrir ýsu og ufsa yrði áreiðanlega til ills eins, eins lága og þeir meta hana fyrir þorsk, Hafrómenn. Svo eru vísindi þeirra harla veik og völt og vafasöm: það hefur margoft komið fram, að þeim gengur afar illa að reikna út heildarmagn fisks í sjónum.
Á þá að dæla meira fé í þá til rannsókna? Nei, aukum bara veiðarnar, bæði stórra og smárra skipa. Það hafa Norðmenn og Rússar gert í Barentshafi með ótrúlega góðum árangri.
Jón Valur Jensson, 9.7.2011 kl. 15:56
Heill og sæll Árni; æfinlega - líka sem og, aðrir gestir, þínir !
Vitsmunir Íslendinga; eru ekki meiri, en þeim hafa gefnir verið, Árni.
Aldrei nokkurn tíma; tækju Rússar og Norðmenn upp á því, að stríðala fræð inga ger, viðlíku því, sem Íslendingar hafa á fóðrum, í Hafrannsókna stofnun, við Skúlagötuna, suður í Reykjavík, nú; um stundir.
Svo; ekki sé nú talað, um Fiskistofu söfnuðinn, fornvinur góður.
Og aukinheldur; má fordæma íslenzka sjósóknara fyrir, að fylgja í blindni, regluegerða fargani Jóhanns Sigurjónssonar og hans manna, auk þeirrar firru, sem Jón nokkur Bjarnason setur upp, í sínu ráðuneyti - hverju sinni.
Þannig að; kenna má löðurmennsku Íslendinga sjálfra um, hversu komið er, málum öllum.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 16:24
Já Jón Valur, þetta er beinlínis óþolandi ástand og sannarlega væri þörf á því að efna til fundar með fulltrúum LÍÚ og Hafró ásamt þeim sem harðast hafa og með gildum rökum gagnrýnt vinnubrögð stofnunarinnar. Ég sé ekki að sjávarútvegsráðuneytið geti lengur boðið upp á ályktanir um árangur þegar allir þeir sem fylgst hafa með vita sannleikann. Blekkingar og/eða beinar lygar verða að hverfa út úr þessum umræðum því stór hluti af tekjum þjóðarinnar er í húfi.
Við þurfum átakafund um þessa veiðiráðgjöf og það sem fyrst.
Árni Gunnarsson, 9.7.2011 kl. 20:03
Óskar Helgi. Vissulega getum við kallað það löðurmennsku að lúta valdníðslu og blekkingaleikjum LÍÚ sem hafa tögl og hagldir í stjórn Hafró. Það gerir málið þó flóknara hversu stór hluti þjóðarinnar er orðinn aftengdur þessum atvinnuvegi og er líklega vorkunn að trúa því sem sett er fram undir flaggi vísindastofnunar.
Árni Gunnarsson, 9.7.2011 kl. 20:08
Sæll Árni, var að koma úr sveitinni og lesa þig.
Ég var á á fundi í Ha, Ha, fró þar sem verið var að kynna þess aflareglu fyrir þorsk og ufsa. Var þar staddur sem "fulltrúi hagsmunaaðila" , en jón Gunnar bað mig að mæta þarna fyrir "samtök íslenskra fiskimanna".
Ég verð að segja það að mér varð íllt á þessum fundi. Vitleysan sem vall úr þeim Hafrómönnum var hreint ógnvekjandi. Þeir spurðu fundarmenn hvort þeir vildu ekki hafa stöðugleika? Jú, jú sögðu þeir allir.
Þá sagði ég að best væri þá að veiða ekki neitt, þá væri stöðugleikinn 100%. Þetta vakti ekki einu sinni kátínu. Mennirnir á Skúlagötunni, eða topparnir 5, sem ráða öllu á þeim stað, eru brjálaðir og ættu að vera múraðir inni, - innmúraðir.
Jón Kristjánsson, 12.7.2011 kl. 19:48
Jón, ég sendi þessa færslu mína til 127 bloggvina og þú sérð árangurinn! Eiginlega er ég orðlaus af undrun yfir þessu tómlæti um mikilvægasta atvinnuveg og mikilvægustu auðlind þjóðarinnar um síðustu aldir.
Fólk virðist vera sofnað ofan í súpuskálarnar sínar og rumskar varla nema til að segja fésbókarvinunum hvað nýjasti diskurinn með hljómsveitinni sé geggjaður eða hvað þetta eða hitt markið hjá Giggs eða Higgs hafi verið frábært.
Þessi andskotans geldstaða þjóðarinnar er bara óskiljanleg.
Árni Gunnarsson, 12.7.2011 kl. 20:00
Heilir og sælir piltar; jafnan !
Árni !
Jú; og svo er kynslóðin, sem ætti að vera við völd, eftir 10 - 15 ár, einkar upptekin, af hugðarefnum Lady Ga Ga, og annarra, merkispersóna.
Og; hvort Paris nokkur Hilton, skuli nú þunguð vera - og, eftir hvern.
Ólíkt; hafast þeir að, bræður okkar : Berbar og Arabar, ásamt Grikkjum og fleirri framtakssömum, í nágranna álfum okkar / Evrópu og Afríku, að ógleymdri Asíu, Skagfirðingur vísi.
Með; ekki lakari kveðjum - en öðrum, fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 20:43
Árni, heilaþvotturinn virðist virka.
Einn liður í því er að eftir hverjar fréttir kl. 10 í RÚVinu hljómar að þetta eða hitt svæðið sé lokað fyrir færaveiðum! Enginn virðist gera sér rellu út af því eða spyrja sig hvort ekki sé eitthvað að, loka fyrir íslenska færabáta, en hér í den tíð vorum við með Óðinn og Þór að setja sig í lífshættu við að verja landhelgina fyrir erlendum togurum. Enda sagði Guðmundur Kjærnisted við mig skömmu áður en hann dó: Ef við hefðum vitað hvað skeði í framhaldinu hefðum við ekki lagt okkur svona í lífshættu....
Jón Kristjánsson, 12.7.2011 kl. 20:46
Þakka innlitið piltar.
Jón Kristjánsson:Þessi orð sem þú hefur eftir Guðmundi skipherra segja mikla sögu.
Ótti Hafró við handfærabátana segir líka mikla sögu um vísindalegt mikilvægi þeirrar stofnunar.
Sú saga er skelfileg.
En nú var ég að renna augum yfir psitl í Fréttablaðinu um ástand strandveiðiaflans. Sú frásögn er rituð af reynslu og þekkingu.
Reynslu, þekkingar og þó allra síst heiðarleika í frásögn er ekki krafist af þeim hagfræðingum sem selja sig sem leigupenna fyrir Landssamband íslenskra útgerðarmanna og lýsa afla strandveiðibátanna.
Árni Gunnarsson, 13.7.2011 kl. 09:42
Við þurfum margir, lesendur, að stuðla að því, að þessi og önnur slík þörf umræða fái miklu meiri lesingu en hér var raunin -- og það sem þú segir, Árni, um þetta "tómlæti um mikilvægasta atvinnuveg og mikilvægustu auðlind þjóðarinnar um síðustu aldir," er beinlínis hættulegt fyrir viðhorf þjóðarinnar til annarra hluta, m.a. ásóknar ESB í að komast yfir landið og miðin.
Merkilegt að lesa frásagnir þínar og upplifun af málsmeðferð, nafni!
Jón Valur Jensson, 13.7.2011 kl. 11:22
Jón Valur, Nú er sjávarútvegsstefna ESB auglýst með miklum tilburðum og hávaða. Nú á að ráðast gegn brottkastinu...hahahahaha!
Til að "ráðast gegn brottkastinu" dugar aðeins ein aðferð og hún dugar 100%
Þessi aðferð er kölluð sóknarmark. Sóknarmarkið er auðvitað ekki alveg gallalaust en það eru engar stjórnunaraðferðir gallalalausar. Þá er venjulega gripið til lagfæringa á þeim annmörkum sem koma í ljós með tímanum í stað þess að reka upp öskur og segja: "Þarna sjáið þið!"
Árni Gunnarsson, 13.7.2011 kl. 12:20
Ég er búinn að reikna út ef einstaklingur eyðir 50% af tekjum fyrlaunaskatta í húsnæðiskostnað og 10% í úrborganir og ellitryggingar og 40% í að lilfa lífinu þá þarf hann hafa 1,62 x 2 Hús = 3,24 hús í tekjur á 30 árum, ef húsnæðikostaður er eitt hús og 60% viðhalds 2,0% skattar. 3,4 Hús er lámarkskrafa íbúðlánasjóðs eftir 1998. Sannar að það er meir minna en geðveikt mat hjá flestum sérfæðingum Íslands. Ég er ekki ennþá búin að finna ríki sem fer upp fyrir 2,2 hús vegna 0,8 Húsa vegna búðláns til 30 ár. Ef verðtryggarsöfn örrugstu lána í öðrum ríkjum voru færð niður um 50%. Þá eru öll eignveðsöfn hér jafn fölsuð. Það voru mistök að skera tölu Íslenskra sjómanna niður í ekki neitt, þar sem ekkert er skemmtilegra fyrir unga drengi sem verða alvöru karlmenn. Hér er að því virðist öll möt framleidd fyrir hæstbjóðanda.
Júlíus Björnsson, 21.7.2011 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.