28.9.2011 | 20:41
Ekki gott að setja umsóknina á ís að mati SJS
Hafi kjarni ræðu Steingríms J. komið fullkomlega til skila í þessari frétt þá sýnist mér að þetta hafi verið vond ræða og forsendurnar ómerkilegar.
Það kemur mér vissulega nokkuð á óvart.
Steingrímur á ekki að flytja fleiri vondar ræður.
Maðurinn er ekki flón og ekki bernskur í hugsun eins og öll aðkoma hans að þessu fjandans umsóknarferli bendir óneitanlega til að hann sé.
Þó ekki sé þá fleira talið.
Upp úr öllu finnst mér standa það að nú hefur verið staðfest fyrir nokkru að umsóknin hefur tekið allt aðra stefnu en í það minnsta þorri kjósenda átti von á þegar lagt var af stað.
Þetta eru aðlögunarviðræður.
Og fyrirheitna landið er ríkjabandalag í uppnámi vegna bágrar efnahagsstöðu og/eða gjaldþrota nokkurra fjölmennra aðildarríkja!
Og í uppnámi vegna ólíkra viðhorfa til björgunaraðgerða.
Getur einhver útskýrt kappsemi aðildarsinna og beiðni um fleiri reglugerðir handa þessu fámenna og jafnframt afar fábrotna samfélagi okkar ef rétt væri á málum haldið?
Erum við viss um að allir séu áreiðanlega í lagi í ríkisstjórn Íslands?
Ekki gott að setja umsókn á ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vald spillir og fjármálaráðherrann sýnir flest einkenni. Synd segja kannski sumir, en þá er það líka synd gegn þjóð hans. Vegir ráðherrans liggja svo sannarlega ekki með þjóðinni.
Haraldur Baldursson, 28.9.2011 kl. 20:55
Óútreiknanlegir stjórnmálamenn eru skaðræðisgripir. Þeir vinna í umboði fólksins sem þarf að geta treyst þeim.
Árni Gunnarsson, 29.9.2011 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.