Að standa innan Evrópu eða utan

Í svari við fyrirspurn frá Bjarna Benediktssyni sagðist Össur utanríkisráðherra telja að eftir inngöngu í ESB þyrftum við að greiða 1-3 milljarða til fyrirbærisins umfram þá styrki sem okkur yrðu veittir.

Þessi dyggi fulltrúi fullveldisafsalsins er kappsamur sendill atvinnulausra ungkrata sem langar í vel launuð störf með skattafríðindum.

Hann vill hraða umsóknarferlinu og "láta þjóðina greiða um það atkvæði hvort hún vill standa innan Evrópu!"

Hverja á þetta ómerkilega orðagjálfur ráðherrans að blekkja?

Stöndum við þá utan Evrópu?

Sennilega væri það góð niðurstaða ef svo yrði. Það getur ekki verið eftirsóknarvert að standa innan þeirra landamæra sem Össur og hans pólitísku samherjar treysta sér ekki til að mæla með án blekkinga og undanbragða, s.br. það að umsóknin hefði ekki aðra merkingu en þá að "skoða hvað væri í boði."


mbl.is Ísland verði nettógreiðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Árni minn.

Já þú tókst eftir þessum lymskulegu rökvleysum Össurar, þó þær hafi örugglega ekki verið sagðar neitt óvart.

Aðeins notaðar í hans ófyrirleitna ESB áróðri til þess að blekkja.

Ég gæti alveg eins trúað því að þegar rökþrot þessa ESB liðs verður orðið enn átakanlegra, þá muni þeir ekki hika við að segja þjóðinni að kosningar um ESB aðild snúist ekki aðeins um það hvort við verðum áfram í Evrópu heldur að auki um það hvort við fáum að tilheyra mannkyninu eða verða einhverrar annarrar dýrategundar !

Þegar þjóðin mun á endanum halda jarðarför þessarar ESB umsóknar þá verður fróðlegt að vita hvað verður um Össur skarpa.

Ætli hann endi ekki ofan í Þingvallavatni sem þá verður skráð í Ameríku og hafi þá einnig breyst í feitan og gamlan Þingvalla urriða, sem hann hefur svo mikið dálæti á.

Best gæti ég trúað því að sá pattaralegi silungur kæmist aldrei til Brussel!

Gunnlaugur I., 23.11.2011 kl. 18:40

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sæll Gunnlaugur.

Ég sé að þú hefur gert þessu heimsálfubulli ráðherrans skil á þinni síðu og það er vel. En nú var verið að sjónvarpa til okkar spjalli við írska ljósku sem heldur utan um ESB tengsl þeirra. Hún var ósköp vinsamleg í okkar garð og taldi okkur mega vænta góðs af afskiptum írsku þjóðarinnar af umsókninni.

Er ástæða til að kætast af svona kjaftagangi?

Skortir okkur eitthvað innan ESB sem vð eigum ekki möguleika á að fá?

Eigum við mikið undir því að verða leiðandi afl í fiskveiðmálum ESB. og þá hvað?

Væri ekki nær fyrir okkur að stöðva lyg okkar eigin fiskifræðinga sem þeir mata jafnt þjóð sína á sem og umheiminn?

Við eigum nefnilega möguleika á því að veiða miklu meiri fisk en við gerum í dag.

Það er bara greinilegt samráð milli LÍÚ og Hafró um að halda fiskveiðikvóta í lágmarki til að halda uppi verði á aflaheimildum sem enn ganga kaupum og sölum auk veðsetningar.

Árni Gunnarsson, 23.11.2011 kl. 19:16

3 identicon

Össur og aðrir kvislingar munu verða dæmdir af landráðum sínum!

Almenningur (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 20:24

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Össur er ekki að reyna að sannfæra þjóð sína að vera spörkuð út úr heimsálfunni evrópu.

Haldið þið að almenningur eru heimskir að trúa því?

Sleggjan og Hvellurinn, 23.11.2011 kl. 22:23

5 identicon

Heill og sæll Árni æfinlega; - og sælir, aðrir gestir, hér á síðu !

Árni !

Rétt mun það vera; að ekki þarf Norður- Ameríkuríkið Ísland, að óttast það, að verða gleypt af Evrópsku hrakfalla dröslurunum, næstu ár - sem áratugi, enda eru ESB ríkin í óða önn, að gera sig klár, til sjálfs tortímingar styrjaldar, austur í Persíu (Íran) ásamt Obama Washington Drullusokk - og þeim Fokk Rasmussen NATÓ stjóra og Nethanyahu, sem kunnugt er.

Sleggju Hvells gárungar !

Það mun seint verða hægt; að reka ríki út úr Heimsálfu - sem það tilheyrir ekki, og hefir aldrei gert, dreng staular.

Ekki; hefir Eðlisfræði- og Landafræðinám nám ykkar, beysið verið, sé mið tekið, af þessarri hjákátlegu framsetningu ykkar, svo sem.

Með beztu kveðjum; sem jafnan - úr Árnesþingi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 23:32

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ísland er í Evrópu.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_sovereign_states_and_dependent_territories_in_Europe

Sleggjan og Hvellurinn, 24.11.2011 kl. 08:18

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

"Það er bara greinilegt samráð milli LÍÚ og Hafró um að halda fiskveiðikvóta í lágmarki til að halda uppi verði á aflaheimildum sem enn ganga kaupum og sölum auk veðsetningar."

Þetta er merkileg staðhæfing! 

Eggert Guðmundsson, 24.11.2011 kl. 11:40

8 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Sleggju / Hvells ESB, amlóðar !

Skoðið betur; hnattlíkön og landakort, drengja kvalir.

Með; ekki síðri kveðjum - en hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 14:45

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, finnst þér þessi staðhæfing merkileg Eggert?

Árni Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband