Friðrik J. upplýsir okkur og líst mjög illa á drögin

Nú þarf ekki vitnanna við lengur um það efni að sægreifarnir hafa hirt verðmæti út úr sameign þjóðarinnar.

Þessi yfirlýsing framkvæmdastjórans hlýtur að vekja viðbrögð stjórnmálamanna og það verður fróðlegt að fylgjast með þeim.

Mér finnst ástæða til að taka svolitla umræðu þegar upplýst er að búið sé að kippa 212 milljörðum út úr þessari sameign þjóðarinnar. Og eftir sitja útgerðirnar skuldsettar upp fyrir haus þrátt fyrir að búið sé að afskrifa allt upp í tvo komma tvo milljarða af skuldum tveggja trillubáta í eigu verðugra framsóknarmanna á Hornafirði.

Svo lítið dæmi sé tekið.

Hver var hann nú aftur þessi Halldór Ásgrímsson? 


mbl.is LÍÚ líst mjög illa á drögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Árni Skagfirðingur, æfinlega !

Verðskulda Íslendingar; nokkuð annað ?

Meiri er; þróttur Jemena - Sýrlendinga og annarra margra, í að fá rétt sinn bættan, í sínum samfélögum.

Íslendingar; aftur á móti, mæta í stríðum straumum, sé ketsúpa og vöfflu kakó í boði, á torgum úti, víðs vegar - en; að taka upp barefli og skotvopn, nei Árni minn, það er þeim,, algjörlega um megn.

Samlöndum mínum; hefir tekist að gera mig, rótgrónum þjóðernissinna, að ósköp hversdagslegum Alþjóðasinna Árni minn - sem og; enginn sésrtök skömm er að, svo sem.

Þakka sem fyrr; fyrir þann Asíska blóðdropa, sem í mér þó er - og geta þar með ekki fullgildur Íslendingur kallast, að nokkru.

Ég er hættur; að reikna með viðreisn íslenzks mannlsífs, eftir það, sem á undan er gengið, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 17:00

2 identicon

mannlífs; átti að standa þar. Afsakið; Helvítis flumbruganginn.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 17:02

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið er nú til í þessu hjá þér Óskar Helgi. Miðað við þennan þrótt landsbyggðarmanna til sjálfsbjargar og pólitískra vinnuhjúa þeirra á Alþingi sýnist mér að ekki þyrfti margar eldri konur með strákústa til að hernema Ísland.

Árni Gunnarsson, 27.11.2011 kl. 19:08

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Icesavesvindlið og bankaránin eru undarlega lítil mál í samanburði við kvótaglæpinna...

Óskar Arnórsson, 27.11.2011 kl. 20:56

5 Smámynd: Jón Kristjánsson

Já Árni

Mikið skal maður heyra áður en eyrun detta af. Þetta er nú meiri vitleysan, menn eru ekki með sjálfum sér. Undirrótin a vitleysunni er helstefna Hafró sem við höfum tönnlast á að gagnrýna síðustu áratugina og engu hefur skilað nema vesöld.

Smá ljós varð í gær, en Sveinbjörn Jónsson tekur saman í grein í Mbl. hver munurinn er á því að veiða eða veiða ekki. Hafróliðið heldur að það sé öruggara að veiða ekki, láta náttúruna njóta vafans og þess vegna, segi aftur þess vegna, er þetta allt í hnút. 

Jón Kristjánsson, 27.11.2011 kl. 21:48

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er búinn að hamra á þessu í dag á facebókinni Jón og særa viðmælendur til að hafa skoðun. Það er bara tabú á allri umræðu nema hvernig eigi að breyta úthlutun aflaheimilda. Það er eins og engan varði um það hvort við veiðum 100 tonn af þorski eða milljón.

Öll orkan fer í að pexa um hvernig eigi að skipta þessum fáu bröndum sem má veiða.

Árni Gunnarsson, 27.11.2011 kl. 23:09

7 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Þessi kvóta umræða er vægt sagt skelfilega grunnhyggin. Það besta sem skeði var að leyft var að selja kvótan. Því þá fóru fiskveiðar að gefa arð

og ekki var þörf að fella gengið á 3 mánaða fresti.Nú rísa þeir sem í upphafi fengu kvótan upp á afturlapirnar og heimta meira. (Sennilega til að selja)

Leifur Þorsteinsson, 1.12.2011 kl. 15:45

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Síðbúið svar til þín Leifur. Sala á kvóta skilar ekki arði til annara en þeirra sem komast upp með að selja. það hefur ekkert með hagnað í greininni að gera. Fiskveiðar fóru fyrst að skila arði til muna þegar menn fóru að umgangast aflann eins og matvæli.

Það gerðist þegar við byrjuðum að starfrækja uppboðsmarkaði.

Mikilvægasta boðorð allrar umræðu er að taka ekki til máls um efni sem menn hafa ekki kynnt sér og hafa þar með ekki vit á.

Árni Gunnarsson, 8.12.2011 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband