Vill ganga frá aðlögun að ESB

Leiðtoginn Guðmundur Steingrímsson segist vilja klára aðildarviðræður. Hann veit að "viðræður" eru orðalag sem er ætlað að fela hið raunverulega sem er aðlögun að regluverkinu.

Þar af leiðir að þessi yfirlýsing er kjánaleg undabrögð frá raunveruleikanum eins og við þekkjum hjá hinum.

Getur það skapað spennu og væntingar að boða pólitík sem er í gangi og kalla það pólitíska stefnu?

Kannski. 

Ég sé ekkert í stefnu þessa pólitíska barns sem ekki er í gangi hjá ríkisstjórn eða í stefnu stjórnarandstöðunnar. Og ég man ekki eftir því að Guðmundur Steingrímsson hafi lent í átökum inni á Alþingi vegna ágreinings um pólitísk stefnumál.

Hann má þó eiga það að hann reynir minna að breiða yfir sitt pólitíska allsleysi með kjaftavaðli en margir aðrir inni á Alþingi.

 Mér finnst hinsvegar síðasta ályktun hans í þessu viðtali góð.

Ég er sammála honum um það að full ástæða sé til að fleiri en hann svari spurningunni,hvort erindi þeirra inni á Alþingi sé alvara eða grín.

Og það á við jafnt um einstaka þingmenn sem heila þingflokka. 


mbl.is Nýtt fólk meldar sig daglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Árni; æfinlega !

Án þess; að hvarfli að mér, að hnýta í Guðmund Steingrímsson, á nokkurn handa máta, sé ég ekki betur, en að ályktanir þínar hnígi að mjög rökréttri niðurstöðu, um hans framboð, sýnist mér.

Engin afgerandi frávik; frá hinum flokkunum, sem fyrir eru, virðast sjáanleg, svo nokkru nemi, í hans viðhorfum, því miður.

Því; ber allt að sama brunni, í stjórnmálunum, sem verið hefir, til þessa.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 13:31

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Guðmundur hlýtur að hafa kynnt sér og verið ánægður með stefnuskrá Samfylkingarinnar og Framsóknar, þegar hann ákvað að ganga til liðs við þá. Svo upplifir hann það að hann nær ekki persónulegum frama innan þessara flokka og tekur þá þriðja hoppið og stofnar nýjan flokk... fyrir sig.

Guðmundur þrístökkvari

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2011 kl. 13:59

3 Smámynd: Elle_

Evrópusambandsumsóknin var fullkomlega ólýðræðisleg og ætti að draga hana til baka núna og hætta að rökræða þess vitleysu.  Það er galið að stofna stjórnmálaflokk um málið. 

Elle_, 11.12.2011 kl. 14:59

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar Helgi. Sem Skagfirðingi finnst mér að því fylgi svolítil ábyrgð  á hendur þessa unga manns að vera tengdur við nöfn afans og föðurins hvert sinn sem hans pólitíska vinna er í umræðu.

Það er mín tilfinning að ennþá standi hann ekki undir þeirri ábyrgð.

Árni Gunnarsson, 11.12.2011 kl. 15:40

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gunnar Th. Mér hefur aldrei fundist það bera neinum hringlandahætti vott að skipta um flokk. En ég geri þær kröfur til þeirra sem það ástunda að þeir hafi eitthvað mikilvægara í huga en það sem þú réttilega nefnir.

Að ná ekki frama í flokki.

Frama nær enginn í pólitík sem ekki lætur til sín taka í átökum um pólitíks efni.

Árni Gunnarsson, 11.12.2011 kl. 15:45

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Elle Ericson. Og þarna erum við fullkomlega sammála.

Þá ekki síst eins og ástandið í dag er á þeim Goddastöðum þar sem Angela bjálfinn er orðin uppiskroppa með bæði saltkjöt og súrmat og kýrin að geldast vegna fóðurskorts þó ekki séu komnar vetrarsólstöður.

Árni Gunnarsson, 11.12.2011 kl. 15:50

7 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Árni Skagfirðingur; og fornvinur, rammur !

Ástæðan fyrir því; að ég vil ei höggva til Guðmundar Steingrímssonar, á þann máta, sem þú hefðir kannski reiknað með, er sú, að hann hefir ekkert vægi, í þeim Hildarleik, sem upp kynni að renna - tækju Íslendingar á sig rögg, og gleymdu Jóla sýsli sínu, og reyndu að minnsta kosti, að ÚTRÝMA þeim manngerðu Hýenum, sem hér ráðskast, með völd og áhrif; þér, að segja.

Þannig að; í öngvu vildi ég vekja upp misskilning nokkurn, í þínum ranni, Árni minn.

Með; fjarri því lakari kveðjum - en þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 21:55

8 Smámynd: Ómar Gíslason

Sæll Árni

Þessi mikli leiðtogi Guðmundur, þó ég hafi ekkert heyrt frá honum á hinu háa Alþingi! En hann fer þar um sem einhver útgáfa á mús. Hann er nú búinn að fara í gegnum tvö flokka og hef ég það á tilfinningunni að hann leitast við að fá stól formanns í þeim flokkum. Nú er hann í flokki nr. 3 er nokkuð að marka svona mann?  Sem hleypur um eins og galinn hæna í leit að góðum stól?
En hins vega er ég sammála því að spurning er „hvort erindi þeir eiga á Alþingi"?

Ómar Gíslason, 11.12.2011 kl. 23:42

9 identicon

Heyrst hefur að nafnið á nýja flokknum,sem Samfylkingin og Besti flokkurinn eru að mynda með Guðmundi Steingrímssyni,eigi að heita ---------GUMMS-FLOKKURINN.

Númi (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 23:43

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég þakka heimsóknir og athugasemdir.

Enginn má skilja mig svo að ég óttist að pólitík Guðmundar Steingrímssonar verði þjóðinni til skaða ein og sér. En ég óttast pólitísk hrossakaup af hálfu þeirra sem sjálfir hafa enga pólitíska sannfæringu til að berjast fyrir.

Slíkir einstaklingar geta orðið til óbætanlegt tjóns ef illa tekst til með mótpartinn.

Af yfirlýsingum hans að dæma vill hann öllum vel og langar til að við búum í góðu samfélagi.

Það vilja hermenn Hjálpræðishersins líka.

Ég myndi treysta þeim betur en þessum nafnlausu.

Árni Gunnarsson, 12.12.2011 kl. 09:55

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er einmitt góður punktur, Árni. Pólitískt sannfæringarleysi getur verið hættulegt. Það, hvort þetta er gott fólk breytir engu þar um. Reyndar er "góða fólkinu" hættara við misnotkun en hinu, sem ekki er alveg eins gott.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2011 kl. 14:53

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er hættur að trúa á lýðræði nema í æfintýrabókum handa fullorðnum börnum. Ég ætla að losa mig við allar pólitískar lýgisögur og aðrar lýðræðishugmyndir. Ég ætla að hætta að skipta mér af íslenskri pólitík og öðrum heimskulegum trúarbrögðum.

Ég vil ekki vera þáttakanadi í leikriti, sem er bæði leiðinlegt og mannskemmandi og í þokkabót kallaður "raunveruleiki" af þingmönnum og ráðherrum landsins sem getur ekki stafað til orðsins, hvað þá skilur meiningu þess.

Ég nenni ekki að vera á íslensku skoðanafylleríi um fólk eins fólkið í Ríkisstjórn Íslands sem veit að hún stjórnar raunverulega engu. Sem veit að þeir gera bara eins og þeim er sagt og svo þurfa þeir að standa eins og fífl fyrir framan þjóðina og vonast til að geta haldið andlitinu. Þeir vissu ekki fyrr enn að þeir fengu völdin að völdin voru ekki völd til að stjórna landinu, eingöngu aðalhlutverkið í leikriti sem er gert til að afvegaleiða fólkið frá hinum raunverulegum stjórnendum þess...Amen.

Óskar Arnórsson, 13.12.2011 kl. 03:14

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar. Kannski er þetta skarpasta úttekt á stjórnmálum þessarar þjóðar sem skrifuð hefur verið lengi.

Þetta er í senn napur sannleikur og ógnvænlegur.

Árni Gunnarsson, 14.12.2011 kl. 00:01

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svona trúi ég að ástandið sé raunverulega. Fulltrúar okkar sem eru kosnir til að passa upp á lýðræðið, nota bara þann hluta sem passar leikritinu...það er bara alvöru hugarfarsbreyting sem getur bjargað þessu landi.

Óskar Arnórsson, 14.12.2011 kl. 00:47

15 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=DkwP9TXGfdI&feature=related

Sólrún (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband