18.10.2012 | 21:52
Hvað á að gera við vinnu stjórlagaþings og úrslit kosninganna?
Ég var frá upphafi mikill áhugamaður um stjórnlagaþing og endurskoðun stjórnarskrár eins og svo fjölmargir landar mínir.
Margt olli mér vonbrigðum í aðdraganda þess máls sem nú er að líkindum í lokaferlinu.
Mér var óskiljanleg ábyrgðarlaus afstaða forystu Sjálfstæðisflokksins sem lagðist gegn þessari vinnu valinna fulltrúa fólksins í landinu við að vinna drög að eigin stjórnarskrá.
Kosningar um þetta plagg stjórnlagaráðsins fara fram n.k. laugardag.
Það er sagt að sjaldan sé ein báran stök.
Nú láta á sér skiljast einn þekktasti fulltrúi stjórnlagaráðsins, Þorvaldur Gylfason og forsætisráðherra vor, Jóhanna Sigurðardóttir (vonandi fer ég rétt með nafnið) að þessi stjórnarskrárdrög - ef samþykkt verða - muni fá umfjöllun á Alþingi áður en þau verði lögð fyrir þjóðina í tengslum við komandi alþingiskosningar!
Það geti JAFNVEL farið svo að ástæða þyki til að breyta ORÐALAGI !
Það gengur svo fram af mér að ég var búinn að rita"orðalagy" áður en ég áttaði mig.
Ég krefst þess að Alþingi hunskist til og fari vel yfir öll atriði þessa plaggs og gefi sér til þess góðan tíma áður en meirihlutinn dirfist að leggja það fyrir þjóðina sem tillögu að nýrri stjórnarskrá.
Eigi þeirri vinnu að ljúka fyrir næstu alþingiskosningar þarf að vinna hratt og skipulega.
Ég mun að sjálfsögðu ekki svara fyrstu spurningunni á laugardaginn en reyni að baslast við að svara hinum. Ég vil nefnilega góða stjórnarskrá en ekki bara stjórnarskrá sem er kjaftshögg á sjálfstæðismenn.
Góð stjórnarskrá verður auðvitað aldrei samþykkt af sjálfstæðismönnum en það er ekki höfuðatriði og má aldrei verða megintilgangur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þarna erum við alveg sammála Árni. Ég get ekki orða bundist vegna ummæla Heilagrar Jóhönnu í þinginu í dag og þá dæmalausu óvirðingu sem hún sýnir þjóðinni með ummælum sínum og gjörðum (reyndar ætti þetta ekki að koma mér neitt á óvart því þetta hefur hún verið að gera allt kjörtímabilið).....................
Jóhann Elíasson, 18.10.2012 kl. 22:21
Mér finnst bara ekkert að þessu ferli. Ef Alþingi telur að breyta þurfi tillögunum eitthvað, þá verður bara fullbúin, ný stjórnarskrá lögð fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar.
Takið eftir; þjóðin er alltaf spurð og hefur lokaorðið. Það er alveg víst að þjóðin verður ekki höfð með í ráðum ef Sjálfstæðisflokkurinn ræður för.
Láki (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 22:35
Auðvitað finnst þér ekkert að þessu ferli Láki, enda varla til jafn fylgisbakur og hundtryggur LANDRÁÐAFYLKINGARMAÐUR og þú á öllu landinu. Það hefur heldur betur sýnt sig hingað til að þjóðin eigi alltaf síðasta orðið ..............
Jóhann Elíasson, 19.10.2012 kl. 00:07
Heill og sæll Árni æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !
Skagfirðingur; vísi. Fremur; myndi ég telja, svokallaða frumstæða Indíána, á bökkum Amzón fljóts suður í Brazilíu líklegri til, að skilja inntak - sem hugtakið Stjórnarskrá, fremur en Skrælingjasamfélag það, sem kennt er við Ísland samtímans, fornvinur góður.
Að minnsta kosti; lít ég á mig - sem Mongóla eða Argentínumann, fremur en að teljast til þessa 5. Heims ríkis, sem Ísland varð endanlega, Haustið 2008, Árni minn.
Öngvir kjörstaðanna; munu verða fyrir ónæði af mínum völdum alla vegana, þann 20. Október næst komandi, svo mikið; er þó víst - né, héðan af, líkast til.
Enda; var mér útskúfað úr samfélaginu - fyrir 4 árum, sem mörgum annarra einyrkja, eins og þú veist, gjörla.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr utanverðu Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 00:12
Amazón; átti að standa þar. Afsakið; ambögur mögulegar, af minni eykt.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 00:48
Ekki veit ég með vissu hvar legið hefðu valdmörk lögformlega skipaðs stjórnlagaþings. Hitt má ljóst vera að stjórnlagaráð hafði aðra stöðu og um það snýst svarið við spurningunni hvort boðlegt sé að senda stjórnarskrárdrög þessa hóps til einhverrar fullnustumeðferðar hjá kjósendum.
Það er mín skoðun að svo sé ekki þó ég fagni þessu plaggi og virði mikils þá vinnu sem í það var lögð.
Árni Gunnarsson, 19.10.2012 kl. 09:32
Við skulum rétt vona Árni að stjórnarskrárfrumvarpið verði samþykkt á morgun og að Alþingi sinni þeirri skyldu sinni að skila því áfram lítt eða ekki breyttu. En það verður fróðlegt að sjá hvaðan breytingartillögurnar koma, taki Alþingi þann pól í hæðina.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2012 kl. 15:05
Ég get tekið undir vonirnar um að þessi drög verði samþykkt en ekki að þau fari lítt eða ekki breytt út úr þinginu. Mér finnst ég hafa séð óþarflega margar veilur sem ég vona að lagist í meðförum Alþingis.
Til dæmis það sem Jón Bjarnason benti á og beinist að því að fella niður heimildina í gildandi stjórnarskrá til að sporna gegn erlendum fjárfestingum í auðlindum og fasteignum á Íslandi.
Mig varðar ekkert um heimildir Íslendinga til fjárfestinga hjá öðrum þjóðum. Það er bara þeirra val hvernig því er skipað.
En auðvitað vildi ég helst að kosið yrði um úrsögn úr Schengen og EES.
Árni Gunnarsson, 19.10.2012 kl. 17:17
Árni: það þarf að fella tilöguna í svari 1, vegna þess að margir ágallar eru á tillögunni, en flestir ef ekki allir ættu að geta svarað seinni spurningunum 5, stjórnarskrá er það sem kveður á um hvernig hlutirnir eiga að vera, en ekki að þinginu sé gefið leifi til að ákveða þetta og hitt að lögum, sú setning að gera skuli þettað og hitt að lögum, kemur svo oft fyrir í tillögunni að hún verður ótæk með öllu í heild sinni.
Láki: hugsa fyrst skrifa svo, tillagan er að stjórnarskrá þjóðar, öllum þegnum til gagns, þú gerir lítið úr sjálfum þér með svona skrifum.
Magnús Jónsson, 19.10.2012 kl. 23:10
Nú er eftir að sjá hvernig Alþingi vinnur úr þessum niðurstöðum.
Við skulum halda bjartsýni og treysta á Ólaf forseta ef í harðbakkann slær.
Árni Gunnarsson, 21.10.2012 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.