Að hverju er stefnt með þessari brjálsemi?

Er það virkilega svo að Hafró og sjávarútvegsráðuneyti hafi sammælst um að horfa á nytjastofna okkar kafna úr súrefnisskorti fremur en að veiða og grisja?

Ég verð undrandi ef ég reynist vera einn um þá skoðun að þetta flokkist undir umhverfisglæp.

Þess er skemmst að minnast að sýkt síld í umtalsverðu magni var friðuð á þessum slóðum til að hún gæti drepist án nytja.

Hversu miklum verðmætum ætli Hafró verði búin að sóa áður en stjórnvöld grípa í taumana? 


mbl.is Meiri síldardauði í Kolgrafafirði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll fornvinur; æfinlega !

Svokölluð stjórnvöld; (Reykjavíkur miðstjórnar ófreskjan) sem og Haf rannsóknastofnun, ef kalla skyldi, eru samsek í þessum málum, algjörlega.

Sýnir okkur; brýna nauðsyn þess, að Landsbyggðin losni undan klafa Reykvíkinganna - niðurlag mönnunar; Stórhöfða veðurstöðvarinnar, er enn eitt dæmið um fitun Reykjavíkur fjóss skrifræðis púkanna, á kostnað okkar, hér úti á landi, Skagfirðingur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 23:41

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Árni minn. Ég er svo innilega sammála hverju orði í þessum pistli.

Ég er sjálf alveg orðlaus yfir þessari ráðalausu, stórhættulegu og mengandi reglu-rugls-stefnu, sem viðgengst í pólitíkinni á stjórnarheimilinu!

En ég er valdalaus og vanmáttug, nema í dómharða og hreinskilna kjaftinum. Og það dugar víst skammt, þegar heilaþvegin og ofurlaunuð háskólaklíka er við völd.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.2.2013 kl. 23:49

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að þessi síldardauði hafi orðið vegna mjög sérstakra náttúrulegra aðstæðna ...eiginlega fyrir hreina tilviljun. Ég tek hins vegar undir hjá þér "veiða og grisja" rökin. Það hefur lengi verið vitað að þetta þarf stundum að gera í vötnum þegar fiskurinn smækkar og smækkar. Þetta grundvallar lögmál hlýtur að gilda í sjónum líka.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2013 kl. 00:39

4 Smámynd: Björn Emilsson

Fyrir

Björn Emilsson, 2.2.2013 kl. 02:11

5 Smámynd: Björn Emilsson

Fyrir allmörgum árum fylltist Reykjavíkurhöfn af síld.  Það varð aldeilis handagangur í öskjunni,  hver sjófær fleita mokaði síldinni upp, sem var ´staflað´ upp á auðri lóð fyrir neðan Sjómannaskólnn.  Tröllafoss stærsta skip Islands í þá tíð var tekið í að flytja síldina í bræðslur fyrir norðan. Ekki nóg með það, heldur var keypt aflóga skip í Bandaríkjunum, sem fékk nafnið Hæringur, en náði of seint á vígvöllinn.  Síldarævintýrið hélt áfram, en endaði með að síldin hvarf af Rauðatorginu svo kallaða.  Menn gáfust ekki upp, ekki aldeilis. Stefnan var tekin á landsfundi Sjófstæðiðsflokksins undir forystu Bjarna Benediktssonar að nýta síldarbræðslunar og breyta þeim í hraðfrystihús.  Það stóð ekki á árangrinum.  Frystihús  á hverri krummaskuð var á fullu að framleiða úrvalsvöru fyrir ameriskan markað og Iceland Seafood varð til.  Þá hófst eitt mesta framfararskeið Islandssögunnar.   Hér er bara stiklað á stóru. Væri gaman að fá frekari upplýsingar.

Björn Emilsson, 2.2.2013 kl. 02:30

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka innlit. Þessi færsla mín hefur enga tengingu við skoðanir á nýtingarstefnu vísindamanna hvað síldina áhrærir Björn minn góður. Þetta er ályktun um það hvernig við þurfi að bregðast þega aðstæður skapast á borð við þær sem þarna urðu. Það var ástæða til að óttast þegar vitneskja var komin um þetta magn af síld í svona litlu rými. Þegar svo slysið varð og öllum átti að vera ljóst hver ástæðan var þá átti auðvitað að hefja veiðar í bræðslu af krafti þegar í stað þó bændur hefðu brugðist við áður en í óefni var komið við hefði þetta borið að á beitarsvæðum. Svona aðstæður eiga ekki að verða ástæða fyrir vísindamenn til að velta vöngum. Þarna eru verðmæti sem vísindastofnunin ber á nokkuð ríka ábyrgð.

Árni Gunnarsson, 2.2.2013 kl. 12:03

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Síldin hvarf af Rauða torginu af því að það hætti að vera rautt.

Sigurður Þórðarson, 2.2.2013 kl. 15:08

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hnúfubakar eru stórvirkari í að innbyrða rauðátu en síldartorfur sem koma í ætisleit ef sjórinn er nógu hlýr.

"Rauða torgið" varð ekki rautt vegna síldar heldur vegna rauðátu sem litaði sjóinn.

Sigurður Þórðarson, 2.2.2013 kl. 15:15

9 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Árni Þetta ástand í fiskveiðistjórnun er farið að kosta þjóðina alltof mikið. Hugsa sér að skipstjórar skipanna hafi árangursleust reynt að benda á það óheyrilega magn sem var þarna á ferð og hvorki "sérfræðingarnir" né ráðherrann lustuðu á ábendingarnar.

Það var ekki ofveiði sem drap síldina um árið enda sögðu skipstórarnir þá að magnið væri svo mikið að ekki væri hægt að drepa alla þessa síld. Nú er vitað að sú síld kafnaði í Norskum fjörðum þar sem hún kom inn til hryggningar.

Íslendingar eru á algerum villigötum í fiskveiði stjórn og úthlutunum aflaheimilda og með stjorn Hafró í höndum útgerðarmanna verður langt í breytingar þar á.

Ólafur Örn Jónsson, 2.2.2013 kl. 15:26

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vestræna bankamafían velur að styðja umhverfis-hættulega friðun, frekar en eðlilega veiði!

Það dugar ekkert minna en samstaða almenning heimsins, gegn þessum mengunar-stjórnsýslu AGS-ESB(EES)-LÍÚ-stýrðu banka-slitastjórnunum.

Þetta gildir um alla banka á Íslandi og í vestræna glæpaheiminum, en ekki bara Glitni, eins og vanhæfu fjölmiðlarnir reyna að mafíuklíku-sortera banka-slitastjórnirnar þessa dagana, í mafíureknu fjölmiðlunum!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2013 kl. 20:54

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Árni minn. Ég gleymdi að segja að mér finnst það nauðsynlegt að loka fyrir síldargengd undir þessa nýju brú, og setja allt í gang við að moka með stórvirkum vélum, allt upp úr fjörunni á þessu mengaða svæði, og farga úrganginum á svipaðan hátt og úrgang úr sláturhúsum landsins.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2013 kl. 21:01

12 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: Það sem drepst í sjónum er ekki án nytja, þó svo við getum ekki haft gagn af þessari síld þá mun lífríkið ekki bera skaða af, nema síður sé, örverur munu dafna vel og koma til með að skila miklu til lengri tíma litið, lyktin verður vond og súrefnisskortur vegna rotnunar mun reka stærri dýr frá en þetta er allt partur af lífríkinu.

Við  megum ekki tapa okkur þó nokkur þúsund tonn af síld drepist, því það gera nokkur  hundruð þúsund tonn af sömu síld og loðnu á hverju ári allt í kringum landið, eini munurinn er sá að við sjáum hana ekki í fjörunni að öllu jöfnu, það þíðir ekki að það sé of mikið til af henni, og það segir ekki heldur það sé of lítið af henni, lífríkið í kringum landið er stórt dæmi og maðurinn er þar eini raunverulegi ræninginn, því hann skilar nánast ekki neinu til baka nema mengun og eyðileggingu á botngróðri eftir groddaleg veiðarfæri sín.

Við þurfum að læra hve mikið við megum taka og hve mikið er æskilegt að nýta, og það gerum við aðeins með því að rannsaka og skrá, ekki með því að veiða bara meira ef mikið sést í augnablikkinu, því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það örverurnar sem allt annað lifir á.  

Magnús Jónsson, 2.2.2013 kl. 21:39

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er langt mál hjá þér Magnús en hver er niðurstaðan? Það eru engin ný vísindi né heldur flokkast til vitrunar að rotnandi dýraleifar næra lífríkið. Spurningin er þá hvort við eigum að sleppa öllum áhyggjum af nýtingu auðlinda hafsins en láta bara náttúruna fara sínu fram.

En svona einfalt er þetta nú ekki.

Maðurinn er búinn að raska svo jafnvægi lífríkisins að hann getur ekki staðið álengdar þegar svona umhverfisslys verða og þá síst þegar nokkrar líkur eru á að þverun þessa fjarðar með brú hafi valdið röskun.

Það er rétt að gamlir skipstjórar og sjóhundar geta leiðrétt margt hjá mér og sagt´mér marga hluti sem ég veit ekki. En ert þú einn þeirra Magnús, hvar varst þú skipstjóri og hvar þróaðist þín þekking og reynsla sem gefur þér færi á að kenna mér?

Talaðu við mig þegar þú verður búinn að átta þig á að þarna varð stórslys í náttúrunni og það veldur margskonar skaða á t.d. fuglalífinu bæði hvað sjófugla varðar og svo á landi líka.

Árni Gunnarsson, 2.2.2013 kl. 23:16

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þarna komstu með raunhæf skrif Árni minn, eins og alltaf.

Magnús nr.12. er fastur í afmarkaðri tilraunastarfsemi, sem kostar dýr og menn náttúrunnar of mikið!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2013 kl. 23:32

15 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: Ég treysti mér ekki til að kenna þér Árni minn, enda ekki tilgangurinn með athugasemdinni, heldur var meining mín að minn á að lífið er hringrás, við erum ekki undanskilin í því efni við mennirnir, og víst er það rétt hjá þér að þverun fjarðarins veldur röskun, en í hvaða átt eltir hvalurinn til að mynda síldina undir brýnnar?, varla þarf að minna man eins og þig á það hvað hvalir veiða mikið af fiski við landið, né að minna þig á að við veiðum þá ekki lengur, þökk sé hverjum??.

Ég er að tala við þig ekki til að móðga þig, heldur til að taka þátt í umræðu um hvernig við getum aukið heildarnýtingu okkar á sjáfarfangi, og þar inn í hlíttur að blandast hve mikið á að skilja eftir fyrir lífríkið í heild sinni ekki sat, ég get ekki séð að það hefði breitt neinu þarna þó 30.000 ton hefðu verið veidd þarna til viðbótar, þar sem en leitar síld þarna inn til að drepast, við verðum bara að viðurkenna að við vitum ekki nóg, hvorki þú né ég, og þar sem við höfum báðir lifað og hrærst í þessu misjafnlega að sjálfsögðu, hví að hallmæla stöðugt þeim sem eru að rannsaka þetta á vísindalegum nótum? ég bara spyr?.

Magnús Jónsson, 2.2.2013 kl. 23:44

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hví að hallmæla.....? Er ekki ennþá í gildi ályktunin um hin þöglu svik að þegja við öllu röngu?

Hafró ber mesta ábyrgð á nýtingu auðlinda hafsins. Kemur þjóðinni það ekki við að þessari rándýru vísindastofnun hefur tekist ....ekki að efla nytjastofna okkar... nei, þorskstofninn, okkar mikilvægasti stofn er að skila okkur þrefalt minni afrakstri en fyrir aldarfjórðungi þegar þessu kvótakerfi andskotans með innbyggðu brottkasti var komið á!

Kvótakerfinu sem fiskveiðþjóðin Færeyingar getur ekki notað.

Og ég læt enga gerfivísindamenn segja blákalt í mín eyru að kvótakerfið hafi stuðlað að betri meðferð og aukið verðmæti pr. einingu. Það er nefnilega haugalygi og sett fram til að slá ryki í augu þeirra sem ekki þekkja til. Það voru fiskmarkaðirnir - ótengdir kvótakerfinu eins og ljósmæður og bifvélavirkjar - sem gerbyltu meðferð á afla um borð í fiskiskipum. Það er nú sannleikurinn í því máli og þetta veit ég vegna þess að ég starfaði hjá Fiskmati ríkisins á þeim tíma.

Þeir eiga ekki að taka til máls um þessi efni með vandlætingu sem VILJA trúa sínum pólitísku vísindamönnum en skotir það sem til þarf - alla þekkinguna.

Árni Gunnarsson, 3.2.2013 kl. 00:11

17 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: ertu ekki sammála mér þá í því að þegar loðnuveiðarnar hófust fyrir alvöru, þá  fór þorskaflin þverrandi??, og í stað þess að staldra við og skoða málin þá var þorskaflin minnkaður og loðnuveiðinn aukinn??, ég man vel þegar þessi kvóta kerfi andskotans ( um þetta erum við þó sammála) voru sett og ég man líka hver tilgangurinn átti að vera, en það sem gert var var að veiða það sem þorskurinn lifði á ( loðna ) í gríðarlegu magni? og takmarka þorskveiðar? samtímis til að byggja upp stofninn??, við vitum báðir þú og ég hvaða áhrif það hefur á bústofn að fjölga lömbunum og minka svo hagan og brenna heyinu til að þurrka hlöðuna um miðjan vetur, og hversu vitlaust sem það kann að hljóma sem ég var að skrifa, þá tókst stjórnvöldum að gera betur á verri veg því miður.

Magnús Jónsson, 3.2.2013 kl. 00:49

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kjarninn í mínum skoðunum Magnús er einfaldur. Vísindamenn svonefndir hafa þróað hjá stofnuninni einhverskonar sjálfsánægju á kostnað árangurs. Árlega eru gefnar út hinar nákvæmustu skýrslur um rannsóknir og niðurstöður þeirra. Flestir skipstjórnarmenn hafna þessum niðurstöðum og síðan ýmsir áhugamenn sem hafa eytt miklum tíma í að finna ástæður þess að aflinn minnkar við "stofnverndun!"

Hvarvetna sem gripið er niður í umsagnir vísindamanna er hinn rauði þráður sá að markmiðið sé jafnstöðuafli þar sem útgerð geti skipulagt sig og gert áætlanir mörg ár fram í tímann!

Lífríki jarðarinnar einkennist af náttúrulegum sveiflum svo sem eðlilegt er.

Nytjastofnar sjávar verða ekki geymdir eins og mjölpokar á vörubrettum.

Hafrannsóknarstofnun var ekki sett á stofn til að skapa fólki vinnu við skýrslugerð. Þeirri stofnun var fengið það hlutverk að auka arðsemi þjóðarinnar af tiltekinni auðlind.

Kv.  

Árni Gunnarsson, 3.2.2013 kl. 09:05

19 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sælt veri fólkið.

Hringrás lífsins er rétt hjá Magnúsi en það sem vantar inn í þetta er að finna út hvað hinir afræningjarnir eru að taka. Samkvæmt vísindamönnum er áætlað að hnúfubakur éti eitt tonn á dag og þeir eru hér um kring nánast allt árið (nokkrir mánuðir fara í dodo sunnar á hnettinum). Fyrir mér, sem er ekki alveg blautur á bakvið eyrun þegar kemur að veiðum og vísindum í kringum fiskistofnanna okkar, er það eina í stöðunni að hefja veiðar á þessum hvölum.

Brauð handa hungruðum heimi.... Frekar hval handa hungruðum heimi, í mínum huga.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.2.2013 kl. 11:16

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Flest skyni borið fólk áttar sig á því að hvalveiðar eru nauðsyn í hlutfalli við ástand lífríkis. Inngrip okkar mannanna í þetta lífríki fellir á okkur stöðuga ábyrgð á því að vinna að sem réttustu jafnvægi. Til þess liggja efnahagsleg rök og siðferðileg, jöfnu báðum.

Árni Gunnarsson, 3.2.2013 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband