Alþjóðleg ráðstefna um árangur íslenskrar fiskveiðistjórnar

Hingað er stefnt sjö hundruð vísindamönnum á vegum Alþjóðahafrannsónarstofnunarinnar.

Þeir eiga í upphafi að hlýða á fyrirlestur Ragnars Árnasonar, og að líkindum um þann stórkostlega árangur sem við, Íslendingar höfum náð í verndun og uppbyggingu þorskstofnsins.

Þetta er auðvitað skelfileg vitneskja.

Er það samkomulag allra fiskveiðiþjóða heimsins að byggja nýtingaráætlanir um auðlindir hafsins í hungruðum heimi á blekkingum?

Eða verður þessari ráðstefnu sjöhundruð vísindamanna gerð grein fyrir því að í þriðjung aldar hefur okkur ekki tekist að ná nema þriðjungi þess afraksturs sem lagt var upp með og að líkur bendi til að þorskstofninn sé að úrkynjast vegna vannýtingar á ofsetnum fiskimiðum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristjánsson

Og ekki var mér boðið. Hefði þó ekki komið, fer ekki í Hörpu, ekki einu sinni í anddyrið. Það eru víst margir þannig.

Jón Kristjánsson, 22.9.2013 kl. 13:22

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

En annars er það stórmerkilegt að fluttur skuli áróðursræða fyrir kvótakerfum á ráðstefnu sem á að fjalla um fiskifræði og skyld vísindi. Allt tal um kvótakerfi er bara hagfræðibull.

Jón Kristjánsson, 22.9.2013 kl. 13:29

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ætli Steingrímur J. Sigfússon verði gestafyrirlesari á ráðstefnunni og flytji erindi um hversu guðdómlegt kvótakerfið er sem honum tókst svo vel að vernda fyrir öllum skakkaföllum í tíð síðustu ríkisstjórnar ?

Níels A. Ársælsson., 22.9.2013 kl. 13:43

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hagfræðibull segirðu! Það er víst komið svo að fiskistofna skuli nýta eftir reglum hagfræði en líffræðirökin úrelt sem og rök byggðaþróunar, mannlífs og almennra mannréttinda.

Auðvitað eru ályktanir mínar um efni fyrirlesturs R.Á. skot í myrkri.

Hann lét mig ekki fá efnið til yfirlestrar!

Árni Gunnarsson, 22.9.2013 kl. 13:48

5 identicon

Heill og sæll Árni æfinlega; - líka sem og aðrir gestir, þínir !

Árni !

Ég hygg; að bezt fari á því, að ég tjái mig sem minnst, um íslenzk samtíma stjórnmál héðan af, því gremja mín og reiði, yfir þróun þeirra er þess valdandi, að það sem frá mínu lyklaborði kæmi, þeim að lútandi er / og yrði með öllu óprenthæft, fornvinur góður.

Utanríkismálin; - sem og innanlandsmál frá Landnámstíð, og til loka 19. aldarinnar, eru aftur með allt öðru sniði, flest þeirra, að minnsta kosti.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 14:04

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, Nilli. Þeir Steingrímur og Björn Valur urðu þjóð sinni lítill happafengur í þessu mál. Það getur varla talist ofsagt um þann viðskilnað vinstri stjórnar sem raun ber nú vitni og líklega verður sá skaði seint eða aldrei bættur.

Árni Gunnarsson, 22.9.2013 kl. 14:05

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hygg þú farir nærri um erindi Ragnars.  Þarna er á ferðinni enn ein hallelúja samkoma "Sjálfbærrar nýtingar" í nafni gervi-vísinda. Það verður að halda aðra ráðstefnu og bjóða rússneskum, norskum og íslenzkum fiskifræðingum, sem ekki trúa á falsrök gervivísindanna hjá ICES - Mafíunni.  Þeirra er ábyrgðin þótt mig gruni að upphaflega hafi átt að svara áróðri Greenpeace sem höfðu að markmiði að stöðva allar veiðar vegna rányrkju.  En svo komast menn ekki út úr ruglinu því kvótahafar standa harðast gegn náttúrulegri nýtingu. Ef hagsmunaaðilar hér hefðu barist gegn stefnu Hafró þá væri löngu búið að leggja af aflaregluna og við værum sennilega að veiða helmingi meira með tilheyrandi hagsæld fyrir íslenzkar sjávarbyggðir og uppbyggingu úti á landi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.9.2013 kl. 14:54

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ætli verði eitthvað fjallað um "rannsóknaraðferðir" HAFRÓ og hvernig þeir mæla stærð þorsksstofnsins???????

Jóhann Elíasson, 22.9.2013 kl. 17:44

9 identicon

Hver er starfsmannaveltan og meðalaldur hjá Hafrò?

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 17:44

10 identicon

P { margin-bottom: 0.08in; }

Hörmulega er þetta sorglegur hópur sem bloggar hér. Foringjanum var ekki boðið og allir í fýlu, þótt svo að flest allir sem sitja þessa ráðstefnu þurfi að skrá sig og borga ráðstefnu gjöld. Hvað er foringinn of góður til þessa að borga ráðstefnugjaldið, og flytja fagnaðarerindið fyrir þessum alþóðlega hóp vísindamanna eða þola hans skoðanir kannski ekki gagnrýni. Ég hefði haldið að þetta væri akkúrat hans vettvangur til að koma sínum skoðunum á framfæri en auðvitað er betra að hunsa fundinn svo hans skoðanir verði ekki fyrir gagnrýni. Það er mikill misskilningur að allir sem sitji þessa ráðstefnu séu á vegum ICES, en auðvitað er gott hér að trúa því og hunsa öll vísindi því hyggjuvit ykkar er auðvitað miklu betra.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 18:07

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Liggur eitthvað illa á þér Davíð? Ég veit ekki um aðra, en sjálfur skil ég ósköp lítið um hvaða foringja þú ert að ræða. Jón Kristjánsson hefur látið sínar skoðanir óspart sjást og heytast enda mikils virtur í samfélagi sjávarlíffræðinga.

Hér erum við sammála um að reynslan sé ólygnust þegar metin eru vísindastörf Hafró.

Árni Gunnarsson, 22.9.2013 kl. 18:59

12 Smámynd: Jón Kristjánsson

Bíðum aðeins við Davíð. Ég er engra foringi, hef ákveðnar og rökstuddar skoðanir og er ekki í fýlu.

Ragnari hefur verið boðið að halda erindi á ráðstefnunni, af þeim sem standa fyrir henni, væntanlega vegna þess að þeim þykir það við hæfi. Okkur, sem eru í gagnrýnisflokknum er ekki boðið hið sama, og þannig hefur það verið.

Ég fór á svona ráðstefnu einu sinni, flutti erindi, það var um silung í Þingvallavatni. Þá má maður segja hvað sem er því það snertir engra hagsmuni.

Þeir sem eru á Svarta listanum hjá ICES, þeim er ekki boðið að tala. Ekki er ég nískur en veit ekki annað en að það sé frítt inn á svona, en lágmark er að menn viti um atburðinn. Ég las um þetta í blöðunum, en hef ekki löngun að hlusta, og hef enga möguleika til að koma skoðunum mínum á framfæri. - Ekki nema Jói hvalur heimtaði að mínar skoðanir fengju að koma fram. Það mun hann seint gera.  

Jón Kristjánsson, 22.9.2013 kl. 19:16

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hefði endilega viljað, að Jón okkar Kristjánsson fengi að halda þarna ræðu og gera einnig nauðsynlegar athugasemdir við ræðu Ragnars Árnasonar. Eitthvað gott hefur þó Ragnar skrifað um sjávarútveg, m.a. það sem nafni hans Arnalds vísar til í bók sinni Sjálfstæðið er sístæð auðlind. En kvótakerfið ver ég ekki og heldur ekki veiðiþolsáætlanir Hafró. Það er einmitt þörf á gagnrýnni rödd þarna á svæðið.

Og þú átt ekki að setja staðsetninguna svona fyrir þig, nafni. Margar byggingar hafa verið reistar gegnum tíðina, þótt samtíðarmenn berðust hart gegn þeim sem allt of stórum; þar á meðal var Menntaskólinn á Akureyri og sjálf Akureyrarkirkja.

Jón Valur Jensson, 25.9.2013 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband