Hvað nefnist heilkennið?

Maniskur ótti og hatur á öllum sköttum og gjöldum til samfélagsins er glöggt einkenni á öllum efnahagslegum ákvörðunum sjálfstæðismanna.

Þetta er bundið við þá þinglýstu hugmyndafræði stjónmálasamtakanna (hagsmunasamtakanna) að enginn skuli bera ábyrgð á öðrum en sjálfum sér, en lítill vegur þó að menn láti eitthvað gott af sér leiða ef þeir verða ofurölvi af peningum sínum og fái timburmenn. Þá sé voðalega hollt fyrir sálartetrið að láta nokkra brauðmola detta á gólfið handa því bágindafólki sem ekki hafi nennt að bjarga sér.

Þetta er að vísu málað nokkuð dökkum litum og vissulega er þorri sjálfstæðismanna mikið afbragsfólk sem tekur fullan þátt í samfélagslegum verkefnum.

En svona efnahagsaðgerðir eru barnalegar og eiginlega hlægilegar fremur en hitt.

Það munar engan einstakling um þessar lækkanir en á það skal minnt að velferðarkerfi okkar er vanburða á mörgum sviðum vegna féleysis og ýmsar öryggisstofnanir eru lamaðar að hluta af sömu orsök.

Og þess vegna eru þessar lækkanir bara aðför að því velferðarkerfi sem svo margir þurfa á að halda en gera engum manni hið minnsta gagn enda einungis byggðar á trúarbragðakenningu. 

Þetta slær þó enn fastar þegar þess er gætt að auðlindaráðherra ríkisstjórnarinnar neitar að auka veiðiheimildir í ýsu þó flest grunnmið krapi af fádæma ýsugengd.

Þar eru líklega milljarðar í húfi ásamt afdrifum atvinnulífs í mörgum byggðarlögum. 

Ríkisstjórn LÍÚ er ríkisstjórn hægri manna og forréttindahópa sem slær- ekki pólitískar keilur populismans heldur - pólitísk sinustrá.

Og sennilega svínvirkar þetta vegna þess að sjálfstæðismenn trúa yfirleitt því sem þeim er sagt að þeir eigi að trúa að sé samkvæmt ritúali kapitaliskra Fræðisetninga.

Og framsóknarmenn halda sínum vana sem er að huxa voða lítið en mæta bara á kjörstað.      


mbl.is Vill lækka bensín- og áfengisgjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið óskaplega er þetta sorgleg nálgun. Hvernig er hægt að fá það út að það sé neikvætt að létta gjöldum af fólki? Ertu á því að ríkið fari betur með peningana en einstaklingarnir sem afla þeirra? Vandamálið sem liggur hér að baki heitir "sóun" og hún er hvergi meiri en hjá ríkinu. Einstaklingarnir fara best með sína fjármuni sjálfir enda vita þeir hvaða strit liggur að baki þeim.

Þegar sköttum er létt af áfengi og eldsneyti eykst verðgildi þeirra peninga þar sem þeir fara ekki í sóun ríkisins, þeir kynda jafnframt ekki undir verðbólgu og hækka lán hjá fjölskyldum. Lækkun á raforkuverði til fyrirtækja skilar sér í aukinni hagsæld, uppbyggingu og störfum.

Þú bara einfaldlega skilur ekki um hvað málið snýst og ert fastur í þeirri kommúnísku hugsun að ríkið eigi að taka til sín og skammta til baka eftir þörfum hvers og eins.

Þau eru enn nokkur slík lönd sem virka þannig og þú hefðir gott af því að heimsækja þau.

Hagsældarmaður (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 13:45

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hagsældarmenn, svonefndir urðu þessu samfélagi til lítillar gæfu fyrir hrun.

Ástæðan var "sorgleg nálgun" við raunverulega hagsæld og stafað af heimsku sem þeir lærðu af lestri kennisetninga.

Reyndar var þessi sorglega, misheppnaða nálgun við raunveruleikann byggð á alþjóðlegum trúarbrögðum og bar með sér hamfarir efnahagslegra þjáninga víð vegar um heim á umræddum tíma þar sem rán og stærri þjófnaðir voru stundaðir af útlærðum glæpalýð. 

Það er ekki verið að létta neinum gjöldum af fóki en það væri ágætt að gera þegar ríkisstjórnin verður búin að átta sig á að til reksturs samfélagsins þarf að afla tekna.

Þessar skattalækkanir eru kannski fremur í aurum taldar en krónum þegar kemur að útgjöldum einstaklinga en eru stór upphæð í samlagningu og skipta ríkissjóð miklu. 

Tekna verður ekki aflað með trúarbrögðum.

Tekna verður heldur ekki aflað af mönnum sem svo gersneyddir eru kjarki að þeir þora ekki að segja til nafns en kjósa að ávarpa fólk fyrir horn eða með hauspoka. 

Nú er ég ekki kommúnisti og hef fremur litlar mætur á þeim kvikindum en ég skil vel skírskotun þína þangað, þegar þú svarar mér í umræðuefni sem þú hvorki skilur né ræður við. En það er auðvitað vegna þess að þér hefur ekki verið kennt að hugsa og ert ekki fæddur með hæfileikann; en verður þ.a.l. að halda þig við kennisetningar Flokksins.

Árni Gunnarsson, 14.2.2014 kl. 14:52

3 identicon

Jæja, þetta er svona eins og að hitta gangandi rökfræðivillu. Ætli það sé ekki heilkennið sem þú ert að leitast við að finna nafn á.

Í grein þinni tekst þér að alhæfa og ýkja, gera afnám skatta barnalegt og hlægilegt, segir að einstaklinga skipti lækkanir á sköttum engu... en samfélagið muni mikið um það. Kemst svo að niðurstöður án rökstuðnings og með vísun í óskyld mál og ferð almennt um víðan völl.

Í svari þínu býrðu svo til strámann og ræðst svo að honum með alhæfingum og orðagjálfri. Þú gætir eins teiknað kall á vegginn heima hjá þér og unnið hann í rökræðum, og bara til hamingju með það.

En er það svar þitt við frétt um að gjöldum er létt af fólki: "Það er ekki verið að létta neinum gjöldum af fóki" ?

Ég myndi nú telja þetta barnalegt svar því svona svara börn þegar þau skortir rök.

Mig langar svo að benda á mótsögnina í næstu setningu þinni: "Þessar skattalækkanir eru kannski fremur í aurum taldar".

Svo er það eitt afbrigði af rökvillu þegar óskylt atriði er orðin þungamiðja í rökræðunni, þ.e. að ég skrifa ekki undir nafni. Þessi ábending þín bendir bara til þess að þú sért rökþrota.

Að ég bendli þig við að hugsa eins og kommúnisti felur ekki í sér þá fullyrðingu að þú sért kommúnisti.

En ég skal rökstyðja þetta fyrir þig. Megin inntak kommúnismans er að allt sé eign ríkisins og tilgangur fólks er að þjóna ríkinu.

Þú heldur því fram að fólk eigi bara að borga skilyrðislaust til ríkisins, annað sé barnalegt og hlægilegt. Þannig virkar kommúnisminn.

Mig langar líka að benda þér á að þú notar svo sömu rök og þeir sem boða trú, þ.e. rökin "þetta er ofar þínum skilningi". Þar með á ekki að vera hægt að rökræða neitt við þig því þú býrð yfir einhverjum æðri skilningi.

En nú þar sem þú ert orðinn berrassaður hérna þá geturðu líklegast huggað þig við það að þú getur eytt út þessu kommenti ...þá "vinnur þú" rökræðuna.

Hagsældarmaður (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 15:59

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvernig stendur á því að þú getur ekki borið neitt til baka en bullar bara?

Hvar hef ég sagt að afnám skatta sé barnalegt og hlægilegt? Auðvitað hef ég hvorki sagt það né gefið það í skyn en þó er það bæði barnalegt og hlægilegt enda engin dæmi um það. Ástæðan er sú að það er einfaldlega ekki hægt.

Þú segir mig búa til strámann! Búa til!...Hvernig? Ég er að svara nafnlausu fyrirbæri sem ég veit auðvitað engin deili á. Kaannski á ég að bera virðingu fyrir þér "Hagsældargarmur"? 

Þú hefur gaman af að bulla um eitthvað sem ekki er í umræðunni og lætur liggja að því að ég hafi sagt eitthvað annað en ég sagði af því að líklega sérðu að ég hafði rétt fyrir mér.

Það sem ég vakti máls á er einfaldlega ekki skattalækkun í neinni mynd af því það var engin skattalækkun nema í frétt um skattalækkun.

Það var verið að skera fáeina aura af gjöldum einstaklinga til ríkisins. Fáeina aura sem engan varðar um en er frétt fyrir einfeldninga. Og ég bent á það augljósa að þessi aðgerð rýrir tekjur ríkisins sem við þurfum öll að geta treyst og rýrir þær verulega. 

Reyndu svo að hafa upp á einhverjum sem kannast við eitthvað af þínu fólki og komast að því hvað þú heitir. Það er öllum nauðsynlegt að vita. Og svo skaltu biðja hann um að skrifa það niður fyrir þig svo að þú gleymir því ekki.

Þakka þér fyrir komuna og ánægjulega viðdvöl! 

(Að vinna rökræðu er alltaf gaman en það er lítil áskorun að vinna ósýnilegar vofur. )

Árni Gunnarsson, 14.2.2014 kl. 19:15

5 identicon

Heill og sæll Árni - sem og aðrir gesta þinna !

Hagsældarmaður !

Líkast til - má saka Árna Gunnarsson síðuhafa um flest annað / en að ganga erinda Kommúnista :: þér að segja.

Hins vegar - er hún nú ekki gæfuleg / myndin sem hvítflibbuðu skítseyðin skildi eftir sig - eftir að hafa farið hér hamförum með EES ''frelsi'' Davíðs Oddsonar og Jóns Baldvins Hannibals sonar og nóta þeirra - allt til þessa dags reyndar.

Lestu þér betur til - ógæsfusögu Íslendinga frá fyrri öldum til okkar daga áður en þú tekur frekar til við að sproksetja Árna fræðaþul og fornvin minn - Hagsældarmaður góður !

Með beztu Falangista kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 20:45

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Takk fyrir innlitið ágæti Óskar Helgi og hlý orð í minn garð.

Ég legg mig fram við að gera mig skiljanlegan og sumir láta það ergja sig. Það er í lagi mín vegna.

Það er vonandi að þessi ríkisstjórn hætti nú að láta nægja að klippa á sér neglurnar en fari að losa um einhverjar varðhaldstilskipanir og leyfa fólkinu að bjarga sér.

Ættu að tala minna um frelsið, en leggja sig betur fram við að skilja hvað átt er við með hugtakinu.  

Það er stórt orð Hákot var einu sinni sagt. 

Bestu kveðjur úr Stórholtinu!  

Árni Gunnarsson, 14.2.2014 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband