Hvað er þessi maður að segja okkur um sjávarútveg?

Er Hörður Arnarson búinn að fá aukavinnu sem áróðursfulltrúi LÍÚ með skorttöku í aflaheimildum sem aðalverkefni?

Ber að skilja hann svo að virðisauki á einingu muni skerðast ef veiðar verði auknar?

Líklega hef ég misskilið manninn en sé ekki opinberunina sem á að tengjast því að veiða minna en auðlind okkar í fiskistofnum býður upp á.

Kannski þarf að segja forstjóranum frá því að það hefur orðið þróun í matvælaiðnaði og meðferð afla um allan heim á síðustu 30 árum?  


mbl.is Trúir á tvöföldun í orkuiðnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hann gengur útfrá þeirri röngu hugsun að fiskstofnar séu takmörkuð auðlind.  Það sem hann er að segja er að við eigum að setja gæði í forgang og það er vel hægt þótt við hámörkum afrakstursgetu fiskstofnanna.  Ávinningurinn yrði bara margfaldur og gróðinn myndi gagnast stærri hluta þjóðarinnar í formi meiri velmegunar og hagsældar.  Þar sem saman fara frumvinnsla og fullvinnsla.  Sem þýðir aftur traustari uppbyggingu allra landsbyggðanna.

Hörður er hugsuður á pari við Pál Kr. Pálsson frumkvöðul á sviði nýsköpunar og nútíma fyrirtækjarekstrar á Íslandi

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.2.2014 kl. 23:07

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi Páll Kr. er mér eiginlega framandi í augnablikinu sem og hans nútímalegi fyrirtækjarekstur.

Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það er snilld að þrefalda verðmæti 100 þúsund tonna af þorski en afglöp að þrefalda verðmæti 300 þúsund tonna!

Og mér sýnist þú ekki skilja það heldur.

Við hljótum að vera eitthvað skertir. 

Árni Gunnarsson, 15.2.2014 kl. 10:07

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

En kannski er nú vel í lagt að segja að það sé röng hugmynd að fiskistofnar séu takmörkuð auðlind af því að auðvitað eru þeir það.

Hinsvegar er það annað mál að þeir styrkjast ekki við að vera ekki nýttir og hvergi hef ég séð að það hafi sannast að ofveiði hafi orsakað aflaleysi, né að "sparnaður" aukið fiskigengd.

Leyfi mér hér með að fullyrða að þau ár sem fólk dó úr hungri í verstöðvum á Íslandi vegna aflaleysis, stafaði það ekki af ofveiði undangenginna ára. 

Árni Gunnarsson, 15.2.2014 kl. 10:12

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Árni við þurfum að fara að líta á fiskbúskapinn eins og landbúnað.  Af því við sjáum ekki undir yfirborð sjávar hættir okkur við að ímynda okkur að einhver önnur lögmál gildi þarna niðri!  Það er þetta sem ég á við þegar ég er að reyna að fá fólk til að hætta að líta á fiskstofna sem takmarkaða auðlind. Á hafsbotni eru fjöll og dalir, tún og engi, hraun og sandflákar og ekki síst eldfjöll og hverir og heitar uppsprettur.  Myndi einhverjum detta í hug að tala um rollur sem takmarkaða auðlind?  Auðvitað ekki.  Í gamla daga var beitt ítölu þegar metið var hve óhætt væri að sleppa mörgu fé á fjall. ÞETTA GILDIR LÍKA FYRIR FISKSTOFNANA. Það á að beita ítölu því við vitum hvað fiskhagarnir þola mikla beit.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.2.2014 kl. 10:51

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við höfum náð að tvöfalda verðmæti sjávarútvegs með menntun, nýsköpun og líftækni

http://www.sjavarklasinn.is/

Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2014 kl. 12:57

6 identicon

Enginn stofn dýra getur vaxið endalaust, og eru því dýrastofnar takmarkaðir. Það sama á við um fiskistofna sem eru takmörkuð auðlynd, hjal um annað er einfaldlega rangt. Að fiskistofnar hafi ekki verið ofveiddir og nánast útrýmt er einnig rangt. Besta dæmið um þetta er þorskstofninn við austurströnd Kanada sem hefur ekki enn náð sér eftir þá gengdarlausu ofveiði sem lögð var á stofninn. Þeir sem hafa rannsakað þennan stofn er nánast allir sammála um að það var ofveiði sem gekk frá stofninum e ekki eitthva annað.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 15.2.2014 kl. 16:47

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Davíð, þú misskilur viljandi það sem ég sagði um fiskstofna sem auðlind. Við getum ekki rökrætt af viti ef við leggjum mismunandi skilning í merkingu hugtaka.  Fiskstofnar eru ekki takmörkuð auðlind af því þeir eru í eðli sínu endurnýjanlegir og sú staðreynd að þeir geta ekki vaxið ótakmarkað hefur ekkert með veiðar að gera. Þeir geta ekki vaxið endalaust vegna skorts á æti. Þegar afli minnkar þá er það undantekningarlaust vegna þess að vistkerfið hefur farið úr jafnvægi og fæðuskortur orðið.  Þetta gerðist líka við Nýfundnaland.  Að klifa sífellt á því að þorskurinn á Flæmingjagrunni hafi verið ofveiddur er pólitískur loddaraskapur. Skoðaðu bara veiðarnar á loðnunni. En loðnan er torfufiskur og því fræðilega hægt að ofveiða hana með stórvirkum veiðitækjum.  Þrátt fyrir margföldun á sókn og veiðigetu (Risaflottroll og miklu dýpri nætur) Og þrátt fyrir að mest sé veitt af hrygningarloðnu þá segir Hafró að enn séu 600 þúsund tonn í hrygningarstofninum. Þetta sannar að veiðarnar ganga ekki af stofnum útdauðum.  En hvort makríllinn hefur gengið of nærri loðnunni er önnur saga sem Hafró ber skylda að upplýsa um.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.2.2014 kl. 17:23

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og af því allt þetta rifrildi stafar af rangri aðferðafræði við að byggja upp fiskstofna þá eiga menn ekki að gleypa allt hrátt sem frá Hafrannsóknarstofnun kemur. Samkvæmt þeirra vísindum þá halda þeir að nægt æti sé fyrir 2 milljónir tonna af þorski hér við land.  Bara þorski.  því miðað við 20% veiðireglu þá má ekki veiða 400 þúsund tonn nema veiðistofninn sé 2 milljónir tonna!!! Í tugi ára var hér miklu meiri sókn m.a. í smáfisk og þá var jafnstöðuafli 400 þúsund tonn . Ár eftir ár. Síðan er landhelgin færð út og við það minnkar sóknin en þá allt í einu er samin svört lygaskýrsla og okkur talin trú um að allt sé í kalda koli og þorskurinn að klárast!   Það ár voru líka veidd 400 þúsund tonn!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.2.2014 kl. 17:36

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Margir virðast trúa því að ef ekki verði haldinn vörður um fiskistofnana líkt og börn eru varin fyrir eiturlyfjadílerum hefjist samstundid kapphlaup útgerðar um síðasta þorskinn og síðustu ýsuna.

Það er bara ekki svo. Og það er vegna þess að útgerð þarf að bera sig og ef afli tregðast að vissum mörkum hætta sjómenn að róa af því að enginn greiðir þeim tapið. 

Það hefur enginn sannað að þorskstofninn við austurströnd Kanada hafi verið ofveiddur.

Hafi hann verið ofveiddur hefði sá stofn sem þar óx upp á ný átt að sýna svo mikinn vaxtarhraða að menn hefðu staðið agndofa.

Við strendur Íslands "hrundu" fiskistofnar margsinnis á öld á fyrri tíð og í aflasælustu verstöðvum dó fólk úr hungri. Um þetta vitna annálar. 

Ofveiði var ekki um að kenna þá, enda er þetta orð tiltölulega nýkomið inn í umræðuna. 

En þessi trúarbrögð sem þú boðar hér Davíð Gíslason eru búin að skaða þjóðina um þær upphæðir sem miklu hefðu varðað ef þær hefðu komið inn í þjóðarbúið en aldrei munu verða bættar.

Árni Gunnarsson, 15.2.2014 kl. 22:59

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og hér á þessum miðli taka til máls tugir fólks, hundruð? um hin og þessi dægurmál og/eða eftir atvikum stórmál af og til.

Örsjaldan er lagt af stað með umræðu um það pólitíska efni sem hefur ráðið úrslitum um afkomu þessarar þjóðar um áratugaskeið og það er deilt og skipst á skoðunum.

Mikill fjöldi að sjálfsögðu tekur þarna til máls og hefur sterkar skoðanir vegna þess að um þetta mál snýst afkoma þjóðarbúsins og velferðarkerfisins margumrædda.......

Sagði ég mikill fjöldi?

Innan við 20 manns, líklega langt innan við 20 hræður láta sig varða um hvort við höfum atvinnu út um allt Ísland með tilheyrandi velferðarbrag á mannlífinu.

Hverjar alþingiskosningarnar eftir aðrar snúast um það að halda NIÐRI þeim atvinnuvegi sem brauðfætt hefur þjóðina og byggt upp landið!

Vegna þess að það er pólitísk nauðsyn fyrir 20 fjölskyldur eða tæplega þó að fiska lítið!

Að halda niðri aflaheimildum í þorski og ýsu skiptir afkomu innan við tuttugu fjölskyldna svo miklu að þjóðin - samfélagið verður að neita sér um atvinnu og tekjur. 

Og fólk þarf að ganga frá óseldum fasteignum fyrir þessar dýrmætu fjölskyldur.

En það er þess vegna sem það er orðin þjóðarlygi að sjávarútvegur sé sjálfbær á Íslandi.

Hann er niðurgreiddur með mannlífinu úti á landsbyggðinni. 

Árni Gunnarsson, 16.2.2014 kl. 00:54

11 identicon

Nei Jóhannes þetta er rangur misskilningur hjá þér, ég hef ekki misskilið neitt. Fiskistofnar eru auðvitað endurnýjanlegir en aðeins ef þeir er nýttir á sjálfbæran hátt. Til þess að nýta fiskistofna á sjálfbæran hátt þarf að meta hve mikla veiði stofninn getur tekið. Sú veiði er takmörkuð ef nýtingin á vera sjálfbær. Þó svo stofnar fiska bregðist við veiðum í byrjun með aukinni framleiðslu nýliða þá eru takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga á hrygningarstofninn áður en áhættuna á að stofninn hrynji verður of mikil. Þess vegna er þessi auðlind takmörkuð.

Það sem er pólitískur loddaraskapur er að hunsa staðreyndir og viðhafa trúarbrögð í stað þess að nota vísindalega þekkingu til stjórnunar á auðlynd eins og fiskistofnum.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 01:09

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Staðreyndir birtast í árangri. Þær staðreyndir sem við okkur blasa eru minni aflaheimildir nú, eftir 30 ára verndun vísindastofnunar- en við veiddum fyrir kvótakerfi og aflamark!

Eru vísindi í þínum huga Davíð algildur og helgur sannleikur sem ekki má rengja og einvörðungu miðuð við þá útgefnu niðurstöðu sem akademian samþykkir?

Var ekki stuðst við vísindi árið 2000 þegar Alþj. hafró. gaf út aflaráðgjöf fyrir Barentshafið?

Þessi spurning á rétt á sér af því að líklega hafa aldrei fleiri vísindamenn í stofnun um pólitíska hagstjórn haft eins skelfilega rangt fyrir sér.

Ætli sú ráðgjöf hefði ekki skert tekjur af þeirri auðlind - til dagsins í dag - um margföld fjárlög íslenska ríkisins?  

Árni Gunnarsson, 16.2.2014 kl. 11:08

13 identicon

Takmörkun togveiða kæmi á sjálfbærni og margfeldi fiskistofna við Ísland

aagnarsson (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 15:02

14 identicon

“Margir virðast trúa því að ef ekki verði haldinn vörður um fiskistofnana líkt og börn eru varin fyrir eiturlyfjadílerum hefjist samstundid kapphlaup útgerðar um síðasta þorskinn og síðustu ýsuna. Það er bara ekki svo. Og það er vegna þess að útgerð þarf að bera sig og ef afli tregðast að vissum mörkum hætta sjómenn að róa af því að enginn greiðir þeim tapið.”

Að halda því fram að ekki þurfi að stjórna veiðum er algerlega óábyrg afstaða. Lélegt ástand margra nytjastofna ber þess vitni að stjórnunar er þörf og að þessi atvinnugrein getur ekki stjórnað sér sjálf.

 “Það hefur enginn sannað að þorskstofninn við austurströnd Kanada hafi verið ofveiddur.”

Vísindi bjóða ekki upp á algildar sannir en líkurnar fyrir því að of miklar veiðar hafi valdið hruni þessa stofns eru mun meiri en að eitthvað annað hafi valdið hruninu. Það er alvarlegt mál þegar men vilja ekki læra af því sem gerðist með þennan stofn og loka augunum fyrir þeirri þekkingu sem hægt draga af reynslunni þarna.

“Hafi hann verið ofveiddur hefði sá stofn sem þar óx upp á ný átt að sýna svo mikinn vaxtarhraða að menn hefðu staðið agndofa.”

Eins og ég nefni áður hefur stofninn ekki enn náð að vaxa mikið síðan hann hrundi. Reyndar var vöxtur ókynþroska fiska mjög mikill, reyndar svo mikill að kynþroskaaldur og stærð féll mjög í stofninum. Lægri kynþroskaaldur kemur fram sem minni fiskur síðar vegna þess að eftir að fiskar hafa náð kynþroska dregur mjög úr vexti einstaklinga vegna þess að megnið þeirri orku sem þeir fá úr fæðunni er sett í framleiðslu hrogna og svilja.

En þessi trúarbrögð sem þú boðar hér Davíð Gíslason eru búin að skaða þjóðina um þær upphæðir sem miklu hefðu varðað ef þær hefðu komið inn í þjóðarbúið en aldrei munu verða bættar.

Rangt, þú gengur út frá þeirri fölsku hugmynd að engin fiskveiðisjórnun hefði skilað sér til lagframa í auknum tekjum til þjóðarbúsins.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 16:44

15 Smámynd: Jón Kristjánsson

Davíð. Þetta tal um ofveiðina við Kanada er orðið svolítið þreytt og er bergmál stefnunnar um að eina sem geti grandað fiskistofnum séu veiðar og að með því að stjórna veiðum getum við "byggt upp" fiskstofna að vild. Orðið "fæða" kemur ekki fyrir í biflíu þessara spámanna. Ég hef skrifað nokkrar greinar sem er ætlað að sýna að það var ekki of-veiði sem grandaði þorskinum eða öðrum tegundum, sem ekki voru einu sinni veiddar, heldur breytt sjávarskliyrði sem ollu fæðuskorti. Sjá nánar hér, bendi sérstaklega á glærusýningu sem ég setti saman nýlega: http://www.mmedia.is/~jonkr/kanada.html

Jón Kristjánsson, 16.2.2014 kl. 17:43

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Takk fyrir innlitið og innleggið Jón Kristjánsson.

Þakka þér sömuleiðis Davíð Gíslason fyrir þitt innlegg. Það er ekki minna virði að fá andmæli en stuðning í umræðu sem varðar jafnmikið hagsmunamál heillar þjóðar sem stjórnun veiða á mikilvægum nytjastofnum.

Ég hef eytt miklum tíma á langri ævi í að skoða aflabrögð og nýtingu fiskistofna gegn um annála og æviminningar sjómanna. Sveiflur í fiskistofnum eru svo eðlilegar í mínum huga að hugtakið: "jafnstöðuafli" er beinlínis ákall um vannýtingu. Ef fiskistofn er látinn skila jöfnum afrakstri mörg ár í röð er það vísbending - sönnun! þess að hann er vannýttur.

Allar tegundir láðs og lagar eiga það sameiginlegt ÁN UNDANTEKNINGA að þurfa næringu, fóður - til að þroskast. Og það sama gildir um umhverfisáhrif. Þau eru misjafnlega hagstæð frá einu svæði til annars og frá einum tíma til annars. Að halda því fram að úti á mörkinni sé hægt að ráða viðgangi dýrategunda - stofna- með veiðum er einfaldlega rangt í mínum huga.

Eins og ég hef marg, margsinnis bent á hafa um alla sögu þessarar þjóðar skipst á tímabil afla og aflaleysis. Og á þeim tíma þegar veiðarfæri voru svo frumstæð að engum dytti í hug að bera þau niður í fjöru í dag, þá komu ár og tímabil aflaleysis svo hastarleg að fólk féll úr hungri í verstöðvum.    

Það er skylda okkar sem erum á vettvangi í þessari mikilvægu umræðu að fylgjast með öllu því sem að gangi má verða.  Þessi linkur þinn Jón Kr. er afar fræðandi og um hann er svo sannarlega vert að ræða með efasemdum ef mönnum sýnist þeir sjá efni til þess.

Og hvergi hef ég séð skýringu á - mér liggur við að segja - lífshættulegum bjánagangi alþjóðlegu vísindastofnunarinnar sem ráðlagði BROT af þeirri nýtingu þorskstofnsins í Barentshafinu sem virt var að vettugi og skilaði dýrmætri auðlind á fáum árum með meintri ofnýtingu.

Spurning um milljarðaaukningu í þorskveiðum ásamt öllum þeim byggðatengdu næringarefnum sem fylgja er ekki aukaatriði fyrir þessa þjóð fremur en aðrar.

Árni Gunnarsson, 16.2.2014 kl. 18:24

17 identicon

Árni minn, þetta var ekki svona í upphafi í Barentshafinu, trúarrit  Jóns er að afvega-leiða þig...  Upp kom feikna stór þorskárgangur í Barentshafi sem braggaðist illa, Norðmenn ræddu að grisja þyrfti þorskstofninn, ( trúarrit Jóns) en það varð ekki, heldur var dregið úr veiðum, skipum sökt til að gera skjól fyrir ungviðið og loðnuveiðar bannaðar ( Hjálmar Vilh. fiskifr.)  En það sem öllu máli skifti,  var 200 mílna fiskverndarsvæði,  sem var komið á 1977, umhverfis Svalbarða, jafnstórt 200 mílna landhelgi Íslands...  Norðmenn eru búnir að ná tökum á þessu hafsvæði, þar sem þorskurinn elst upp, og er þar á beit eins og sauðfé, þar til hann snýr heim, til Noregs...  Þetta feikna stóra fiskverndarsvæði Norðmanna stendur undir þessari miklu veiði í dag, Norðmenn vernda smáfiskinn, og uppskera milljón tonn 

aagnarsson (IP-tala skráð) 17.2.2014 kl. 00:17

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég þakka þér umhyggjuna hvað það varðar Aðalsteinn, að óttast að dómgreind mín sé í hendi Jóns Kristjánssonar.

Frábið mér hinsvegar svona þvætting og vona að þú finnir þér aðra skjólstæðinga.

Árni Gunnarsson, 17.2.2014 kl. 00:43

19 identicon

Haha, Árni, enginn er eins blindur,  eins og sá sem neitar að sjá... þið getið ekki bakkað út    

aagnarsson (IP-tala skráð) 17.2.2014 kl. 07:31

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Jörðin í heildina litið er einn matvæla kista og Sameinuð þjóðirnar , er með SöluGengisstillingarsjóð sem vinnur með Worlsbank  að tyggja að Ríki stundi heiðarleg efnis viðskipti, þess  vegna senda 183 ríki ríki upplýsinga um allt og verðlflokka að af öllu sem flokkast  sem nýjar seldar eignir á jörðinni og seljast almennt.   Þannig er einn gjldmiðill til samburða sem er kallaður PPP-Dollar.   Sum ríki eru að meðaltaltali að selja inna sinnar lögsögu á hærri verðum en öll jörðin, í eigin gjaldeyri, en önnur ríki geta þá samið um lægri verð og miða sín sölu gengi gangvart okur sölugenginu á  samræmdum meðal raunverðum.

Allt sem selst almennt sér í lagi til manneldis í USA og EU er undir verðlags eftirliti. Um matvæli gildir að þar vega matvæli sem halla hin 28 prótín sem manninum er lífsnauðsynleg þyngst.  Gefir er upp hér að sjávarafli fyrir veiðkostnað , reiknist um 80 milljarða  og með innfluttum og íslenskum kostnaði er þetta að útflutt að skila 220 miljörðum  FOB. Pund rýrnar um 60% ás öllu 30 árum og meðhækkanar á hráefnismörkuðu  þar eru 150% á öllum 30 ár síðustu 120 ár. USA þar hækkaði allt frá 1950 til um 150% á 30 árum. Þjóðverjar hækka allt um 75%.    Hlutur matvæla í upphæð sem seljast almennt í heildar sölu gengi Vesturlanda hefur ekki hækkað jafn mikið síðan 1970 og allt annað, þar efni í rafvörur  sem seljast almennt hækkað mest í samanburði.

Raunvirði nettó sölugengis vsk innan Íslenskar  lögsögu á PPP-dollar verðum minnkaði á Ríkiborgara  um 30% frá 1973 til 2003. Þótt gengið á öllu allra eigna hafi hækkað fjármála gengið . Aðilir erlendir veðjuð hér á  bakveð Íslendinga fyrir útfluttning til sölu annarstaðar myndi hækka.  Þjóðverja hirtu best bakveð ekki bara á Íslandi. Íslending skilja ekki muninn. 

    Ef raunvirði flaka sem eiga seljast almennt til UK helst óbreytt og sama magn selst á hverju ári , næstu 30 ár þá hækkar virðið um 150%  í  pundum í UK. 

Heildar gengi á öllu seldu er 100% í lok hvers sölu árs,  Heildar sölugengi  er skipt í tvennt efnislegt  og hrein mannnlega vinna í klukkustundum sem kallast þjónusta afhending aðfanga til loka kaupenda.

þessi þjónustu þáttur er í dag á vestulöndu um 70% til 80% af  heildar 100% hvers árs sölu gengis.  30% til 20% eru matvæla hráefni og allt annað efnis og orku tengt  sem fer í þjónstu geira borganna: common market smásölu.

Til að hækka hlut [úborganir til strafsmanna] þjónustu geira stórborga, auka vsk og velferðskatta þá vinn hagmuna aðilar nótt og dag að minnka vægi hráefna og orku í allri loka sölu. 

Trú Íslendinga um  að þeir geti minkað vsk. og velferða skatta í öðrum ríkjum er barnaleg.

  
Hér þarf að selja ferskt og gæði fyrir þann hluta 10% efst í fæðukeðju jarðarinnar sem er ekki með í Alþjóðulegu velferða máli um gera allar almennar neytenda körfur eins að innhaldi á sama verði óháð gjaldmiðli.

100% sölu gengi er ekki með þjóðarsparnaði = [söluskatti , tollum, niðurgreiðslum : til færslu  hagstjórna tól erlendis] .  100% ef það hækka milli ár upp í 104% þá er afskrifað 2,0% af því ef öllu önnur ríki gera það.   þá er gengið stöðugt vaxandi eins og í öðrum ríkjum.    Innhald sölu getur breyst, raunvrði sölu  lækkað : lægri verðflokar í boði og þá lækkar líka hlutfallsle þjónustu álagning og starfmaður verður að selja meira á mínut.  Síðan er líka hægt að lækka raunvirði starfs manns.    Ísland hefur stundað þetta síðan um 1970 mikið meira en flest ríki á Vesturlöndum.   Á móti lækkar útflutningasgengið hér.  Erlendi ríki eru ekki fjármagna ekki vsk. þjónustu aðila  og vsk. geira: það gera þau sjálf með auka Alþjóðlegt raunvirði heimsölu til sinna almennu borgara. Það skiptir máli hvaða gæði eru seld og hver fær útborgað, í Alþjóða gengis samhengi.     Kaupamenn fengu pening en hjú fæði, klæði og húsnæði.  Ísland er farið að hugsa þetta allt svipað og á miðri 19.öld.

UK hætti að veiða fisk við Ísland  en ekki að selja í smásölu.  Plantað var Álverum í Skotlandi og byggðir háskólar, flestir sjómenn þar eru komir yfir móðuna miklu.     Elítum er alveg sama hver skaffar hráefni ef það kostar lítið þegar upp er staðið. Almenn Fisk neysla er í vörn í ríkjum ESS unga flókið vill farsíma
 og ný föt í hvejum mánuði, pizzur og kjúklinga bita og annað snakk, í glans umbúðum.  Holendingareru farnir að rækta kjötvöðva í kerjum og geta örugglega innan nokkurra ára ræktað beinlaus fiskflök.

Ein hlið á ofveiði er : Borg selur 50% kjúkling, 20% svín og 20% naut, en 10% annað, seljist of mikið af öðru minkar arðurinn af hinu.   Við eru að tala um almenning í stéttskiptum ríkjum, Common markaður 80% ríkisborgar,  hliðar markaðir þeirra 10% ríkustu [1. til 2 .verðfokkur  og 10% fátækustu [ 3. til 5. verðflokkur.
Stöðuleika í hlutfallslegum skiptingum á öllum 100% á hverju ári. Stöðugar heildarhækkanir til afskrifa með sköttum á þá sem eyða mest vsk.

Júlíus Björnsson, 18.2.2014 kl. 04:35

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það máttu nú eiga Júlíus Björnsson að þú ert óbilandi og árangur 100% við að slökkva alla umræðu með þessum tölfræðilegu efnahagssvæðafjárlagaævisögulanglokuþulum þínum þar sem þú rekur inn nefið.

Árni Gunnarsson, 24.2.2014 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband