Afturhaldslygin

Var að lesa að einhver Harry Reid hefði lýst því yfir við Bush Íslandsvin að Íraksstríðið væri tapað? Trúi því mátulega, trúi nú ekki öllu sem ég heyri. Man ekki betur en ég hafi heyrt Davið Oddsson sjálfan segja á Alþingi að uppbyggingin í Írak væri bæði mikil og sérlega ánægjuleg fyrir okkur Íslendinga sem hefðum af framsýni okkar stutt innrásina. Hann skammaði Össur fyrir flónsku og sagði að flokkurinn hans væri afturhaldskommatittsflokkur. Þetta kostaði svo nýja og rándýra útgáfu á Orðabókinni. Kannski hefði ég álpast til að trúa þessum Reid ef ég hefði ekki bara núna í vetur heyrt Geir Hilmar segja eitthvað álíka á Alþingi um uppbygginguna í Írak. Ég sannfærðist þá alveg um sannleiksgildi þessarar uppbyggingarsögu því ég hef heyrt marga úr hógværum armi þessa flokks segja að það hafi verið bara gott að skipta Davíð út fyrir Geir. Geir væri kurteis, hógvær, ægilega vel menntaður og yfirvegaður stjórnmálamaður. Orðum hans mætti treysta. Það er hinsvegar áhyggjuefni ef bandaríska þinginu er núna stjórnað af afturhaldskommatittsflokki sem öllu lýgur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, og Davíð mælti þessi frómu orð við upphaf frelsunar Íraks: "Nú er von. Áður var engin von."

Auðun Gíslason, 19.4.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband