Hin nýja ásýnd kommúnismans

Ég held að kommúnusnisminn í Sovétríkjunum hafi verið illskárri en kommúnismi Hannesar Hólmsteins og Sjálfstæðisflokksins. Þeir þarna í Sovétinu tóku eignir stórbænda og annara auðmanna og úthlutuðu til fátækra. Þetta var fallegt í meiningunni en tókst bölvanlega svo allt kerfið leystist upp. Þetta kom frjálshyggjumönnum ekki á óvart, þeir sögðust alltaf hafa bent á þetta og báðu þess að aungvum dytti svona vitleysa í hug aftur. Þeir sögðust hafa það eftir sínum spekingum að það eina sem gilti handa fólki til bærilegrar afkomu það væri frelsi einstaklingsins til athafna.

Þess vegna tóku þeir réttinn til lífsbjargar af fólkinu í sjávarbyggðunum og gáfu hann til öflugra útgerða. Svo ljósrituðu þeir hagfræði áætlunarbúskapsins í Sovét og sögðu þessu fólki sem stóð uppi allslaust eftir auðlindarránið að Ríkið ætlaði að búa til störf handa því. Og þeir byggðu álver á Reyðarfirði handa Austfirðingum. "Þið eruð okkar fólk og við gleymum ykkur ekki. "Nú gerum við ykkur að bjargvættum í baráttunni gegn mengun í heiminum og ykkar verður getið í gervallri  mannkynssögunni." Þarna höfðu sjálfstæðismenn fundið sniðugt afbrigði af sovéska kerfinu með atbeina framsóknarmanna.

Nú komu "þessir svokölluðu umhverfissinnar" til skjalanna og mótmæltu. Þeir sögðu að þetta væri úrelt starfsemi sem aðrað þjóðir væru sem óðast að hrinda af sér, sem auðvitað er hárrétt. Þeir voru beðnir um að benda á aðrar leiðir í atvinnu, "bara eitthvað annað." Þetta gekk í augun á tvíflokknum sem sögðu að nú væri það á hreinu að "þessir svokölluðu umhverfissinnar" væru glópar og ekki mark á þeim takandi. 

Frjálslyndi flokkurinn hefur frá sínum fyrstu dögum einn flokka bent á að vandi sjávarbyggðanna væri fólginn í ráninu á lífsbjörginni og með öflugri útgerð yrði byggt undir bjartsýni og nýsköpun í öðrum og óskyldum atvinnutækifærum. Þessi skýlausa pólitíska atvinnustefna ætti að vera flestu fólki skiljanlegri en "eitthvað annað." Nú er Ómar Ragnarsson, nýr spámaður umhverfissinna búinn að stofna flokk til höfuðs Frjálslynda flokknum sem hann segir að sé stóriðjuflokkur. Engin gjöf hefur stóriðjuflokkunum borist dýrari en þessi nýi flokkur. Enda sýnist hann nú um stundir vera helsta von þeirra um að halda völdum næstu fjögur ár. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu Frjálslyndur, Árni minn? Þetta mátti ég vita. Ekki ástæða fyrir aðra til að hafna þeim flokki. Niður með Fjórflokkinn!

Jón Valur Jensson, 4.5.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband