Þjóðaratkvæði og forsetakosningar

Samkvæmt nýrri könnun vill mikill meirihluti þjóðarinnar halda synjunarákvæði forsetans inni í stjórnarskránni. Þetta kemur varla á óvart eftir glæsilega frammistöðu Ólafs Ragnars í umdeildu fjölmiðlafrumvarpi sem flesta langar nú sennilega til að gleyma þrátt fyrir allt. Ekki er ósennilegt að ugg setji að fólki við fréttir af góðu fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum og æ fleiri sjái þörfina á því að treysta lýðræðið enn frekar ef illa skyldi fara. Nú er rætt um hver við muni taka þegar núverandi forseti kveður Bessastaði eftir langan feril og farsælan. Ýmsir nefna þar Þórólf Árnason sem líklegan arftaka og vissulega hlýtur hann að verða talinn fýsilegur kostur. Þórólfur er afar vinsæll og jafnframt vel menntaður og með gott bakland í atvinnu-og viðskiptalífi. Ekki skemmir að hann er af landsþekktum ættum gáfumanna.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband