26.4.2007 | 09:35
Bravó! Bravó! Bravó!
Var að hlusta á morgunútvarpið á Rúv. Fylgdist með lærðri úttekt stjórmálafræðingsins Baldurs Þórhallssonar á Frjálslynda flokknum. innflytjendastefnu hans og "yfirtöku" Nýs afls á honum. Baldur slapp að þessu loknu án þess að þurfa að leiða rök að neinu orði úr öllu bullinu sem frá honum lak. Nú var Guðjón Arnar formaður flokksins leiddur fram til aftökunnar. Hún mistókst. Hún mistókst svo voðalega að fórnarlambið flengdi aftökusveitina meira en ég man dæmi um.
Í stuttu máli fór Guðjón Arnar á þeim kostum í þessu viðtali að ég var farinn að öskra og klappa eins og sauðdrukkið fótboltaidjót á úrslitaleik. Með flónskulegum og illa heppnuðum spurningum tókst fréttafólkinu að hrófla hæfilega við rósemi gamla skipstjórans sem gekk nú ákaflega hreint til verks og eftirminnilega. Eldmessu slíka sem Guðjón flutti þarna af mátulegum skaphita hef ég ekki í annan tíma heyrt og er nú mikið sagt.
Mér komu í hug lokaorðin úr kvæðinu "Messan á Mosfelli" eftir Einar Benediktsson:
Það voru hljóðir og hógværir menn- sem héldu til Reykjavíkur.
Til hamingju Guðjón! Til hamingju við öll í áhöfninni!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Guðjón Komst mjög ve frá þessu viðtali
Grétar Pétur Geirsson, 2.5.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.