Hræsnin krossmark gerði

Forsætisráðherra Geir Haarde harmar mistök í vinnuumhverfi Kárahnjúkavirkjunar. Kemur ekki á óvart. Alltaf hafa hjörtu frjálshyggjumanna slegið í takti við kjör vinnandi fólks. Allt frá átökunum um vökulögin á togurunum sem flestir eru nú líklega búnir að gleyma. Árni Magnússon fyrrverandi félagsmálaráðherra Framsóknar var nú jarðbundnari þegar hann skoðaði aðbúnaðinn þarna forðum tíð. Hann harkaði af sér og sagði að þetta væri ekki alslæmt. Auðvitað væru þarna nokkur atriði sem þyrfti að lagfæra. Minnir hann kalla þetta vaxtarverki.

Hagvöxturinn á alltaf undir högg að sækja þegar bölvaðir kommarnir fara í gang með lygaáróðurinn.

Vonandi að enginn þurfi að lokum að harma mistök í samningnum við ítalska fyrirtækið sem þeir Davíð og Berlusconi lögðu drögin að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband