Voðalega ljótt af manninum að upplýsa þetta

Auðvitað blasir þetta við þegar búið er að minnast á það. Eða finnst einhverjum þetta lygilegt þegar horft er til sölu ríkiseigna að undanförnu? Og trúir því einhver núna að formannsskiptin í Landsvirkjun hafi verið bara si svona? Einkavæðing er pólitísk trúarbrögð D listans. Einkavinavæðing pólitísk trúarbrögð beggja ríkisstjórnarflokkanna.
mbl.is Segir að byrjað sé að undirbúa sölu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

eftir 20 ár. ekki á næsta kjörtímabili heldur eftir 20 ár. Ég væni Skúla um lýgi og pólitískan áróður. Hann er að nýta sér stöðu sýna til þess að vera með áróður í garð Geirs.

Fannar frá Rifi, 1.5.2007 kl. 19:09

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvaða æsingur er þetta? Er þetta ekki eitursnjöll hugmynd og afbragðsmenn nefndir til sögunnar? Er ekki barasta sjálfsagt að selja draslið sem fyrst og koma því í hendurnar á mönnum sem hafa vit á peningum?

Árni Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 19:57

3 Smámynd: Auðun Gíslason

  Það á auðvitað ekki að ræða um arfinn fyrr en líkið er alveg dautt.

Auðun Gíslason, 1.5.2007 kl. 22:51

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeim er til alls trúandi, selja ófædda í dauðann, jafnvel á frumstigi sínu, sem er næsti bær við að selja ömmu sína. Og það sem verra er: þessi Stóri-Kláus ætlar sér að ríkja áfram á Íslandi, hátt upp hafinn yfir lýðinn.

Jón Valur Jensson, 3.5.2007 kl. 01:12

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Bjarni Harðarson í 2. sæti framsóknar á Suðurlandi kom með góðan punkt um þetta á fundi í Þingborg sl. laugardag. 'Eg trúi því að í höndum einkaaðila verði Landsvirkjun betur rekin en nú - en ég vil ekki Landsvirkjun í einkaeign. Þetta eru kannski ekki réttu orðin en meiningin. Og þarna er ég hjartanlega sammála honum! Landsvirkjun í höndum einkaaðila yrði fjárhagslegra hagkvæmari fyrirtæki. En snýst þetta um það? Við gætum alveg eins einkavætt hagstofuna eða Landsspítalann. Eða............ stendur það kannski til?

Ævar Rafn Kjartansson, 3.5.2007 kl. 01:27

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo ætluðu þeir að selja þjóðlendur með Landsvirkjun!

Jón Valur Jensson, 3.5.2007 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband