Á heimskan sér ekki takmörk þegar illskan ræður för?

það sannast betur með hverjum degi sem nær dregur kosningum að vanmetnasti þátturinn í sálum kjósenda er heimskan. Nú hefur einhverjum pólitíska bjálfanum hugkvæmst að reyna að vega að trúverðugleika Ómars Ragnarssonar. Ómar er sá vökumaður íslenskrar náttúru sem ötulast hefur og af mestum heilindum barist fyrir verndun mestu verðmæta þjóðar okkar. Þeirri orrustu tapaði hann fyrir ómerkilegum hagsmunasamtökum hverra skömm mun lifa meðan þessi þjóð tala íslensku og þó vonandi mun lengur. En það eru margar orrustur eftir í farvatni þessarar. Og nú sjá þeir svarabræður Otkell og Skammkell að við þurfi að bregðast og eyða þeirri vá sem af manni þessum stafar. Flestum verður það fyrir ósjálfrátt að velja sér vopn við hæfi svo það ætti ekki að koma neinum á óvart þó Ómar fengist dæmdur fyrir umhverfisspjöll. Nú er það ferli allt sett af stað og fylgt eftir með nokkrum gusugangi svo sem jafnan fylgi réttum trúnaði og makalausri réttlætiskennd. Það hefur ævinlega verið kært með þeim systrum heimskunni og illskunni þegar atkvæði eru í húfi.

Þeir sem að baki þessari fræknu sókn standa sáu þó líklega ekki afleiðingarnar fyrir. Nú er það nefnilega flestum ljóst að framboð Ómars var mesti óvinafagnaður sem í boði var þeim sem vildu núverandi rikisstjórn feiga. Kannanir benda til að fylgi framboðsins geti orðið stjórninni til lífs og ættu nú stóriðjugriðungarnir að kætast. En við því var auðvitað ekki að búast að vitsmunir þeirra bæru innrætið ofurliði.

Ég játa að ég er ekki maður til að óska stjórnmálamanninum Ómari velfarnaðar í þessum kosningum þó engan bandamann eigi hann vísari en mig í öllu sínu öfluga starfi fyrir náttúru okkar lands og komandi kynslóðir. Enginn Íslendingur minnar samtíðar hefur vakið jafn mörgum lítilsigldum sálum jafn mikinn ótta á jafn skömmum tíma. Ekki við öðru að búast af manni sem honum.

Engum ætti að koma á óvart þó nú færi af stað ný útgáfa Baugstíðinda. Á meðan það moldviðri geisar mætti hafa hratt á hæli og afgreiða þjóðlendulögin landi og þjóð til hagsældar. En hún verður orðin ótrúlega stór bláfíflabreiðan áður en þessum kosningaslag lýkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Já, aumt er það þegar gripið er til þessara vopna og deig held ég að þau dæmist. Eftir skrípamynd Framsóknar af frænda mínum úr Þistilfirðinum á maður von á öllu en þetta kom í bakið. Að menn geti ekki sýnt baráttu Ómars virðingu án svona lagaðs (neðanbeltis er of huggulegt) sýnir bara daunillt innræti viðkomandi. Það illalyktandi og rotið að ódaunninn leggur viðkomandi sjálfan af velli.

Ævar Rafn Kjartansson, 9.5.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband