9.5.2007 | 15:25
Óttinn við málefnaumræðuna
Óttinn er eðlishvöt og hverri dýartegund nauðsynlegur eiginleiki til að lifa af. Óttinn er að sama skapi skelfileg fötlun þegar hann ræður öllum viðbrögðum.
Tyrkneskum kaupsýslumanni að nafni Halim Al tókst á einni nóttu að gera íslensku þjóðina að rasistum. Þetta vita allir sem muna Sophiu Hansen málið. Við höfum aldrei haft þroska til að ræða pólitísk mál án þess að skoða fyrst hvaða stjórnmálaflokkur græði eða tapi á skoðunum okkar. Það er ekki heppileg leið að skynsamlegri niðurstöðu. En vegna þessa hefur umræðan um stefnuleysið í málefnum innflytjanda snúist upp í svo heimskulegan rökhyggjuótta sem raun ber vitni.
Þegar talsmenn Frjálslynda flokksins opnuðu umræðuna með varnaðarorðum hrukku hinir stjórnmálaforingjarnir við, þetta kom flatt upp á þá, þeir voru ekki viðbúnir. Og skoðanakannanir sýndu fylgisaukningu Frjálslyndra um nokkur hundruð prósenta svo nú varð að hafa hratt á hæli með viðbrögð. Allir þekkja þá sögu síðan.
Eftir stendur mál sem er stærra með slæmar afleiðingar ef illa fer en mörg þau mál önnur sem hæst er nú galað um í okkar pólitísku samkórum, misjafnlega hljómfögrum svo sem jafnan verður og sá ber auðvitað mesta ábyrgð á sem á tónsprotanum heldur.
Engin auðlegð er ómerkilegum pólitíkusum dýrari í kosningum en atkvæði heimskingjanna enda fast á þau miðað. Það skýrist með þeirri bitru staðreynd að þau eru aðgangsmiðinn að öðrum auðlindum.
Þetta er sýnilegt í dag í mörgu pólitísku efni. Líklega þó skýrast í umræðunni um stjórn fiskveiða og innflytjendamálinu.
En þessi atkvæði heimskingjanna? Þið megið nú bara eiga þau greyin mín. Ég held að okkur í Frjálslynda flokknum langi bara ekki í þau.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En Framsókn stefnir með heildrænum og samfelldum hætti á umhverfisvænan og þróttmikinn hátt á þessi sömu atkvæði svo megi byggja upp öflugt og réttlátt samfélag með samfylgni og samvinnuhugsjón að raunhæfu leiðarljósi...........
eða þannig
Ævar Rafn Kjartansson, 10.5.2007 kl. 02:17
"
Engin auðlegð er ómerkilegum pólitíkusum dýrari í kosningum en atkvæði heimskingjanna enda fast á þau miðað. Það skýrist með þeirri bitru staðreynd að þau eru aðgangsmiðinn að öðrum auðlindum.
Þetta er sýnilegt í dag í mörgu pólitísku efni. Líklega þó skýrast í umræðunni um stjórn fiskveiða og innflytjendamálinu.
En þessi atkvæði heimskingjanna? Þið megið nú bara eiga þau greyin mín. Ég held að okkur í Frjálslynda flokknum langi bara ekki í þau."
frekar fyndið.
Leifur (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 11:32
Gott hjá þér, Árni.
XF
Jón Valur Jensson, 11.5.2007 kl. 00:24
Var símtalið sem ég missti af frá Hofsós sem sagt frá þér
Ævar Rafn Kjartansson, 12.5.2007 kl. 03:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.