Skammist ykkar!

Frú Íngibjörg Sólrún Gísladóttir og maður að nafni Steingrímur J. Sigfússon, þið eigið að skammast ykkar. Skammast ykkar niður í haug. Aldrei hefur neitt fólk á Íslandi haft meiri ástæðu til að skammast sín en þið. Strax að loknum kosningum varð þjóðin vitni að því þegar þið slefuðuð framan í Geir H.Haarde og lituð hvort annað heiftaraugum. Þið sáuð líkvagn ríkisstjórnarinnar álengdar og á hnjánum nöguðuð þið til skiptis þröskuldinn á Hótal Valhöll. Vansvefta af angist og skjálfandi af ótta við að hitt yrði á undan við að leysa niður um sig og bíða lagnaðarins Félagshyggjuflokkarnir sem höfðu hamst við að gagnrýna utanríkispólitík Sjálfstæðisflokksins, innrásina í Írak, og alla lygina í kringum það. Árásina á Baug. Stóriðjustefnan og Fagra Ísland trúboðið. Einkavinagjafir og veislur með hlaðborð ríkiseigna. Skipanir frændgarðs og vina í Hæstarétt og kvótasvindl upp á milljarðatugi með eyddar sjávarbyggðir í baksýn. Milljarðabruðl í utanríkisþjónustu meðan heilsugæslustöðvar eru fjársveltar og öldruðum er vísað til vistunar eftir margrómuðu sautjándu aldar kerfi. Þetta ásamt svo fjölmörgu öðru ótöldu ætlið þið nú að færa til betri vegar með dyggri aðstoð Sjálfstæðisflokks.

Nú þegar þetta er skrifað situr frú Ingibjörg töfrandi og stuttklædd á kankvísu spjalli við hr. Haarde meðan Steingrímur situr hágrátandi í fanginu á Katrínu Jakobs. Og maðurinn er líklega óhuggandi.

Auðvitað voru ekki þeir pólitísku vitsmunir í boði hjá ykkur hvað þá heilindi í boðun félagshyggju sem til þurfti að nálgast Framsóknarflokkinn með þokkalegri virðingu og kurteisi og bjóða honum til þátttöku í breyttu pólitísku umhverfi. Því umhverfi sem kjósendur hans höfðu kallað eftir með úrslitum kosninganna. Það átti að vera öllum ljóst hvaða munur þrátt fyrir allt er á baklandi fráfarandi ríkisstjórnarflokka.

Inngróinn bjánaskapur ykkar var búinn að ganga svo frá dómgreindinni að Frjálslyndi flokkurinn var auðvitað aldrei inni í þessari mynd sem hefði gert nýja ríkisstjórn enn styrkari. Auðvitað þurfti að opna ráðuneyti Sjálfstæðisflokksins og fá fagfólk til að svæla húsakynnin og síðan lofta vel út.

Hvernig skyldi afstaða stjörnumerkja innbyrðis hafa verið daginn eftir kosningar? Daginn þegar forystumenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gengu úr augnaköllum pólitískra vitsmuna.

Á meðan ég man. Skammist ykkar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Árni.

'Eg get ekki tekið undir þessi orð þín. Þau eru þvílík heift og reiði sem býr innra með þér. að þau eru ekki marktæk fyrir mér þegar maður eins og þú sjálfur hendir þessu fram.

Orðbrag sem þú notar líkar mér ekki. Við getum tekið afstöðu um málefnin og skipst á skoðunum þótt við verðum ekki sammála um þau. Það sem pirrar þig er að Sjálfstæðisflokkurinn vil ekki Frjálslindaflokkinn með í samstarf ekki er ég hissa á því að svo sé.

Ég veit að þú ert mikill skapmaður enn þú mátt ekki láta það fara með þig á taugum. Heldur að gera athugasemdir með réttu hætti. Þá gengur það manni í haginn.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 17.5.2007 kl. 17:01

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka innlitið Jóhann Páll. Það er rétt hjá þér að mér var heitt í hamsi þegar ég settist niður við að skrifa. Ég má reyndar heita stálheppinn að sleppa við að segja eitthvað sem flokka mætti til ógætni. Sameiginlegt eigum við líklega það að telja ályktanir okkar studdar dómgreind og réttlætiskennd en þetta tvennt er sjaldgæft að menn séu færir um að dæma sjálfir. Ég hef lesið margt af því sem þú hefur látið frá þér hér á þessum vettvangi og mér sýnist nokkuð ljóst að þú gerir lítinn mun á stjórnmálaskoðunum og trúarbrögðum. Þetta er slæmt þegar um er að ræða skynsama menn. Ég er heppnari hvað þetta varðar. Engin stjórnmálasamtök eru mér neins virði ef þau misbjóða minni, oft brengluðu dómgreind og réttlætiskennd. Þetta hef ég getað sannað fyrir sjálfum mér með því að greiða atkvæði hverju sinni eftir langa og oft erfiða baráttu. Í síðustu kosningum til borgarstjórnar bauðst mér að taka þátt í prófkjöri þíns flokks. Ég neytti þess færis með því að ganga í Sjálfstæðisflokkinn og kjósa Vilhjálm Þ. í fyrsta sætið og Jóhann Pál Símonarson í annað sæti. Daginn eftir gekk ég úr flokknum. Ég valdi þig í annað sætið af því þú ert gamall sjómaður eins og ég. Frjálslynda flokkinn hef ég margt við að athuga eins og aðra stjórnmálaflokka þó ég styðji hann. Það geri ég fyrst og fremst vegna óhvikullar baráttu hans fyrir verndun stærstu auðlindar okkar og baráttu fyrir rétti fólksins í sjávarbyggðunum til lífsbjargar á eigin forsendum. Og ég styð heils hugar baráttu hans gegn því að hér á Íslandi skapist skilyrði fyrir það óhugnanlega fyrirbæri sem kallast rasismi.

Með góðri kveðju!

Bestu kveðjur! 

Árni Gunnarsson, 17.5.2007 kl. 17:36

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta sýnist mér nú hafa verið full rausnarlegt af mér að kveðja tvisvar. Sennilega er móðurinn ekki runninn af mér enn.

Árni Gunnarsson, 17.5.2007 kl. 17:40

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Árni.

Ég vil þakka þér hlý orð í minn garð. Ég mun ætíð berjast fyrir réttlæddi og vera maður fólksins það hefur ætið verið kjör orð mín. stétt með stétt Þetta eru kjör orð mín flokks sem ég mun ætið minna mína menn á.

Ég er ekki hættur í pólitík frekar mun ég á næstunni heyra frá mér ef mér líkar ekki stefna mín flokks það er á hreinu. Ég er ekki hress með nýjasta út spil Sjálfstæðismanna að hefja samstarf við flokk sem hefur unnið skilvirkt að koma illindum á milli manna. Enda er stefna ólík á milli flokka.

Þá er átt við að ganga í Evrópusambandið það vilja Samfylkingarflokkur enn Sjálfstæðismenn ekki þetta verður flókið mál.

Jóhann Páll Símonarson

Jóhann Páll Símonarson, 17.5.2007 kl. 18:26

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ríkisstjórnarmeirihlutinn Árni Johnsen var náttúrulega skelfilegur kostur fyrir Geir. En hálfvolgi miðjumoðsvellingurinn sem hann er að semja við gæti orðið næsta Framsóknarhækja með "Fagra Ísland" í ruslinu. Við verðum bara að vona.

Og... ríkisstjórn VSF og B.......... NEI! 

Ævar Rafn Kjartansson, 17.5.2007 kl. 22:24

6 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Ég skil þína gremju kæri félagi nú er komið að Samfylkingunni að standa við stóru orðin.Og rétta hlut þeirra sem eiga undir högg að sækja. Að öðrum kosti fer fyrir henni eins og Alþýðuflokknum forðum og nú Framsókn. Þeir sem standa ekki í ístæðinu gagnvart Sjálfstæðisflokknum detta bara af baki og verða úr leik ( þurkast út )

Grétar Pétur Geirsson, 18.5.2007 kl. 21:51

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Helvíti skemmtilegur pistill hjá þér Árni, þó ég sé reyndar ósammála flestu. Það er augljóst að þú hatar Sjálfstæðisflokkinn aðeins meira en Framsókn. Eða var meiningin kannski að nota Framsókn sem hækju í vinstrasamstarfi?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 17:52

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gaman að fá þig í heimsókn Gunnar. Ég vissi alltaf að þú hlaust að vera mér ósammála en það er eiginlega miku betra að vera þér ósammála. Ég held að þú sért ekki svo ólíkur föður þínum sem lagði sig nú aldrei fram við að vera sammála neinum manni, hvorki vinum sínum né óvinum. Enda man ég tæpast eftir skemmtilegri manni en honum og þekkti hann þó aldrei.

Hver meiningin var? Kannski meinti ég andskotann aldrei neitt annað en það að fá útrás fyrir mannvonskuna. Ég er í Frjálslynda flokknum og þessvegna get ég víst ekki talist vinstri maður og samkvæmt því á ég ekki að óska eftir vinstri stjórn. Ég vildi láta kaffibandalagið mynda stjórn með maddömunni og sjá svo um hvaða stefnumál yrði samið.

Ég vil ekki láta eyða strandbyggðunum með græðgi og ég vil ekki láta eyðileggja fiskistofnana með heimsku. Ég vil ekki láta eyðileggja náttúru landsins vegna heimskulegra ályktana í þá veru að þessi þjóð eigi ekki aðra kosti til sjálfbjargar en að selja orkulindirnar fyrir það skársta sem er í boði og láta erlend málmbræðslufyrirtæki halda efnahagslífinu í gíslingu til áratuga. 

Mér er ekki illa við fyrirtækin sem fengu forgjöfina og gengur vel í alþjóðlegum heimi viðskipta. En mér finnst ekki ástæða til að þau eigi lengur hagsmunagæslu í sölum Alþingis því ég ætlast til að þau séu orðin sjálfbjarga.

Og ég er ennþá bálvondur við sjálfan mig vegna þess að ég trúði nú alltaf svona hálfpartinn að þessir svokölluðu vinstri flokkar meintu eitthvað af því sem þeir sögðu.    

Heldurðu kannski að það sé eitthvað gaman að hafa verið hafður að fífli?

Með bestu kveðju og komdu sem oftast!

Árni Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 20:56

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það Árni, en mig grunar að þú sért að feðra mig öðrum en honum gamla mínum heitnum. Faðir minn hét Gunnar Einarsson fyrv. lögregluþjónn (varðhundur íhaldsins ) og tenórsöngvari

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.5.2007 kl. 14:50

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fyrirgefðu Gunnar. Mér var sagt að þú værir sonur Gunnars Bjarnasonar skólstjóra og ráðunauts í hrossarækt. En þú ert ekkert verri fyrir þann misskilning. Og auðvitað er hljómurinn sterkur og músíkin í besta lagi.

Hinsvegar syng ég 2. bassa og það skýrir auðvitað skoðanaágreininginn. 

Árni Gunnarsson, 22.5.2007 kl. 16:21

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, gaman að þessu. Sjálfur syng ég bassa í blönduðum kór og 1. bassa þau fáu skipti sem ég hef sungið í karlakór. Ólíkt bróður mínum og föður sem báðir voru 1. tenór í Karlakór Reykjavíkur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.5.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband