Gamli Snati

Las fyrir nokkrum árum smásögu frá Færeyjum. Man ennþá kjarnann úr henni því ég er minntur á hana með ákveðnu fréttaefni úr okkar þjóðlifi nægilega oft.

Færæskur bóndi átti gamlan fjárhund sem var orðinn lasburða og bóndi ákvað að farga honum. Hann lét hjeppa elta sig út á háa bjargbrún, settist niður og lokkaði hundinn til sín með kjassi, batt síðan snöru með þungum steini við um hálsinn á hundinum og henti honum  fram af.

Nú tókst ekki betur til en svo að steinninn losnaði úr snörunni og hundurinn krafsaði sig í land. Bónda brá ægilega, gnísti tönnum af reiði og krossbölvaði sér fyrir klúðrið. En nú var að ljúka verkinu og hann kveið fyrir því að nú yrði vesen með að ná hundfjandanum aftur til að fullnusta aftökuna.

Gæfan varð honum hliðholl. Hundurinn hafði enn þrótt til að skreiðast upp á bjargið. Þar settist hann niður, dillaði skottinu og horfði angistaraugum á húsbóndann. Bónda tókst fljótlega að lokka hundinn til sín með blíðmælum og nú hlakkaði í karli. Hann endurtók fyrri aðferð og nú vandaði hann sig. Hundhelvítið skyldi ekki hrósa sigri öðru sinni. Það gerði hann heldur ekki.

Meðal annara orða. Hvað skyldu margir íbúar Flateyrar geta í dag hugsað sér að hverfa frá stuðningi sínum við Einar Odd og Einar Kr.? Ég hef ekki trausta sannfæringu fyrir því að þeim hafi fjölgað að mun frá því s.l. laugardag.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Árni.

Nú er ég hjartanlega sammála þér gagnvart Flateyri það er hroðalegt að þegar ég var að horfa uppá þetta í Sjónvarpi.

Því lík taugageðhræring sem var þar i gangi var ekki nokkrum lík enda skil ég þínar áhyggjur af þessu. Frá mínu sjónarhorni var þetta ömurleg niðurstaða.,,

Enn ég spyr hvað var þessi náungi sem hefur rekið þetta í nær 20 ár hefur honum verð ljóst hvað hann hefur verið að gera var honum þetta ekki ljóst að þetta væri að fara fjandans niður. Þá spyr ég er þetta ekki honum að kenna.

Eða var þetta spurning um að fá stuðning fá ríkissjóði til að geta rekið fyrirtækið ég spyr.?  Ef þetta er rétt þá finnst mér þetta dapurlegt fyrir hann sjálfan.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 19.5.2007 kl. 01:41

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér komuna Jóhann Páll.

Ég ætlast ekki til þess að við verðum sammála í pólitík, erum báðir á þeim aldri að telja okkur menn til að hafa vit fyrir okkur sjálfir og erum líklega ekkert verr staddir í því en margir aðrir.

En það yrði að mínum dómi nokkuð fréttnæmt ef jafnstór hluti höfuðborgarbúa  stæði uppi atvinnulaus eftir náttúruhamfarir og nú blasir við í afskekktu sjávarþorpi. Höfum við Íslendingar nokkra viðurkennda verðlagningu á mannlífi en breytilega eftir búsetu?

Fiskstofnarnir eru fjöregg mikils hluta landsbyggðar. Með löggjöf frá Alþingi var allmörgum fyrirtækjum og einstaklingum gefin forgjöf til nýtingarinnar og ég held að þar hafi klaufaskapur ráðið í upphafi. Þróunina síðan hafa allir getað séð.

Þegar mikil verðmæti eru á markaði skekkist verðlagið. Skekkjan myndast í lögmálinu um framboð og eftirspurn þar sem sá sterkasti ræður. Mér hefur aldrei hugnast þetta lögmál frumskógarins vel nema í frumskóginum.

Markaðslögmálið er gífurlegur hagvaxtarhvati en fer fljótt úr böndum og skilur eftir slæm sár, öfund, illgirni og endalausa spillingu.

Sósíalismi/ kommúnismi er falleg hugsjón og tekur sig vel út á mynd. Hefur farið úr böndum hvarvetna þar sem það hefur verið prófað og skilið eftir sömu afleiðingar og fyrra dæmið +ákveðinn skammt af fátækt þegnanna.

Niðurstaða: Stjórnvöld sem hafa ekki vitsmunalega burði til að blanda leikreglur samfélagsins með lagasetningum sem taka mið af hvorutveggja eru vanburðug.

Það er ekki auðvelt að stjórna samfélaginu og ekki hægt að ætlast til að svo verði.

Uppgjöf fyrir rangri útkomu er vítaverður aumingjaháttur og þá ekki síst þegar staðreyndirnar öskra út í samfélagið.

Mér finnst ástæða til að gera veður út af svona djöfuls rangindum þó ég þekki engan mann með nafni á Flateyri og er ráðinn á að gera það meðan ég fæ að ganga laus.

Með góðri kveðju!    

Árni Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 10:36

3 identicon

Sæll Árni

Alltaf jafn hressilegt að lesa bloggið þitt. Ég er nú borinn og barnfæddur Flateyringur og leyfi mér alveg að fullyrða að margur gæti hugsað sér að láta af stuðningi við þá nafna eftir þessi ósköp. Það er þó of seint því kosningar eru yfirstaðnar.  Þeir töluðu gleitt um það hversu sjávarútvegur hefði eflst og styrkst á norðanverðum vestfjörðum. Voru þeir að plata? Eða vissu þeir ekki betur? Dæmi nú hver fyrir sig.

Hér um slóðir var rekinn mikill hræðsluáróður um  ragnarrök og heimsendi í sjávarútvegi ef skrattakollar eins og Addi og Kiddi sleggja kæmust á þing og  kaffisopabandalagsstjórn yrði hér við völd. Ég get ekki lesið annað út úr skýringum Framkvæmdastjóra Kambs en harða ádeilu á kvótakerfið og efnahagsstjórnina.

Á næsta sjómannadegi ætlum við að láta fara fram keppni í sleggjukasti til heiðurs þingmanninum okkar.

Þar sem þú ert fornfróður og víðlesinn langar mig að syrja þig hvort þú vitir eftir hvern þessi vísa er

Hér í landi lýginnar

lýðir standa hissa.

Þegar að andans aumingjar

annarra hlandi pissa.

Einhvern tímann var mér sagt að hún væri eftir káinn en hef hvergi getað fengið það staðfest.

kv sig haf

Sigurður J. Hafberg (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 22:51

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fyrirgefðu Sigurður hvað ég var lengi að svara.

Ég kann ekki þessa vísu og tekst ekki að finna hana.. Reyndar hef ég ekki leitað mikið en ég er sammála því að K. N. kemur nú fyrst upp í hugann. Vísan flæðir vel og hún er fyllt þessu storkandi fálæti til ákveðinna hópa í samfélaginu. Og svo er hún með miðríminu sem Káinn lét nú sjaldan vanta.

Ég hef á tilfinningunni að vísan sé um þýðingu á einhverjum texta í bundnu eða óbundnu máli og höfundurinn sé að lýsa fálæti sínu á hvorttveggja, upphaflega textanum og þýðingunni.

Þetta er nú bara ágiskun en,-Því miður.

Bestu kveðjur!

Árni Gunnarsson, 24.5.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband