Guð hjálpi mér!

Alveg er þetta varnarlið LÍÚ og HAFRÓ óbilandi í sínum gáfulegu ályktunum þegar talið snýst að fiskveiðráðgjöfinni. Og nú er gamli söngurinn byrjaður.

Eftir 23 ára pólitíska og fræðilega verndun nytjastofnanna í hafinu er árangurinn ráðgjöf um veiðar  í sögulegu lágmark og aðeins brot af því sem hún var í upphafi. Á þessu tímabili höfum við haft sjávarútvegsráðherra með hinn ólíkasta bakgrunn. Einn endurskoðanda, einn dýralækni og nú síðast lögfræðing.

Hvar eru vísindaniðurstöður Hafró varðandi ýmsa þætti lífríkis sjávar t.d. afdrif sandsílisins? Hvað varð um innfjarðarækjuna? Hvaða skoðun hefur Hafró á risabotnvörpunni sem við erum búin að gera að baráttumáli sjálfstæðis þjóðarinnar? Er virkilega verndarsjónarmið fólgið í botnvörpuveiðum í aflamarkskerfi og þá að sama skapi varasamt að veiða með línu og handfæri í sóknarkerfi? Svari hver fyrir sig með rökum.

En þegar póitíkusar Hafró á Alþingi eru spurðir álits á ráðgjöfinni er svarið ævinlega á þessa lund: "Auðvitað er þetta kerfi ekki gallalaust en við þekkjum bara ekki neitt betra."

Þetta svar er orðið svo fast og hefðbundið að það minnir mig alltaf á mann sem hnerrar og segir svo: "Guð hjálpi mér." Þetta svar er orðið fyrirsjáanlegt.

Þá vaknar spurningin: Getum við ekki bara sagt í staðinn- og talað af slæmri reynslu? Þetta kerfi er sýnilega svo handónýtt að við verðum að reyna eitthvað annað. Það gæti aldrei orðið verra!

Því auðvitað þekkjum við hvorki betra né verra kefi fyrr en við látum reyna á eitthvað annað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Reynda held ég að Einar K. sé stjórnmálafræðingur, en það gerir hann síður en svo hæfan til þess að fara með þennan málaflokk. Eins og þú segir þá hefur kvótakerfið fengið 23 ár til að sanna sig og það hefur komið út að það er handónýtt, en LÍÚ klíkan segir að það sé svo gott (fyrir pyngjuna) og eins og flestir vita eru það peningaöflin sem ráða.  Það er þekkt að öll veiðarfæri þróast og reynt er að gera þau hagkvæmari, en samt eru svæði þar sem banna ætti veiðar með botnvörpu.  Þegar talið berst aftur að veiðum með flotvörpu er annað uppi á teningnum.  Flotvarpan veiðir alls staðar og ekki þarf að taka tillit til þess hvernig botn er (af augljósum ástæðum).  Þetta þýðir að fiskurinn er hvergi óhultur og hægt er að veiða hvaða tegund sem maður vill í flotvörpu.  Þegar ekki er hægt að ná loðnu í hringnót, vegna þess að hún liggur of djúpt, þá er hún bara tekin í flotvörpu.  Þannig er allt æti tekið frá þorskinum og hann étur sín eigin seiði til að fá eitthvað að éta.

Jóhann Elíasson, 19.6.2007 kl. 22:09

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þess vegna segi ég:

 Við þekkjum ekkert verra fiskveiðistjórnkerfi en þetta.

Árni Gunnarsson, 19.6.2007 kl. 22:44

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

100% sammála.

Jóhann Elíasson, 19.6.2007 kl. 23:41

4 identicon

Prófa færeyskakerfið... Trollin og togararnir út fyrir 200 mílurnar. Bátarnir með net og þessháttar útfyrir 12 mílurnar. Trillur, lína og færi veiða hvar sem er hvenær sem er og eins mikið og þau geta. Enginn kvóti á línu og færi. Bara veiða. Hvernig hljómar þetta?

Stefán Sturla (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 14:28

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú mátt nú ekki gleyma lögfræðingstittinum sem kom á eftir endurskoðandanum og var ekki hótinu betri, leiddi m.a. í lög andskotans skepnuskapinn ens og hann er í dag, framsalið, veðsetninguna og allt það versta sem við höfum í þessu séð. Ég minnist ekki að neinn þeirra hafi verið eins rosalega djúpt í vösunum hjá Kristjáni Ragnarssyni yfir-LÍjúgara. Studdi þennan drullusokk með ráðum og dáð til að koma honum til þingmennsku hér í kjördæminu, dró gamlar frænkur og allskonar fólk til að kjósa í prófkjöri og það gekk allt eftir, en ég minnist ekki að hafa nokkru sinni á ævinni orðið fyrir öðrum eins vonbrigðum í nokkru máli, og hef ég nú marga fjöruna sopið hvað það varðar. En eins og sagt er, lengi skal manninn reyna. Andskotans ómenni......að ekki sé meira sagt og ég hef fyrir því vissu og sannanir...en það eru ótrúlega margir sem halda að þetta sé maður...

Stefán, það er ekkert bara veiða, stóru bátarnir, (þessu er skipt í tvö línukerfi) eru með svona u.þ.b. 140-180 daga, einn bátur hefur 276 daga en það eru dagar af 2,5 bátum, svo það eru verulegar hömlur, en þeir mega veiða eins og þeir geta þessa daga, það er laukrétt.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.6.2007 kl. 23:25

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég ætla að láta vaða með þetta, þó að mér finnist það ekkert endilega sérlega geðfellt.

Fiskveiðistjórnunarkerfi íslendínga snýst ekki endilega um það hver er ráðherra sjávarútvegsmála hverju sinni.  Sá sem að setti kvódakerfið á, átti hagsmuna að gæta, fyrir sinnar famelíu skuld.  Sú skuld er líklega að fullu greidd, enda á Skinney - Þinganes nú allann kvódann í hanns heimabyggð.

Lögfræðínginn ræði ég ekki um, enda snýst brandarinn um hvað er að lögfræðíngi sem að er grafinn niður í sand upp að öxlum eiginlega um að ekki sé til nógu mikill sandur.

EKG, var útgerðarstjóri í fyrirtæki pabba síns, á velmegunartíma útgerðarfyrirtækja á íslandi.  Honum ekki bara tókst að gera fjölskyldu útgerðina fallít, heldur felldi fjölskyldufyrirtækið í leiðinni, byggingarfyrirtækið, verslunina & restina.  Á tíma velmegunnar í útgerð.  Það er hæfileiki.

Þetta vita allir fyrir lángwerstan en þegja flestir um, en hann er ráðherra sjávarútvegs í dag.  Werztferðíngar eru Werztuferðíngum stöndöm verrastir en sumir þar eru meira frjálslyndir en aðrir í dag.

En þessir einstaklíngar einhverjir eru nú máske ekki mestu glæpamennirnir í dæminu.

Glæpurinn felst fyrst & fremst í pólitísku framsali á auðlindinni í heild.

Ekki í  ráðleggíngum Hafró, ekki hvernig ráðandi ríkisstjórnarflokkar hafi látið þær sem vind um eyru þjóta.  Heldur máske meira hvernig þeir sem að ráða í þeim flokkum, sem að endilega eru ekki þar í framsvari hafa otað sínum tota í það að fá alltaf sitt fyrir, hvernig sem að útdeilt er.

Eina sem að blívar í mínum huga er að aftaka kvótakerfið í heild, setja upp nýjann núllpúnkt & stokka spilin upp á nýtt.

Innan flokksins míns fyrrum er víða uppi sú stefna að kaupa þurfi aftur kvótann af útgerðarfyrirtækjunum, á þeim forsendum að menn hafi lagt fjármuni í kaup á óveiddum fisksporðum, sem að rýrna núna.

Tökum þá hvert einstakt tilfelli fyrir, í því.

Rifjum líka þá í leiðinni upp að þegar bjarga átti skipasmíðaiðnaðinum á Íslandi með raðsmíðaverkefnum á minni skuttogurum með ásettum kvóda, þá leigðu kaupendurnir kvódann út á meðan skipin voru í smíðum, & sendu skipin á Flæmska hattinn eftir á, fóru í málsókn við skipasmíðastöðvarnar á eftir & græddu ekki bara skipin, heldur kvódann líka sem að einn & sér borgaði upp verðin á skipunum.

Ekki man ég til að til séu margar skipasmíðastöðvar á Íslandi lengur, samt.  Man bara eftir 2-3 gjaldþrotum í þeim ranni. 

Líklega bæru einhverjum línubátum einhverjar bætur fyrir að hafa sett sig inn á klafann með að leigja einhver óveiddann þorsktitt fyrir.   Það eru smámunir í þjóðarhagsmununum.

Það er alltént mín skoðun.

S.

Steingrímur Helgason, 21.6.2007 kl. 00:41

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Málið snýst ekki um það hver sé sjávútvegsráðherra, það er rétt hjá Steingrími en með því að telja þá upp og segja frá því hvaða bakgrunn þeir hafa, er verið að sýna fram á það að það getur hvaða "vitleysingur" sem er orðið sjávarútvegsráðherra ef hann er á "réttum stað" í pólitík. 

Jóhann Elíasson, 21.6.2007 kl. 12:05

8 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Einusinni var múrari í þessu embætti.Hann kom m.a.í veg fyrir að Guðmundur Jörundsson fengi að byggja skuttogarra þegar hann byggði B/V Narfa.Talandi um síðutogara þá voru þjóðverjar hættir að byggja þá á þessum tíma Narfi,Sigurður og systurskip Sigurðar voru síðustu síðutogarar sem byggðir voru í Þýskalandi.Og aftur talandi um síðutogara þá voru þ16 febr.síðastliðinn 60 ár liðinn síðan það mikla afla og happaskip Ingólfur Arnarsson sigldi fánum prýddur inn í Reykjavíkurhöfn.Þá fullkomnasta fiskiskip í heimi.Fyrsta fiskiskip í heimi með ratsjá t.d.Ekki einn einasti frammámaður kom að þessu í ræðum sínum á Sjómannadaginn.Mér finnst það íslenskum stjórnvöldum til ævarandi skammar að þetta mikla happaskip skyldi vera selt í teskeiðar til Spánar.Svokallaðir"Nýsköpunartogarar"ásamt"Svíþjóðarbátarnir"áttu sinn þátt í þessari svokölluðu"velmegun"sem allir tala um í dag en bara nokkrir útvaldir fá að njóta.Mér fannst þessi þáttur í Sjónvarpi allra landsmanna á sjómannadaginn vera fyrir neðan allar hellur.Ég var svo"skúffaður"að neðsta skúffan hefði verið nóg.Þetta voru að megninu til myndir teknar um borð í enskum togurum.Og 2 af viðmælendunum voru engir togaramenn þótt þeir væru kynntir sem slíkir.Ég var svo fúll að ég hringdi í vin minn Hafliða Magnússon sem kom þarna fram og hann sagði mér að stúlkan sem framleiddi þessa mynd hefði sagt sér að hún ætlaði að gera mynd um lífið um borð í"síðutogurum"ekkert helv.... "shanghæ"Satt að segja finnst mér þáttur þessara skipa í sögu þessarar þjóðar vanræktur.Það má segja að þeir lifðu sitt"niðurlægandi"tímabil eins og Skúturnar þegar þær voru að syngja sitt síðasta.En Gils Guðmundsson gerði þeim vegleg skil í 2 eða þremur bindum af"Skútuöldinni.Jæja það sem átti að vera örfá orð um múrara sem varð Sjávarútvegsráðherra(sem var af sjómannsættum)urðu að langloku um alltönnur mál og ég biðst forláts,Maður getur alltaf espað sig upp eiginlega í öllu sem viðkemur þessum málaflokki sem kallast Sjávarútvegsmál:Góðar stundir.

Ólafur Ragnarsson, 22.6.2007 kl. 21:45

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og þið vitið heyrir maður margar góðar sögur til sjós. Hér Kemur ein:

Á síðutogara, hér í "den" var verið í "jólatúr".  Eitt sinn var verið að taka það, eitthvað gekk nú brösuglega, kallinn var í brúnni og eins og lög gera ráð fyrir var hann í glugganum.  Hann greip um höfuð sér og veinaði:  Æ,æ,æ það verða engin jól í landi.  Það varð alveg verkfall ádekkinu og einn stundi upp: Af hverju?  Þá svaraði kallinn:  Vegna þess að allir jólasveinarnir er um borð hjá mér.

En nú á það við að ég held að allir jólasveinarnir séu á HAFRÓ og leppalúði sé í sjávarútvegsráðuneytinu og að Grýla sé dulnefni og hún heiti með réttu LÍÚ.

Jóhann Elíasson, 22.6.2007 kl. 23:27

10 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sami skipstjóri sagði eitt sinn er honom fanst ekkert ganga"Eftir hverjum andsk...... eru þið að bíða endurkomu Krists eða hvað?"""

Ólafur Ragnarsson, 23.6.2007 kl. 05:33

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ólafur getur þú sagt mér hvaða skipstjóri þetta var og á hvaða togara?  Það er greinilegt að það hafa komið mörg gullkorn frá þessum manni og það væri nú ekki vitlaust að þú rifjaðir einhver þeirra upp fyrir okkur.

Jóhann Elíasson, 23.6.2007 kl. 08:30

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég gleymdi því þakka þér fyrir Ólafur.

Jóhann Elíasson, 23.6.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband