Aumingja Tony Blair

Nú er Tony Blair búinn að taka pokann sinn. Samkvæmt fréttum olli brotthvarf hans úr ráðuneytinu öllum breskum þingheimi sárum klökkva. Samkvæmt sömu fréttum fær hann greidd laun í þrjá mánuði í viðbót og síðan ekki neitt fyrr en eftirlaun við 65 ára aldur.

Þessi viðskilnaður þætti nú þunnur þrettándi á Íslandi! Sú spurning vaknar hvort fréttir af eftirlaunum íslenskra ráðherra hafi ekki borist til Englands? Eiga þeir virkilega ekki seðlabanka í því frumstæða landi?

Nýlaga heyrði ég í fréttum að Norðmenn hefðu bara einn seðlabankastjóra og hann væri með 1,1 milljón íslenskar á mánuði! 

Skyldi "velferðarkerfi" íslenskra stjórnmálamanna vera einsdæmi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Farið hefur fé betra.  Það er fagnaðarefni að Blair skuli loksins hrökklast úr embætti með skömm.  Þessi maður hefur gegn betri vitund verið undirlægja böðulsins frá Texas og fylgt honum eins og í blindni líkt og flaðrandi hundur upp um húsbónda sinn.  Ekki bara í kolólögri innrás í Írak.  Líka í flestum öðrum utanríkismálum.  Til að mynda stuðningi við innrás Ísraelhers í Líbanon. 

Jens Guð, 27.6.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

"velferðakerfi" Íslenskra stjórnmálamanna er það "besta"í heimi eins og "fisveiðistjórnunarkerfið".

Jóhann Elíasson, 28.6.2007 kl. 13:42

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er eiginlega fréttnæmt frá Íslandi hvað sambakaklóreríið hjá fyrrum þinghöfðíngjum er fljótt að gleymast, jafnvel í gúrkutíð.  Í landi breta gerir gula pressan út af við allar persónur í opinberum embættum ef að upp kemst um spillíngu hjá þeim í starfi.  Jú & ef að þeim verður á eitthvert framhjáhaldið, hvað þá að stinga í stúf.

Hér er sko önnur Ellan, hér sussumsveia menn í blöðum í nokkra daga, & flibbarnir í verkalýðshreyfíngunni hóta ýmsu 'sko þegar næst kemur að  samníngum', en það að máttvana mjálm, sem að verður jafn auðgleymt, þegar kemur að því að standa við stóru orðin.

S. 

Steingrímur Helgason, 29.6.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband