Hryðjuverk fjölmiðla.

Gefum okkur að þessar grunsemdir eigi stoð í veruleikanum. Hvað þá um rannsóknarhagsmuni? Ekkert er gerendum svona glæpa mikilvægara en vitneskjan um að grunur beinist að þeim. Sjálfgefið að fyrstu viðbrögð eru að grípa til allra varna, fara huldu höfði og forða sér hið bráðasta í öruggt skjól.

Fréttagræðgi fjölmiðlanna hefur áreiðanlega forðað mörgum glæpamanninum frá handtöku.


mbl.is Ræningja Madeleine leitað í Belgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Br.

mikið er ég sammála!! Það er alveg á hreinu að ef þetta eru mannræningjar þessara blessuðu stúlku, og þeir sjá í fjölmiðlum að hringurinn er að þrengjast, þá hverfa þeir aftur!

Best er að bíða með allan fréttaflutning þangað til rannsókn er lokið!

Karl Br., 3.8.2007 kl. 16:18

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alveg er ég sammála þér núna og Karl Br. hefur lög að mæla..

Jóhann Elíasson, 6.8.2007 kl. 00:06

3 Smámynd: Halla Rut

Mikið þykir mér undarlegt að ef svo væri að stúlkan væri í haldi einhvers fólks að þau færu með hana á veitingarhús. Ég sé þetta atriði frá eilitlum öðrum sjónarhóli en þú. Það voru aðstandendur málsins sem gáfu út þessa frétta tilkynningu og á því sést að þeir vildu fréttaflutninginn. Það er nefnilega mikilvægt í svona málum að halda fréttinni lifandi. Fólk verður þreytt á löngum sögum sem innihalda engar sprengjur.  Öll þessi umfjöllun er jákvæð fyrir framtíðina. Þessi mikla alheimsumfjöllun mun svo sannarlega virka sem fæla fyrir framtíðar barnaþjófa. Eða alla vega vörn fyrir litlar ljóshærðar evrópskar stúlkur því svo mikið er víst að ef hún hefði verið dóttir ómenntaðra foreldra, svört, asísk eða eitthvað annað en hvít og ljóshærð hefðum við aldrei vitað einu sinna af því að hún hefði horfið.  

Halla Rut , 6.8.2007 kl. 15:44

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og svo aðvörun til foreldra um það að heimurinn er ekki alltaf eins og við viljum að hanns sé. Og hörmulegast af öllu að það eru börnin sem oftast verða fórnarlömbin.

Árni Gunnarsson, 6.8.2007 kl. 17:39

5 Smámynd: Halla Rut

Já einmitt hugsaði ekki út í það. VIÐVÖRUN til foreldra. 

Halla Rut , 6.8.2007 kl. 19:08

6 Smámynd: Jens Guð

  Íslensk kona varð fyrir því fyrir 20 árum eða svo að kornabarni hennar var rænt í verslunarmiðstöð í Bandóðuríkjunum.  Öryggisverðir brugðust við skjótt.  Lokuðu verslunarmiðstöðinni og tugir lögreglumann mættu á svæðið á örfáum mínútum.  Barnið,  stúlka,  fannst á kvennaklósetti.  Stelpan var ljóshærð en það var búið að stuttklippa hana og lita hárið svart.  Hún var sömuleiðis komin í strákaföt.  Steinsofandi vegna svefnlyfs. Þrátt fyrir öryggismyndavélar fannst ræninginn ekki.  Kunni greinilega á myndavélasvæðið. 

  Ræningjar ensku stelpunnar eru kjánar ef þeir fara með hana auðþekkjanlega á  veitingastað.

Jens Guð, 11.8.2007 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband