Lakkrísmálið í Kína

"Fréttablaðið bregst Baugi" er fyrirsögn á bloggfærslu Páls Vilhjálmssonar frá 19. þ.m.

Ég vil hvetja alla þá sem áhuga hafa á að kynnast okkar spillingarlausa samfélagi að lesa þessa færslu.

Þar á ég fyrst og fremst við síðustu athugasemdina sem er frá Erlingi Þorsteinssyni bloggvini mínum.

Það vekur athygli mína að nafngreindir menn sakaðir um jafnalvarlega glæpi og þar er um að ræða skuli ekki krefjast dóms um meiðyrði. Þarna er nefnilega um að ræða þekkta embættismenn og stjórnmálaforingja sem ættu að telja mannorð sitt meira virði en svo að undir slíkum áburði verði setið.

Hér er um að ræða annaðhvort geðsjúkan rógbera ellegar upplýsingar um stærsta misferli í viðskiptum sem ég hef séð dæmi um.

Ekki tek ég afstöðu til raunveruleikans í þessu máli en áskil mér leyfi til grunsemda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég er enn að reyna að melta þetta en framsóknarspillingarlyktin er yfirþyrmandi þó hún komi kannski annars staðar frá!

Ævar Rafn Kjartansson, 21.8.2007 kl. 23:54

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég hef ekki ennþá verið lögsótt um meinyrði varðandi bréf sem ég skrifaði til allra Alþingismanna dags. 4. nóvember 2003.... Bréfinu svaraði enginn þeirra sem það fékk.... Í framhaldinu vegna alvarleika málanna sem ég rakti þar, setti ég bréfið á heimasíðu til þess að sannleikurinn hyrfi ekki og hef síðan þá gefið slóðina á bréfinu upp og bréfið fengið umfjöllun á bloggi margra bloggvefja. Slóðin er http://mal214.googlepages.com

Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.8.2007 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband