Söngur ferjumanna á Volgu

Ég missti af Óskastundinni hennar Gerðar G. Bjarklind á Gufunni í morgun og þótti það slæmt. Mér finnst alltaf gaman að þessum þætti því þar rifjast upp svo margt úr fortíðinni þegar útvarpið var eini afþreyingarmiðillin í sveitinni. Kunningi minn sem hefur þessa sömu áráttu sagði mér að ég hefði ekki misst af miklu.

 Eina lagið sem hafði að hans sögn verið hlustandi á var rússneska lagið, Söngur ferjumanna á Volgu sungið af Kór Rauða hersins. Laginu sagði hann að hefðu fylgt alúðarkveðjur til Sturlu Böðvarssonar frá einhverjum Jo Grimson á Írlandi.

Ég trúi nú ekki öllu sem ég heyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Árni, þú getur farið á vef Ríkisútvarpsins, www.ruv.is og hlustað á þáttinn þar.

Ég sit stundum hér í Danmörkinni og hugsa til gamalla daga þegar maður var hjá afa og ömmu, hvort sem það var í Brekkukoti eða á Frostastöðum og þá kveiki ég á þáttum Gerðar. Verulega ljúft að hlusta á þetta.

Rúnar Birgir Gíslason, 25.8.2007 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband