Ábending um þvaglegg

Það er löngu vitað að mikilvægi hluta hefur ekkert með stærð þeirra að gera. Varla man ég dæmi um  neinn þann hlut sem komið hefur viðlíka róti á sálarlíf þjóðarinnar og hinn margumræddi þvagleggur lögregluembættisins á Selfossi.

Nú er það síðbúin ábending að þessu mikilvæga hjálpartæki réttlætisins verði komið fyrir á safni, t.d. Byggðasafninu í Skógum svo seinni tíma kynslóðir geti skyggnst inn í tækniheim löggæslu á Íslandi í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar. Jafnframt gætu afkomendur okkar þá líka skipst á skoðunum um notkun tækisins í gúrkutíð fréttaefnis.

Líklega er nú of langt gengið að fara fram á að gripnum fylgi myndir af öllum þeim sem að málinu komu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skiptar skoðanir virðast vera meðal lærðra um hvort þessi þvagleggsaðgerð var nauðsynleg vegna sönnunar sekt konunnar. Ef ekki var nauðsynlegt að fá sýnið, þá fellst ég að sjálfsögðu á að þetta var óþarfi. Ef hins vegar smuga hefði verið að konan slyppi við makleg málagjöld með mótþróa sínum, þá átti hún ekki að komast upp með það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.8.2007 kl. 00:00

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Drukkinn sem ódrukkinn ber hver maður ábyrgð á orðum sínum og gerðum, svo einfalt er það. Kona/maður sem hrækir í andlit annarar persónu og hótar henni að slíta höfuðið af börnum hennar nær ekki minni samúð og mun aldrei gera.

Lögreglumennirnir voru við skyldustörf og mótþrói við lögreglumann í starfi er aldrei leyfður. Allir eiga svo þann skýlausa rétt að leiða lögregluna til ábyrgðar eftirá fyrir misbeitingu valds. Misbeiting lögregluvalds er því miður alltof algengt.

Ég fæ nú ekki séð að krafa um að láta þvagsýni af hendi með eðlilegu móti sé misbeiting valds.

Mér er sagt að leit í endaþarmi og leggöngum sé algeng ef grunur leikur á að þar finnist ólögleg fíkniefni.

Mér sýnist mestur vafi leika á tvennu: Var þessi taka á þvagsýninu framkvæmd af fagfólki með viðurkenndum öryggisráðstöfunum? 

Hitt atriðið er yfirlýsing sýslumanns um að svona vinnubrögð séu algeng þegar um karlmenn er að ræða!

Svo held ég að mínum ályktunum um þetta vandræðamál sé lokið.

Árni Gunnarsson, 25.8.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband