Fleiri verslanir

Var að hlusta og horfa á fréttir Stöðvar 2. Þar kom fram að vöruverð í verslun Ikea er allt að 70 % hærra á Íslandi en í Svíþjóð! Þetta er útkoman úr handahófskenndum samanburði að sögn fréttastofunnar.

 Merkilegt!

Nýlega átti ég tal við mann sem var nýkominn heim eftir ársdvöl í Skotlandi ásamt fjölskyldu sinni. Ekki man ég nafnið á bæjarfélaginu sem taldi 100,ooo íbúa. Þar var EINN stórmarkaður og engin verslun með byggingavörur. Þar þótti ekki ástæða til vegna þess að til næstu borga var ekki nema hálftíma til klukkustundar ferð með lestum.

Er hugsanlega einhver skýring á háu vöruverði á Íslandi?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

E ?

Kínverskar bítlaspólur ?

Eru þeir allt í einu farnir að virða höfundarlög annara þjóða, frekar en að að afrita & fjölfalda?

En rétt verð fer alltaf eftir því hvað bjáninn er til í að kaupa vöruna á, það er rétt hjá Erlingi, að heiminum er skipt upp í markaðssvæði, IKEA er ekkert öðruvísi en önnur fyrirtæki.

Ofneyslan & ofurauglýsta markaðsetníngin er að drepa okkur í þessu.  Við þurfum allt strax í gær, & pirrumst ef að það er kílómeter á milli bensínstöðva.

IKEA minnir mig alltaf á ágætt lag bítlanna fyrrnefndu, "The Bird Has Flow", (Norwegian Wood).  Ágætis eldiviður alltént.

S.

Steingrímur Helgason, 31.8.2007 kl. 01:11

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það sem ég var nú að velta fyrir mér var allur þessi fjöldi verslana sem búið er að planta niður í okkar fámenna akri. Óþrjótandi kaupafíkn virðist vera svo inngróið þjóðareðlinu að engin takmörk eru í sjónmáli.

 Það er mikil fásinna ef einhver trúir því að þessi umframfjöldi verslana hafi ekki áhrif á vöruverð.

Árni Gunnarsson, 31.8.2007 kl. 10:23

3 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Og ekki nóg með fjölda þessara búða, þær eru meira og minna opnar allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

Hér í Árósum er nýlega farið að hafa matvörubúðir opnar á sunnudögum, þannig var það ekki þegar ég flutti hingað og mér þótti það skrýtið. Það vandist svo og mér þótti það bara gott, sunnudögum eyddi maður með fjölskyldunni við að gera eitthvað skemmtilegt.

Rúnar Birgir Gíslason, 31.8.2007 kl. 10:27

4 Smámynd: Steinn Hafliðason

Hátt vöruverð skapast meira af því hvað íslendingar eru lélegir neytendur. Þ.e. þeir virðast láta bjóða sér hvaða verð sem er í staðinn fyrir að versla ekki þar sem varan er dýr.

Steinn Hafliðason, 31.8.2007 kl. 11:02

5 Smámynd: Jens Guð

  Oft er vitnað til þess að íslenski markaðurinn sé svo lítill.  Ísland sé eyja fjarri meginlandi Evrópu og annað í þá veru.  Ég er með annan fótinn í Færeyjum.  Þar eru íbúar 49 þúsund.  Þessi rök virka ekki.  Matvælaverð í Færeyjum er lægra en á Íslandi.  Í Færeyjum kaupi ég geisladiska á 1600 kall sem kosta 2399 á Íslandi.  Jafnvel íslenska diska. 

Jens Guð, 1.9.2007 kl. 01:53

6 Smámynd: Halla Rut

Merkilegt þetta með Færeyjar Jens.

Flutningskostnaðurinn hingað til lands er fáránlegur. T.D. flutti ég gám frá Kína. Kína fékk tilboð í flutninginn sem var fyrir utan uppskipun hér. Eimskip rukkaði mig 100.000. fyrir að hífa gáminn upp og keyra hann til mín. Að setja gáminn í skipið í kína og sigla með hann alla leið hingað með stoppi í Rotterdam kostaði 270.000. Ég held að þarna liggi hluti af ástæðunni. 

Halla Rut , 1.9.2007 kl. 03:11

7 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Já við erum slappir sundraðir neytendur, það er stór hluti af þessu vöruverði... við látum bjóða okkur það. Eru ekki alvöru neytendaráðuneyti sumstaðar hér í kringum okkur? Neytendaþættir eru reglulega í sjónvarpi á Norðurlöndum, aðhald frá neytendum er allt annað og meira en hér. Dæmi eru um að neytendur í Svíþjóð sniðgangi skipulega vörur sem eru of hátt verðlagðar að þeirra mati. Þá standa talsmenn neytenda (viðskiptavinir) við kælinn í stórmarkaðnum benda hver öðrum á óréttlætið. Svona mætti lengi telja.

Jón Þór Bjarnason, 2.9.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband