15.10.2007 | 16:29
Vegna aðdraganda óvæntra atburða
Borgarstjótnarmeirihlutinn sprakk með hvelli. Atburðarás að þeim tíðindum var óvænt og hraðari en svo að þeim sem hlut áttu að máli tækist að forða slysinu með opinskárri umræðu og drengskap.
Nú þegar nýir þættir þessa máls eru að gerjast dettur mér í hug ferskeytla sem ég hef lengi kunnað en líklega aldrei lesið á prenti. Þess vegna má vera að hún sé ekki að öllu rétt rituð hvað greinamerki áhrærir.
Ég hef nú um nokkra daga setið undir áskorun frá Hjördísi Kvaran Enarsdóttur þess efnis að setja inn vísu til að leyfa lesendum að spreyta sig á við að finna höfund. Mér finnst ég sjá skírskotun í vísunni til atburða liðinna daga.
Yfir flúðir auðnu og meins
elfur lífsins streymir.
Sjaldan verður ósinn eins
og uppsprettuna dreymir.
Og nú er spurt: Hver er höfundur þessarar vísu sem ég tel vera í flokki þeirra bestu sem kveðnar hafa verið?
![]() |
Fjármálaeftirlitið gerir athugasemdir við stofnun eignarhaldsfélags |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Facebook
Athugasemdir
Ekki mikið mál að gúggla þetta! Höfundur:Sigurður Nordal prófessor f.1886 - d.1974
Lilló (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 16:49
Að sjálfsögðu rétt. Mér þætti þó vænt um ef þetta yrði til þess að koma þessari snilld inn í þjóðarsálina á ný og jafnframt beina athyglinni að verkum þessa spekings sem mér finnst hafa þokast til óverðskuldaðrar fjarlægðar.
Árni Gunnarsson, 15.10.2007 kl. 17:23
Það er margt hægt að segja í fjórum línum. Flott vísa. Kveðja.
Eyþór Árnason, 15.10.2007 kl. 18:50
Hræddur er ég um, að ég og Villi gætum ekki munað þessa vísu! Við sem munum hvorki hvaðan við erum að koma né hvert við erum að fara. Hvað þá að við munum, hvað við erum að fara. Ég hef áhyggjur af þessu. Ég verð að segja það!
Auðun Gíslason, 15.10.2007 kl. 21:38
Það var nú þegar það var Auðun. Verst að ég held að nú séu pólitíkusar hættir að hafa áhyggjur af nokkru öðru en kaupréttar-og starfslokasamningum.
En mikið sakna ég trésmiðsins sem var orðinn heimilisvinur allrar þjóðarinnar þó hann gleymdi nú af og til smáræði eins og tveim togararæflum frá Póllandi.
Ég verð að segja það!
Árni Gunnarsson, 15.10.2007 kl. 22:58
Góð vísa Árni!
Ég ætla að vita hvort ég sé betri en fyrrv. borgarstjóri vor og geti lært vísuna. Hann hefur alltaf verið með pappírsnepla og vissi stundum ekki alveg hvað á þeim stóð, þó svo hann væri að tala við fjöldann allan af fólki.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.10.2007 kl. 10:35
Visan er snilld,og við lærum hana/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 19.10.2007 kl. 17:50
Glæsileg staka.
Jens Guð, 21.10.2007 kl. 22:15
Sæll afi minn. Langaði bara að skilja eftir mig spor úr því að ég viltist inná síðuna þína.
Kveðja úr fallegasta firði Íslands!
Marsibil (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 23:06
Notalegt að fá svona kveðju frá svona fallegum arfbera úr þessum fallega firði.
Bestu kveðjur til baka frá afa gamla.
Árni Gunnarsson, 23.10.2007 kl. 22:12
Ha ! Er hún í Tálknafirði ?
Níels A. Ársælsson., 26.10.2007 kl. 20:46
Jæja, Árni minn. Alltaf gaman að lesa bloggin þín, vísurnar og gáturnar. Nú legg ég fyrir þig eina.. vona að hinir vitringarnir stilli sig um að skemma fyrir með "gúggli" og kjafti frá.
-Hvaða sveitungi okkar orti þessa og við hvaða tækifæri?
Eru fjögur undir mér
eistun dável sprottin.
Af öllu hjarta þakka þér
þessa sköpun, Drottinn!
....
Á nú samt von á að þetta vefjist ekki fyrir þér.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.10.2007 kl. 20:31
Nei, nei, Helga mín, þetta vefst ekki fyrir okkur Skagfirðingunum.
Þassaðu þig á þessum bölvuðum óþjóðalýð þarna í Lundúnum og farðu að búa þig undir að koma heim.
Við þurfum að fara að frelsa þetta land!
Árni Gunnarsson, 29.10.2007 kl. 15:50
Manstu þá eftir þessari frá öðrum snillingi?
Á sunnudögum sýp ég vín
samkvæmt manna lögum.
Þessvegna er ég miður mín
á mánu- og þriðjudögum.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.10.2007 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.