Kaldárdalur!

Hvar skyldi nú þessi Kaldárdalur vera! Líklega er hér átt við Kaldadal sem er nú þekkt ökuleið yfir sumarið.

Svona fréttir eru reyndar orðnar afar algengar í dag. Þessi aukna menntun (svonefnd) þjóðarinnar hefur skilað sér svo rækilega að nú má heita vonlaust að sjá frétt ritaða á óbrenglaðri íslensku. Lesnar fréttir missa gjarnan marks vegna þess að hlustandinn heyrir ekki nema hluta hennar en liggur öskrandi af hlátri vegna ambögusmíða sem dynja á honum.

Ekki lagast nú þegar fréttameistaranir grípa til gamalla máltækja. Þeim er oftar en ekki breytt svo snilldarlega að fátt er þar kunnuglegt. Og venjulega eru þau notuð í tenglum við efni eða ályktanir með öllu óskyldu upprunalegri merkingu eða þverstæðu.

Gamla horrollan sem orðin var vonarpeningur á bænum hefur öðlast reisn á ný á tungu þjóðarinnar. Nú er ungur pólitikus orðinn helsti vonarpeningur flokksins!


mbl.is Leitað að manni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála síðasta ræðumanni!

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 20:02

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og nú kemur mér í hug fréttin af manninum sem var svo hægfara að í stað þess að þumlunga sig áfram þá "þunglamaði" hann sig áfram!

Árni Gunnarsson, 4.11.2007 kl. 21:58

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Horrollan - Vonarpeningurinn. (..og þá hló þingheimur.. hehe)

Hún var ekki á vetur setjandi

og þessvegna étandi.

(.. og Helgan veltist um af hlátri þegar hún sá fyrir sér pólitíkusinn í piranabúrinu..)

(..og ekki læknaðist hláturkrampinn þegar henni varð hugsað til þess þegar angans veslingurinn fattaði hvað nafngiftin sem hann hafði borðið svo undur stoltur í raun og veru þýddi..)

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.11.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband