Söknuður og þakklæti

Fallinn er Guðmundur Jónsson óperusöngvari.

Þetta er í mínum huga mikil frétt og jafnframt vekur hún upp margar góðar minningar. Guðmundur var risi í íslensku tónlistar-og menningarlífi um áratuga skeið. Hann var frábær söngvari og listamaður sem átti stórt rúm í hjörtum okkar sem komin erum yfir miðjan aldur.

Margir eiga eftir að minnast hans í ræðu og riti.

Ég minnist hans með miklu þakklæti og sendi ástvinum hans samúðarkveðjur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já það er söknuður af góðum mönnum. Guðmundur var orðin heilsuveill síðustu misseri, en hann dvaldi á Droplaugarstöðum.

Guðmundur var ekki eingöngu góður söngvari, heldur var hann mjög skemmtilegur maður, kom afar vel fyrir sig orði.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 5.11.2007 kl. 23:05

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jahérna, þú segir fréttir! Magnaður söngvari og hann kenndi bróðir mínum söng í nokkur ár.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2007 kl. 23:34

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Mikið er ég sammála þér Árni, Guðmundur Jónsson Var frábær söngvari og skemmtilegur maður með húmorinn í lagi. Eitt langar mig að minnast á í sambandi við fráfall Guðmundar og þetta á reyndar við um marga aðra. Að minu mati á ekki að vera að birta myndir af þessum mönnum þegar þeir eru orðnir hrumir og veikir, það á miklu frekar eins og sjónvarpið gerði að birta myndir þar sem viðkomandi er í fullu fjöri, svoleiðis viljum við minnast þeirra sem eru fallnir frá.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.11.2007 kl. 21:10

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Líklega er það smekksatriði.. En hans verður saknað. Og hans verður réttilega minnst sem "eins af þeim stóru".

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.11.2007 kl. 03:50

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég þekkti Guðmund töluvert, ég afhendi þmyndina sem að kom í mbl sjálf til blaðamannsins. Þetta var mynd sem Guðmundur vildi að færi í fjölmiðla að honum látnum. Hann vissi að hverju stefndi og var búin að ákveða margt, eins og þetta með myndina.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 9.11.2007 kl. 23:02

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka ykkur öllum fyrir innlitið.

Mér þótti við hæfi að bloggheimur okkar léti sig varða um þessi tíðindi og þess vegna vakti ég athygli á þessu hér.

Minni tíðindi en þetta fá oft mikla umfjöllun.

Árni Gunnarsson, 10.11.2007 kl. 20:31

7 identicon

Þakka hlýleg orð í garð afa míns en langar að koma því á framfæri að hann hefði óskað frekar eftir mynd þar sem hann var upp á sitt besta milli fimmtugs og sextugs, þegar hann var sjálfur í fullu fjöri sönglega. Enda var myndinni breytt fyrir formála minningargreina.

Þóra (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband