Hinn frjálsi markaður

Það er ekki einleikið hvað mér gengur erfiðlega að skilja lofsöng frjálshyggjumanna um "hinn frjálsa markað." Margar lærðar greinar þessara sérfræðinga um hið fullkomna samfélagslíkan þar sem markaðurinn er allsráðandi hef ég lesið og skilið það eitt að þroski minn er neðan við skilningsmörk þessa einfalda sannleika.

Fyrir skemmstu seldi ríkið eignir sínar á Miðnesheiði til fjárfestingafélags og verðið var fáránlega langt neðan við fáránlegustu lágmörk. Þessu mótmælti einn þingmaður úr flokki Vinstri grænna sem eins og allir vita er flokkur kommúnista sem- eins og allir líka vita hefur ekki vit á viðskiptum.

Til að ræða þetta fékk Arnþrúður Karlsdóttir útvrpsstjóri Sögu, formann fjárlaganefndar Alþingis, samfylkingarmanninn Gunnar Svavarsson. Arnþrúður vildi fá svar við því hversvegna þessar íbúðir hefðu ekki verið seldar eftir tilboðum? Hversvegna þær hefðu ekki verið seldar á frjálsum markaði?

Samfylkingarmaðurinn svaraði þessu með hálfgerðum hundshaus og sagðist ekki hafa fengið í hendur öll gögn um málið. En hann lagði dálitla vinnu í að skýra það fyrir útvarpsstjóra Sögu og þá líka okkur hlustendum að það hefði verið ábyrgðarhluti að setja þessar íbúðir á frjálsan markað.

Það hefði borið í sér þá hættu að söluverðið hefði orðið lægra en íbúðarverð dagsins í dag og hefði komið óróa á fasteignamarkaðinn. Markaðsverð íbúða hefði mjög líklega lækkað.

Jafnframt hefðu spákaupmenn í byggingaiðnaðinum getða orðið fyrir hnjaski þegar eftirspurn hefði minnkað.

Þessi maður Gunnar Svavarsson er EKKI sjálfstæðismaður, hann er samfylkingarmaður.

Á tímabili hélt ég að ég væri að hlýða á boðskap Hannesar Hólmsteins.

Hinn frjálsi markaður mun gera okkur frjálsa með því að þar gildir lögmálið um framboð og eftirspurn. Þetta tel ég mig hafa eftir ármönnum frjálshyggjunnar og með tilvitnunum í alla helstu postula hennar, við hverra fótskör Hannes Hólmsteinn að eigin sögn sat á sínum námsárum og teygaði af þeirra tæru vísdómslindum.

En nú vitum við það að frelsi markaðarins er auðvitað háð því að það tryggi spákaupmennskunni hagnaðinn. Markaðskerfið er ónýtt ef hinn sauðsvarti almúgi getur hagnast. Þá verða stjórnvöld að taka í taumana.

Og um það eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hjartanlega sammála.

Ætli margir ali lengur í brjósti von um að upp úr þessu stjórnarsamstarfi slitni?

Ætli nokkurn undri núna hversvegna Samfylkingunni hugnaðist ekki vinstri stjórn?

Hafi ég farið hérna rangt með eitthvað þá er það ekki í fyrsta skiptið sem mér verður það á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef einhvern tímann þér verður nú eitthvað á í okkar bloggeríis spjalli, þá mátt þú alveg vita & treysta mér til að þora því nú að vanda þér til um, en með áskapaðri virðíngu minni fyrir þinni persónu & vonandi einhverri kurteisi.

Ég læri mikið af því að lesa þitt bloggerí, meta þínar skoðanir & þarna skrifaðir þú einmitt um kjarna málsins, Samfó er í saumó með Sjalló.

Bara til þess að lifa af í næstu kosníngum, frekar en að þynnast út í læðínginn.

Fyrir bjánanum mér eru tveir hægri flokkar núna ráðandi í landinu.

Ég fer að líta mér þvert fyrr um geð til frjálslyndrar framsóknar.,,

Steingrímur Helgason, 23.11.2007 kl. 03:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frjálshyggjumennirnir eru ekki "bara" í Sjálfstæðisflokknum.  Einu sinni var sagt að Halldór Blöndal væri mesti Framsóknarmaðurinn í Sjálfstæðisflokknum.

Jóhann Elíasson, 24.11.2007 kl. 14:32

3 identicon

Sælir, Árni og skrifararnir aðrir !

Enn eitt skýrt dæmi, um þá bjálfabylgju sannast, hvar Samfylkingin er, á fleti fyrir. Hvað vitum við;  svo sem, Árni; um tengsl Gunnars Svavarssonar, við fasteigna sala hjarðirnar, eða þá, við byggingaverktaka, margvíslega ?

Byggðin; hver stendur mestmegnis auð, suður á Miðnesheiði, skal frekar grotna niður, í huga kapítalistanna, fremur en nýtast til lausnar húsnæðis  vanda þeim, sem stigmagnast í landinu, fremur en hitt.

Mbk., sem fyrr / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 00:56

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er Árni minn ævinlega, eða oftar en ekki, hægt að vera sammála þér, en nú hef ég pínu óbragð og er ekki alveg viss um stöðuna. Mér fannst nefnilega Gunnar þessi svara þessu eins og hægt var að gera af hans hálfu, HANN VAR EKKI ÞÁTTTAKANDI 'I MÁLINU þegar þessu var ráðstafað. Dýralæknirinn er að sjálfsögðu drullusokkur svakalegur og toppar þar aðra Matta, en við getum ekki hengt á þá sem eru að koma að málinu núna það sem hann gerði með Framsókn .....í fyrra?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.11.2007 kl. 01:44

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Allt ferli þessa máls er með ólíkindum. Eftir að Bandaríkjamenn og hið óformlega sendiráð þeirra á Íslandi, Sjálfstæðisflokkurinn höfðu náð samkomulagi um ráðstöfun eignanna á Vellinum er allt kyrrt um stund.

Stofnuð er nefnd!!!! til að undirbúa og skipuleggja ráðstöfun þessara eigna. Og hverjir voru nú valdir í þessa nefnd?

Næst eru stofnuð eignarhaldsfélög og hvaða tilviljun skyldi nú hafa ráðið því hversu mörg þau voru og hverjir þar stóðu að?

Þessi "félög" kaupa síðan stærsta hluta eignanna á undirverði sem nemur fáeinum milljörðum og nú birtast nokkur nöfn sem koma kunnuglega fyrir sjónir.

Bróðir Árna Sigfússonar, maki menntamálaráðherra og bróðir fjármálaráðherra. Og til að punta upp á Bjarni Benediktsson alþingismaður.

Vafalítið koma þarna fleiri þekkt nöfn úr rétta liðinu við sögu.

Engum datt víst í hug að þarna mætti leysa til bráðabirgða vistunarmál aldraðra sem nú eru í þeim farvegi að hjón þurfa að slíta áratugalangri sambúð og vistast hvort á sínu landshorni. Önnur saga að vísu og að nokkru óskyld hinni en sýnir þó glöggt í hvaða röð þörfum fólks er sinnt.

Það er að dómi forystumanna Sjálfstæðisflokksins fráleitt jafn brýnt að leysa félagslegt öngþveiti gamalmenna og að næra peningagræðgi öflugra og traustra flokksgæðinga.     

Er það mikið rannsóknarefni að auðmýkt í garð pólitíkusa á Íslendi fari þverrandi?

Árni Gunnarsson, 25.11.2007 kl. 11:00

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Meira kvikindið þessi Atli Gíslason að vera draga þetta fram í dagsljósið!  Það má aldrei neitt fyrir þessum asskotum!  Og svo tekur þú undir!

En einsog maðurinn sagði:  Til hvers að eiga fjölskyldu og til hvers að vera í stjórnmálaflokkinn, ef maður græðir ekkert á því?

Auðun Gíslason, 25.11.2007 kl. 17:10

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Með samkeppninni sem boðuð var fyrir 1-2 áratugum sem lausn allra vanda, þó ekki hafi verið neinn vandi, hefur komið upp grimm og spillt kynslóð sem svífst einskis. Frjálsa reglugerðarýrða markaðsfrelsisútópían hefur breytt Íslandi í bananalýðveldi á u.þ.b. einum áratug. Boðberar "viskunnar" sem að baki býr eru sekir um þessi landráð. Þeirra tími mun koma.

Ólafur Þórðarson, 26.11.2007 kl. 00:16

8 Smámynd: Jens Guð

Einkavinavæðingin lætur ekki að sér hæða.

Jens Guð, 27.11.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband