29.11.2007 | 17:47
Tillaga um tvö skattþrep
Tillagan um tvö skattþrep er sanngjörn og yrði veruleg kjarabót fyrir mikinn fjölda láglaunafólks. Vandfundin er stjórnvaldsaðgerð sem stutt gæti betur trúverðugleika stjórnvalda í þá veru að þeir hafi yfirleitt áhyggjur af láglaunafólki.
En ríkisstjórn Geirs Haarde veit fullvel hverra fulltrúi hún er. Árni Mathisen fjármálaráðherra segir að sér hugnist ekki tillagan um tvö skattþrep. Hún sé of flókin í framkvæmd og yrði til skaða!
Ráðherrann segir að við ættum að einbeita okkur að því að lækka alla skatta, jafnvel niður í 15% ÞEGAR ÁSTÆÐUR leyfi!
Þeir auðugustu mega auðvitað ekki skerðast í þessum samanburði. Þeir eru að sögn svo viðkvæmir að þeir gætu átt það til að flýja land!
Hvenær ætli komi nú að því að ástæður leyfi? Er það þá ekki lengur satt að við séum ein ríkasta þjóð í heimi?
En um þetta þarf auðvitað ekki fleiri orð; þetta er einfaldlega of flókið.
Einhvern veginn tekst nú Tryggingastofnun ríkisins að klóra sig fram úr því ef viðskiptavinurinn fær sjö rjómatertur gefins í áttræðisafmælið og skerðir hann umtalsvert meira en hinn sem fær eina jólaköku frá barnabörnunum.
Árni gæti látið Tryggingastofnun um útreikninginn á þessum skattþrepum og leyst málið. Svona viðfangsefni þykja nú ekki flókin hjá þeirri ágætu stofnun.
Heyrirðu til mín nafni?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lof mér að giska: Hið efra skattþrep byrjar þar sem laun þín enda?
Ef þú ert óánægður með lága skatta er þér velkomið að leggja sjálfur fé inn á ríkissjóð.
Kennitala: 5402696459
Reikningsnúmer: 0001-26-025017
Geir Ágústsson, 29.11.2007 kl. 21:37
Einhver hefur misskilið eitthvað. Ertu viss um að þú sért á réttu bloggi?
Árni Gunnarsson, 29.11.2007 kl. 23:49
Ég styð þessa hugmynd þína Árni, mér finnst hinsvegar synd að þú skulir fá svona kaldhæðniskomment eins og frá þeim sem kommentar hér fyrstur
Það er veruleg þörf að gera grein fyrir því í samfélagi okkar að hér eru ekki allir jafnir !!! og ekki bara gera grein fyrir því, heldur að koma því í verk líka að allir geti haft það aðeins betra
Kveðja,
Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir, 30.11.2007 kl. 00:46
Þakka innlitið Inga Lára.
Þú þarft nú ekki að hafa mikla áhyggjur af þessari athugasemd hans Geirs. Við erum ósammála um ýms mál og sammála um önnur. Ég var búinn að senda honum hvatvíslegar athugasemdir og hann hefur líklega ætlað að stríða mér í staðinn. Svona lagað er algengt á þessum vettvangi og fæstir erfa það nú lengi. Geir er skarpur náungi og skrifar afar pólitíska pistla á óvenju góðu máli.
Báðir viljum við sjá heiminn batna en erum ósammála um aðferðir.
B.kv.
Árni Gunnarsson, 30.11.2007 kl. 23:59
Árni: Hvernig hafa SA hugsað það, þegar láglaunamaðurinn fer upp í 200.001 krónu. Tapar hann þá nettó, eða eiga að vera óendanlega mörg skattþrep þarna á milli?
Gunnar Dofri Ólafsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:14
Þér að segja Gunnar Dofri þá hef ég ekki sótt um að reikna út virkni skattþrepa. Ég gerði ráð fyrir að það verk yrði unnið af tilheyrandi stofnun. Þetta hefur öðrum þjóðum tekist ágætlega svo ég er ókvíðinn um að þetta reynist okkur ófært.
Ef mér sýnist að ástand manns bendi til þess að hann þurfi læknismeðferð þá reyni ég að beita mér fyrir því að hann komist til læknis.
Ég tók þá ákvörðun ungur að verða ekki læknir og reyni þessvegna aldrei að lækna fólk. Aftur á móti þekki ég marga lækna sem ég treysti vel.
Árni Gunnarsson, 10.12.2007 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.