10.1.2008 | 15:50
Er ástæða til að hafa áhyggjur af skipunum í dómstóla?
Vísir.is birtir í dag kl.12.55 frétt af nýföllnum dómi hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf. Þar er hnekkt dómi Hæstaréttar á hendur íslenskum sjómanni sem kærður var fyrir að veiða án kvóta.
Það vekur óneitanlega nokkra umhugsun þegar ákvæði Stjórnarskrár Íslands eru einskis metin af Hæstarétti en úrskurðuð gild af alþjóðlegum dómstóli!
Það vekur mér jafnframt umhugsun að blað allra landsmanna Morgunblaðið skuli ekki ennþá sjá ástæðu til að fjalla um þetta mál á vef sínum.
Gæti ástæðan verið sú að nú þyki mál hafa þróast ógæfulega fyrir þann stjórnmálaflokk sem ber mesta ábyrgðina á grófasta ráni Íslandssögunnar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kristinnp
-
kreppan
-
kreppuvaktin
-
aevark
-
baldher
-
lehamzdr
-
fiski
-
skarfur
-
larahanna
-
ragnar73
-
johanneliasson
-
rannveigh
-
steinibriem
-
gudruntora
-
hallarut
-
gudni-is
-
nilli
-
drhook
-
gretar-petur
-
iceman
-
solir
-
bjarnihardar
-
gudrunmagnea
-
valgeirb
-
ladyelin
-
skodunmin
-
jensgud
-
siggith
-
gthg
-
veffari
-
jahernamig
-
zeriaph
-
vestfirdir
-
nafar
-
rungis
-
ingabesta
-
eythora
-
svarthamar
-
fleipur
-
martasmarta
-
skulablogg
-
jullibrjans
-
saethorhelgi
-
gusti-kr-ingur
-
blekpenni
-
steinnhaf
-
malacai
-
hreinsig
-
huldumenn
-
ffreykjavik
-
proletariat
-
vestskafttenor
-
jonvalurjensson
-
hlynurh
-
riddari
-
baldurkr
-
maggij
-
methusalem
-
juliusbearsson
-
diesel
-
thj41
-
ace
-
jonmagnusson
-
fridaeyland
-
helgigunnars
-
jonthorolafsson
-
pjetur
-
silfri
-
erlaei
-
exilim
-
himmalingur
-
nordurljos1
-
neytendatalsmadur
-
fhg
-
gunnarpalsson
-
must
-
drellington
-
lucas
-
sterlends
-
gudmunduroli
-
egill
-
veravakandi
-
snjolfur
-
disdis
-
runirokk
-
thjodarsalin
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
askja
-
gretarmar
-
annaeinars
-
gattin
-
vefritid
-
jaherna
-
fun
-
drum
-
andreskrist
-
loftslag
-
helgatho
-
haddi9001
-
valdimarjohannesson
-
skagstrendingur
-
os
-
gisgis
-
haddih
-
hordurj
-
ludvikjuliusson
-
sumri
-
kallimatt
-
benediktae
-
seinars
-
muggi69
-
liu
-
fullvalda
-
valli57
-
heidarbaer
-
naflaskodun
-
elismar
-
totibald
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
bookiceland
-
kliddi
-
samstada-thjodar
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 157806
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í mínum augum þarf ekkert að efast um, að þetta þykir ekki par gott á ýmsum bæjum og "fyrsti stafurinn" er ábyggilega mogginn, og umfjöllunin eftir því. Að sjálfsögðu kemur þetta inná skipan dómara við dómstóla, ekki spurning um það, við sjáum ráðslagið þar sífellt verða pólitískara hvað ráðningar varðar og þá er ekki að skipta eins miklu hvaða álit þeir hafa á lögum og stjórnarskrá.
Það er ekki óeðlilegt að fólk verði hugsi yfir framkvæmd laga og reglna hérlendis.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.1.2008 kl. 16:18
Loksins hafa augu landans opnast..Og séð að Íslenskir dómstólar eru ekki óskeikulir í dómum sínum og þá sérstaklega þegar vináttu eða stjórnmálabönd eiga í hlut..Í auknum mæli hefur málum dæmdum af Hæstarétti verið skotið til mannréttinda dómsstólsins í Haag og í þessu tilfelli til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í Genf...Íslensk stjórnvöld hafa í áratugi notað vináttusambönd við dómstólana hvort það er Héraðsdómur eða Hæstiréttur...
Fleiri einstaklingar eiga eftir að feta í fótspor,, Veiðiþjófanna". og sækja mál sitt fyrir erlendum dómstólum þar sem Íslenskir eru aðeins spillt valdakerfi
Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.1.2008 kl. 17:52
Væri ekki ráð að við legðum niður okkar dóstóla og semdum við "einhverja" aðra þjóð að taka þetta að sér. Það gæti mögulega verið ráð að nota Pólska eða jafnvel Litháa. Þeir eru með mjög svo ódýran vinnukraft. Dómstólar þar í landi yrðu trúlega glaðir að fá okkur sem "aukaverkefni".
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 10.1.2008 kl. 18:10
Guðrún Þóra. Veistu að mér líst bara stórvel á þessa hugmynd þína. En þá fengi nú reyndar margur góður Sjálfstæðismaðurinn hjartaáfall?
Árni Gunnarsson, 10.1.2008 kl. 19:43
Siðblinda Erlingur?
Stóra olíusamráðsmálið og Baugsmálið. Hvað kemur Baugsmálið til með að kosta þjóðina þegar því lýkur með lokafrávísun. Hver stóð fyrir þeirri ákæru?
Olíusamráðsmálið teygði anga sína inn á forsetastól Alþingis. En hverjir fóru heiðursferð til Kanada á kostnað ríkisins?
Og í þakklætisskyni fyrir löng og farsæl störf í íslenskri stjórnsýslu!
Pólitísk spillig á Íslandi minnir mig á sögurnar af öskufallinu í Móðuharðindunum.
Fróðlegt verður að fylgjast með þegar sjálfstæðismenn byrja að leysa þetta dómsmál Mannréttindanefndarinnar með sínum venjubundna orðhengilshætti, t.d:
"Okkur kemur þessi dómur vissulega á óvart og við erum ósammála þessari niðurstöðu. Við munum hinsvegar draga af honum lærdóm og leitast við að mynda þokkalega sátt um þetta deilumál meðal þjóðarinnarl!"
Árni Gunnarsson, 10.1.2008 kl. 21:41
Já Árni. Þeir svara þessu eitthvað þessu líkt.. OG eiga eftir að komast upp með það...Landinn er ofur þrælslundaður og lætur stjórnvöld komast upp með hvað sem er!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.1.2008 kl. 22:01
Sæll, Árni .
Þessir menn fá ekki Fálkaorðuna og ekkert þakklæti frá þjóðininni nema þakkir frá fáum okkar sem skiljum hlutina svo langt erum margir okkar komnir frá uppruna okkar.
Örn Snævar Sveinsson og Erlingur Sveinn Haraldsson, eiga heiður skilinn fyrir að láta reyna á jafnræðisregluna með því að hefja veiðar án kvóta. Hæstiréttur Íslands stóð vörð um kvótakerfið en nú hefur Mannréttindanefnd Sameinuðuþjóðanna tekið í hnakkadrambið á óréttlætinu og ráninu og skikkar íslenska ríkið til að greiða sjómönnunum skaðabætur og koma fiskveiðistjórnun í löglegt horf.
Óska okkur öllum sem eru á móti gjafahvótakerfinu með dóm Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.
Íslenska sjómannastétinn og Íslendingar eiga afmæli í dag minnumst dagsins, á komandi tímum.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 10.1.2008 kl. 23:34
Það er sama og ekkert fjallað um þetta á Mogganum, en ekki hvað. Skíta-klíka þetta allt saman.
Halla Rut , 11.1.2008 kl. 18:03
Sæll Árni, ég helt þú værir dauður!... ekkert séð til þín lengi í bloggheimum. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í þessum málum í framhaldinu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2008 kl. 18:25
Árni, ég skrifaði grein á bloggið um þróun þrískiptingar valdsins: http://johanneliasson.blog.is/blog/johanneliasson/entry/409863/ þessi grein skýrir þetta að nokkru leyti.
Jóhann Elíasson, 11.1.2008 kl. 22:36
Gaman að sjá þig hér á blogginu mínu Gunnar minn Th. og gleðilegt árið!
Reyndar laug því einhver að mér að ég væri dauður og minnstu munaði að ég tæki það alvarlega. En ég áttaði mig í tíma og nú er ég til alls vís.
Ég vona að mér endist þróttur til að taka ykkur þessa íhaldskurfa og frjálshyggjulömb almennilega í karphúsið áður en árið líður í aldanna skaut!
Árni Gunnarsson, 12.1.2008 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.