20.1.2008 | 20:14
Forgangsröðun forsætisráðherrans
Það hefur verið venja stjórnarandstöðunnar á öllum tímum að gagnrýna fjárveitingar til svonefndra gæluverkefna. Þá hefur gagnrýnin verið studd ábendingum um að brýn samfélagsverkefni hafi verið lengi, og séu enn- fésvelt. Og þessar aðfinnslur hafa verið studdar ályktun um að þetta sé bara spurning um forgangsröðun. Forgangsröðunin hafi einfaldlega verið röng!
Í kvöldfréttum sjónvarps var skýrt frá ánægjulegu framtaki tónlistarfólks sem safnaði 3 milljónum til styrktar krabbameinssjúkum börnum á tónleikum þar sem öll vinna var gefin.
Í morgun las ég hér á fréttavefnum að Geir Hilmar Haarde forsætisráherra hafi dregið upp veskið í bandarískum smábæ og gefið 5 milljónir til byggingar einhverskonar félagsmiðstöðvar!
Ég gef mér að bæjarstjórinn í umræddu bæjarfélagi hafi þakkað fyrir gjöfina með tár í augum.
Og að þá hafi íslenski forsætisráðherrann sagt sem svo: "Blessaður vertu, mig munaði ekkert um þessa aura því ég er á góðum launum. Þetta er bara spurning um forgangsröðun!"
(Ekki læt ég mér koma til hugar að þessar milljónir hafi verið teknar af fjárlögum!)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kannski væri reynandi að hugsa sér sem svo að neyðin sé orðin það stór í Bandaríkjunum að litla Ísland þurfi að hjálpa til, svo að grundvallarþjónusta eins og félagsmiðstöð í þessari "big world" verði að veruleika. Mætti túlka það sem einhvers konar gagnrýni í sér og lélega einkunn á hvernig einkavæðing hefur tortýmt félagskerfinu þar, fyrir utan stríðsrekstrarkostnað Bush. Mætti þess vegna hafa það í huga við framtíða "einkavæðingahugsanir" á Íslandi. Nú við gætum kannski letrað á stein einhvers staðar í fjallabyggðinni með undirskriftinni "frá íslensku þjóðinni" um þennan merkilega viðburð og hver veit nema það gæti orðið nýr ferðamanna"staður"
ee (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 20:45
En hvað eiga litla fólkið að gera sem starfa fyrir smáútgerðamenn sem eiga litinn kvóta en kvóta samt sem áður og fá svo ekki greitt?
Aida., 21.1.2008 kl. 18:36
Geir er höfðingi.
Jens Guð, 23.1.2008 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.