Utanlandsferð borgarstjóra

Mér finnst það gott hjá nýráðnum borgarstjóra okkar að sitja heima og sinna knýjandi verkefnum í stað þess að viðra sig með starfsbræðrum sínum á erlendri grund.

Í stað Ólafs mun því kapellán hans og vonbiðill embættisins mæta í kokkteilinn með Hönnu Birnu. Nú  verðum við bara að vona að þarna verði ekki ýtt að Vilhjálmi einhverjum fjandans blöðum til að skrifa undir fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Hann á það til að vera svo voðalega ógætinn í þeim sökum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sjálfsskipuðum hefði ég heldur sagt...

Er eftil vill ofurupptekinn við að semja um kaup á kofaskriflum sem hafa verið sjónmengun á Laugaveginum í síðustu áratugi...Að ónefndu því að vera heilsuspillandi húsnæði í viðskiptalegum tilgangi...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 30.1.2008 kl. 17:39

2 identicon

Hættuför ?

Bassatrumba voðans bylur lúnum,
borgarinnar sendimanna röðum,
hjá útlendingum fjandans, öllum búnum,
óskrifuðum Reykjavíkur blöðum.

Gaui (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 20:57

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Við skulum líka vona að skjölin í Svíþjóð verði ekki á ensku.  Það þýddi að Villi væri úr leik!

Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.2.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband