Af presti, organista og ráðherra.

Árás Össurs Skarphéðinssonar á Gísla Martein Baldursson í bloggi hins fyrrnefnda hefur vakið hörð viðbrögð og margir eru agndofa. Enda eru flestir sammála um að svona subbuleg orðræða sæmi ekki ráðherrum þjóðarinnar. Það er nú einu sinni svo að opinberar persónur í æðstu embættum verða að gæta sín umfram aðra í því að misbjóða ekki fólki. Má það kallast skiljanlegt.

Og í þessari umræðu rifjast upp fyrir mér gömul saga.

Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur og Páll Ísólfsson dómorganisti voru í hópi þekktustu manna þjóðarinnar um langt skeið, enda litríkar persónur og sannir listamenn hvor á sínu sviði. Báðir voru húmoristar og orðheppnir svo sögur fóru af. Í áratuga samstarfi þeirra mun margt hafa verið skrafað sem ekki heyrði til guðrækilegrar umræðu. 

Af því er saga að á þessum tíma var prestur nokkur kærður fyrir að hafa legið á glugga hjá ungri konu. Þessi atburður vakti þjóðarathygli og var rætt um í dagblöðum. Helst minnir mig að rannsókn og vitnaleiðslur hafi leitt til sýknu klerksins.

En Páll gat auðvitað ekki á sér setið og bar þetta í tal við séra Bjarna af alvöruþunga og siðlegri vandlætingu sem endaði á spurningunni:

"Finnst þér að svona athæfi geta gengið hjá presti?" 

"Það held ég nú ekki", svaraði séra Bjarni eftir nokkra umhugsun.

"Mér finnst það svona í hæsta lagi geta gengið hjá organista!"    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég ber blak af þeim opinberu persónum sem að kjósa að tjá sig á sínu bloggerí & tala, frekar en þeim opinberum persónum sem að þegja þunnu hljóði, en styðja í þögninni alla sína nánustu pólitíksu samflokkandi andstæðínga til góðra verka.

En það er líka bara bjáninn ég..

Steingrímur Helgason, 21.2.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það er hægt að andmæla á örlítið dannaðri hátt. Ég er á því að Össur (sem á það til að láta skapið sleppa út  á prenti) hafi   mátt finna diplómatískri leið til að ausa úr skálum reiðinnar...en bara mín skoðun...

Rúna Guðfinnsdóttir, 21.2.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég skil nú ekki allar þessar áhyggjur fólks úr hinum ýmsu flokkum út af ástandinu í borgarstjórnarliði D listans.

Ég hef fylgst með skoðanakönnunum undanfarið og mín pólitíska líðan hefur ekki verið svona góð í áratugi.

Ég styð Vilhjálm eindregið á meðan fylgi Flokksins stefnir þessa leið.

Árni Gunnarsson, 21.2.2008 kl. 00:52

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Árni, þú er ein væn skepna að mína skapi..

Steingrímur Helgason, 21.2.2008 kl. 01:14

5 identicon

"Friður sé með yður"


Fylgið dalar, flokksins leið,
í fjarska stefnir niður,
og meðan sú er gatan greið,
glæðist Árna friður.

Gaui (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 15:11

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Árni!Já sagan um prestinn og gluggan er ein af þeim sögum sem aldrei verður öll sögð opinberlega.En lögregluforinginn ungi sem handtók"prófastinn að austan"um hánótt á virtasta hóteli bæjarins missti,gætum við sagt"kallið"enda var stúlkan við gluggan unnusta hans.Þessi  fv lögregluforingi er nú látinn en bróðir hans,sem til margra ára  hefur verið búsettur erlendis var um tíma talinn viðriðinn"Grímseyjarferjuruglið"og ekki öll kurl komin til grafar í því að mér finnst.En viða liggja vegamót.kært kvaddur.

Ólafur Ragnarsson, 24.2.2008 kl. 01:46

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, Óli. Þetta vissi ég nú reyndar allt þó ég sleppti því. Þessi stóri systkinahópur sem þessir umræddu bræður eru úr er einn sá litríkasti sem ég veit um í samtíðinni. Fluggáfað hæfileikafólk á mörgum sviðum en að hinu leytinu svona? -nóg um það!

Fróðlegt væri að fá vitneskju um sannleikann allan í þessu ferjumáli. Þvílíkt endemis klúður sem vonandi er að verði ekki látið kosta mannslíf. Manni skilst á fréttum að nokkuð skorti ennþá upp á að dollan teljist sjófær.

Árni Gunnarsson, 24.2.2008 kl. 23:17

8 Smámynd: Halla Rut

Össur er auðvitað ekki alveg eins og við öll hin.

Ég hugsa að fólk hefði tekið þetta alvarlegra ef frá öðrum en honum hefði komið.  

Halla Rut , 25.2.2008 kl. 10:32

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð!

Sigurður Þórðarson, 27.2.2008 kl. 22:14

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér skilst nú í óstaðfestum fregnum að einhver Dalvíkíngur, Guðmundur að nafni, víst menntaður skipaverkfræðíngur, hafi nú sjoppað ferjulíkið frá austantjaldsríkjunum & látið shjanghæja því til Íraveldis, fyrir fyrirfram samþykkta sölu á því til brúks nágranna sinna, í veldi þáverandi samgönguvaldhafa, vinamanna sinna.

Brotvirðið á skútunni þessari var einhver tíund af því sem að keypt var á frá veldi Íraríkis, enda Gummi búinn að ákveða að falla í tægjurnar í Thailandi.

En þetta þarf nú ekkert að vera satt, þó að ólyginn segði mér, en berðu mig nú samt ekki fyrir því gæskan..

Steingrímur Helgason, 1.3.2008 kl. 01:52

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það skyldi þó aldrei vera?

Árni Gunnarsson, 1.3.2008 kl. 20:42

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er eitthvað títt frændi?

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 14:30

13 identicon

Heill og sæll, Árni og aðrir skrifarar !

Þakka þér; hugleiðingu snjalla, Árni. Kynni ekki að kólna, undir Össuri, færi Heimdellinga sveimurinn á kreik, að hætti leðurblakanna ?

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:15

14 Smámynd: Kolgrima

þessi er frábær!

Kolgrima, 2.3.2008 kl. 17:56

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Séra Bjarni var óborganlegur.

Jón Valur Jensson, 3.3.2008 kl. 01:03

16 Smámynd: Jens Guð

  Bráðskemmtileg saga. 

Jens Guð, 4.3.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband