Hagspeki, kvótabrask og Einar í Hvalnesi

 

"Ásgeir sagði í samtali við Fréttablaðið eftir málþingið að allar tilraunir til að þröngva sjávarútvegi í þann farveg að viðhalda núverandi byggðamynstri myndi hola atvinnuveginn að innan.-" Af hverju er það slæmt að fimm stór fyrirtæki eigi 80% af aflaheimildunum? Ef þau geta borgað sæmileg laun, borgað sína skatta, geta skilað sínu og búið til verðmæti er ekkert að því," sagði Ásgeir þá.

Þá sagði hann enga skynsamlega ástæðu fyrir banni í fjárfestingum erlendra aðila í sjávarútvegi. Óþarfi væri að óttast að sjávarútvegsfyrirtæki yrðu stór, kraftmikil og alþjóðleg."

Hér er vitnað í fréttaskýringarpistil í Fréttablaðinu á dag um sjávarútveg og byggðamál. Ásgeir þessi er Ásgeir Jónsson forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings.

Einar Eiríksson frá Hvalnesi var þóðsagnapersóna og hálftröll. Hann létti búskap í Hvalnesi í Lóni og gerðist umsvifamaður í verslun og fiskverkun á Hornafirði. Í viðtali hans við Stefán Jónsson fráttamann um efnahagsmál þjóðarinnar á breiðum grundvelli sagði hann hagfræðingana vera vitlausustu menn þjóðarinnar. Þessi skilgreining Einars var rétt í mörg ár eða allt þar til fiskifræðingarnir tóku sér sæti við hlið hagfræðinganna.

Ásgeir Jónsson er í starfi hjá Kaupþingi sem á þinglýst veð í óveiddum fiski kvótagreifanna. Hvernig ætli fólki yrði við ef vopnasérfræðingur hjá voldugum vopnaframleiðanda færi að skrifa lærðar greinar um friðarmál? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

kannzki ekki smáfríður, en óvitlauz.

Steingrímur Helgason, 19.7.2008 kl. 01:38

2 Smámynd: Rannveig H

´´Arni þú ert alltaf flottastur,ég seigi eins og Hippó afbragðssamlíking,er ekki hægt að stofna öldungaráð í FF sem fólk verður að hlusta og taka mark á.

Rannveig H, 19.7.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka ykkur innlitið og hlý orð í minn garð elskurnar mínar. (hann Guðmundur Jónsson óperusöngvari ávarpaði fólk svo oft með "elskurnar mínar!"

En núna er ég á fullu við að skanderast um álver á Bakka við Guðrúnu Emiíu Guðnadóttur, ágæta konu frá Húsavík og má ekki vera að því að tala meira við ykkur í bili.

Kveðjur!

Árni Gunnarsson, 19.7.2008 kl. 15:33

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Stórfínn pistill og samlíkingin frábær. Takk fyrir þín góðu skrif og hárbeittar athugasemdir á bloggsíðum annarra!

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.7.2008 kl. 11:43

5 identicon

Stórfínt blogg. Takk fyrir. En hvað þýðir "skandera"?

Margrét (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 12:22

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér er heiður að nafninu þínu á bloggsíðunni minni Lára Hanna og þykir vænt um að lesa álit þitt á tilburðum mínum við andófið sem mér er víst meðfætt. Ég vona að ég móðgi engan þegar ég segist meta þig umfram flesta aðra álitsgjafa um það mál sem okkur báðum stendur nærrri hjarta.

Margrét: Í æsku minni gerði fólk sér það oft að leik að keppa í vísnaþekkingu. Þessi keppni fór þannig fram að annar keppandinn þuldi vísu og hinn tók við með vísu sem þurfti að hafa sem upphafsstaf síðasta staf í vísu þess fyrri. Svona var haldið áfram í þaula þar til annar var orðinn uppiskroppa og játaði sig sigraðan. Þetta var ýmist kallað að kveðast á eða skanderast.

Auðvitað notaði ég þetta orð í yfirfærðri merkingu í athugasemd minni hér að ofan.

Árni Gunnarsson, 20.7.2008 kl. 13:02

7 Smámynd: Tiger

Góð færsla og ljúf að lesa, þakka fyrir mig hérna  og þakka þér fyrir innlit hjá mér líka ..

Hafðu ljúfa nótt og góðan dag á morgun!

Tiger, 22.7.2008 kl. 04:38

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessaður og sæll Árni, tjáð mig hef ég mig, um ágæti þitt, góður penni og afar ljúfur til að skanderast við, eigi er hnútukastinu fyrir að fara þó ég sé óttalegur púki á stundum.

Takk fyrir innlitið á síðuna mína í gær, en segðu mér eitt er Magnús Ásgeirsson
ásamt því að vera þýðandi, einnig ljóðskáld?

Gaman að segja þér að ég og ömmu- tvíburarnir mínir fórum á hádegis-fyrirlestur um Gustaf Fröding í dag, það var afar skemmtilegt, hér standa nefnilega yfir Sænskir dagar, síðan byrja mæra dagar á morgunn.

Ég ætla aðeins að leiðrétta þig minn kæri, ég er ekki frá Húsavík, en er búin að koma hér í tuga ára, elska þennan bæ, bý hér vegna þess og barnabarnanna
sem ég á hér.
Ég er fædd og uppalin í Reykjavík, en eins og allir að sunnan á ég ættir að rekja annað, eigi hef ég komist að því hvar þú býrð, en tel á Austfjörðum.
Ljúfar kveðjur frá Húsavík.

Ps.
Ætli það endi ekki með að ekkert álver verði reist og þá verður nú einhver glaður.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.7.2008 kl. 16:20

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Magnús Ágeirsson var gott ljóðskáld. Ég held að enginn verði snjall ljóðaþýðandi án þess að vera ljóðskáld yfir meðallag. Ég held að þú munir komast að sömu niðurstöðu og ég um það ef þú skoðar málið.

Það er búið að undirbúa byggingu álvers við Húsavík með mörgum pólitískum yfirlýsingum og undirbúningsrannsóknum sem reyndar hafa ekki ennþá skilað niðurstöðu um næga orku. Ef rannsóknir gefa þær niðurstöður að unnt sé að virkja þarna næga háhitaorku og ef unnt verður að virkja án þess að búa til þann umhverfishrylling sem margir sjá fyrir sér,- þá mun ég sætta mig við það. En mikið hafa Þingeyingar sett niður í mínum huga þegar ég sé að þeir kunna engin ráð til að bjarga sér án beinna afskipta ríkisins.

Ég óttast mest að til þess að fullnægja orkuþörfinni verði ákveðið að virkja Jökulsárnar í Skagafirði.Verði Húsvíkingum svo að góðu að njóta hagsældarinnar af þeim samfélagslegu óhæfuverkum sem álrisarnir beita við báxítnámurnar á Jamaica.

Mér skilst að í kynningarmyndbandi Norðuráls hafi "gleymst" að sýna myndir frá báxítvinnslunni og hagsæld fólksins í námuhéruðunum.

En kannski býður Alcoa Húsvíkingum þangað í skemmtiferð!

Hver veit? 

Bestu kveðjur!

Árni Gunnarsson, 23.7.2008 kl. 20:41

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Guðrún Emilía: Ég gleymdi að upplýsa þig um að ég er gamall bóndi norðan úr Skagafirði búsettur í Reykjavík.

Árni Gunnarsson, 23.7.2008 kl. 20:47

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er þegar farin að huga að ljóðum Magnúsar, takk fyrir svarið með það.

Er ég fluttist til Húsavíkur var þá þegar farið að tala um álver og aldrei hef ég heyrt talað um annað en að jarðhiti mundi duga til, það er fyrst núna sem maður heyrir að það þurfi jafnvel að virkja jökulsárnar fyrir norðurlandi og einnig Skjálfandafljót þá fékk ég nú alveg sting í hjartað, það sama gildir líka um olíuhreinsistöð fyrir Vestan, nei og aftur nei.

Svona í alvöru talað, að því að ég er nú afar oft að galgopast, þá ef þeir eru búnir að afráða að álver skuli rísa hér og olíuhreinsistöðin fyrir vestan,
fáum við nokkuð rönd við reist?

Þeir fara nú varla að bjóða þeim til Jamaica, eru búnir að bjóða fólki til Kanada.
og til Norðfjarðar.

Takk fyrir að svara galgopa-ljóskunni.
Góðar kveðjur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.7.2008 kl. 21:05

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Árni eigi er ég undrandi á, að þú skulir kalla, að þú sér fúll í skapi, hafandi þurft að flytja til Reykjavíkur frá Skagafirði.
Ávallt er ég fúl er til Reykjavíkur kem.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.7.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband