25.7.2008 | 21:46
Sínum augum lítur hver á silfrið
Ólöf Nordal sem mig minnir að sé varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í N-A kjördæmi skrifar hugljúfa grein og rómantíska í gær í Morgunblaðið. Þar segir hún frá ferðalagi sínu til Akureyrar og því sem þar bar merkilegast fyrir augu. Hún sá seglskútu úti á Skjálfandaflóa og þetta fannst henni notaleg upprifjun á sögú gamalla tíma fiskveiða við Ísland. Notaleg grein að sönnu og góður texti að vonum.
Degi fyrr segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur ferðasögu í Fréttablaðinu. Sú saga var ekki síður merkileg og bráðvel skrifuð sem hin. En þar skorti alveg hinn rómantíska hugblæ í innihaldið. Í stuttu máli hófst sagan á Breiðdalsvík þar sem trillurnar móktu við bryggju, engin sást úti á miðum í blíðunni. Sömu sögu var að segja á öllum fjörðum alla leið til Akureyrar. Alls staðar hafði hin dauða hönd fiskveiðistjórnunar okkar borið þann árangur sem hver stjórmálamaður hefur undir annars hönd gengið til að lofa og lýsa pólitískum kjarki sjávarútvegsráðherra að viðhalda.
Nú er svo komið að flest fiskimið okkar eru full af vænum þorski. Vonandi fer ekki svo illa að fiskitorfurnar kafni úr súrefnisskorti líkt og í fyrra á Arnarfirði.
Jón fiskifræðingur leggur til að nú stóraukum við veiðar á þorski. Hann bendir á að við eigum að reka þjálfarann! Knattspyrnulið reka þjálfara sína eftir slakt gengi. En Íslendingar hafa sterkari skoðanir á knattspyrnu en fiskveiðstjórn í dag. Og varaþingmaður Sjálfstæðisflokks hefur meiri áhuga á seglskútu með ferðamenn en lífsbjörg fólksins í kjördæminu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Orð að sönnu Árni minn. En hvernig eiga stuttbuxnalið og glæsipíur Sjallana sem ekkert þekkja nema silfurskeiðar og rómantík að sjá þetta öðruvísi.Mér þykir verra með sjávarútvegsráðherra sem er þó alin upp á bryggjupollanum að hann skuli viðurkenna Hafró sem rannsóknastofnun.Hafransóknarstofnun er handónýt og ekkert annað en þrælpólitísk stofnun.
Greinin hans Jóns var góð.
Rannveig H, 25.7.2008 kl. 22:13
Þarna átti að standa Hafrannsóknastofnun sem er handónýt.
Rannveig H, 25.7.2008 kl. 22:16
Rannveig, þótt sjávarútvegsráðherra sé alinn upp í Bolungarvík þá missti hann ekki af "silfurskeiðinni" sem er nauðsynleg fyrir menn ef þeir ætla að ná "langt" innan Sjálfstæðisflokksins. Hann er ekkert styttra frá veruleikanum en aðrir í forystuliði Sjálfstæðisflokksins.
Jóhann Elíasson, 25.7.2008 kl. 22:30
Það er satt Jóhann,en hann hélt ansi stutt á skeiðinni ,enda þriðji ættliðurinn og alþekkt dæmi að sá ættliður gengur frá málunum og bara hirða það sem að þeim er rétt en viðhalda ekki.
Rannveig H, 25.7.2008 kl. 22:45
Þakka ykkur fyrir innlitið. Einn þáttur í því stórslysi að færa Einari Kr. þetta ráðuneyti er sá trúverðugleiki sem fylgir uppruna mannsins í augum þeirra sem ekki þekkja til.
Núna- sem aldrei fyrr- er þörf á að nýta þann auð sem syndir upp við strendur landsins. Og ekki skortir okkur tæki til þess að nýta þessa auðlind.
Árni Gunnarsson, 25.7.2008 kl. 23:54
Datt allt í einu í hug að benda þér á tvö viðtöl í tónspilaranum á bloggsíðunni minni. Bæði eru við Jón Ólafsson, haffræðing. Annað er merkt: Spegillinn - Jón Ólafsson haffræðingur... og hitt: Samfélagið í nærmynd - Leifur Hauksson - Jón Ólafsson, haffræðingur...
Jón er annars vegar að fjalla um rannsóknarverkefnið EPOCA um rannsóknir á súrnun heimshafanna af völdum koltvíoxíðs og hins vegar fjallar hann um hvort virkjanir á suður- og suðvesturlandi hafi áhrif á nýliðun þorsks.
Mjög athyglisverð viðtöl.
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.7.2008 kl. 10:22
Sæll félagi Árni.Hjartanlega sammála.framanskráðu.Kvitta hér fyrir mörg innlit á síðuna þína.Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 27.7.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.