Er þetta leyfilegt í íslenskri fiskveiðlögsögu?

Fréttin vekur engan fögnuð hjá mér né aðdáun. Eftir margra ára starf sem ferskfisksmatsmaður þekki ég gæði afla sem veiddur er í flotvörpu. Mikið hefur breyst í búnaði veiðarfæra síðan þá að vísu. Ekki get ég þó gert mér það í hugarlund að þessi 1400 tonna afli, tekinn í einu kasti hafi verið mannamatur. Fiskur sem verður fyrir miklum þrýstingi er blóðsprunginn og laus í holdi. 

Margar öflugustu fiskveiðþjóðir- og þó líklega öllu heldur flestar- eru auðvitað búnar að banna þetta veiðarfæri.


mbl.is Methal hjá Margréti EA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Það skiptir engu hvort það sé 50 tonn eða 1400 tonn, þrýstingurinn er sá sami afþví þetta er ekki tekið inn allt í einu. Þetta er tekið í skömmtum, reyndar skemmist eitthvað smotterí þegar stroffurnar herðast að, það eina sem getur skeð með gæðin á þessu er hvað vinnslan afkastar per dag. Og þú ert að rugla saman flottrolli og botnvörpu, flottroll eru jú stór veiðafæri en skemma ekki botn eins og botnvarpan, það er veiðafæri sem ætti að banna á heimsvísu.

Sævar Einarsson, 27.7.2008 kl. 19:08

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Línbergur: Eiginlega er óþarfi að lýsa fyrir mér þessum veiðarfærum. Ég hef kynnst botntrollinu allvel og á afr mörgum árum og afar mörgum skipum mismunandi stórum. Ég frábið mér barnalegar athugasemdir þínar. Ég hef staðið margoft með yfirmenn á togurum við hliðina og sýnt þeim aflann sem þeir lönduðu eftir glæsitúrana með flotvörpuna. Og ég hef dregið þá með mér nauðuga inn að flökunarlínunni og sýnt þeim rauðbrún þorskflökin renna eftir færibandinu. Sumir þeirra voru enn rauðari í framan þegar þeir gengu hljóðir út.

 Ég hef staðið uppi í brúnni á botnvörputogara og hlýtt á skipstjórana ræða í talstöðvunum um ástandið á Hornbankanum í aflahrotu. Þar sögðu þeir frá hverju halinu af öðru þar sem togararnir voru að missa trollið aftan úr sér, sprengja trollið og þar voru nefnd nöfnin á þessum skipum. Einn náði inn 60 tonnum eftir að hafa sprengt, annar 80 og svona gekk þetta. Menn töluðu um að þeir sem sprengdu hefðu verið með svona allt að 250 tonn í trollinu.

Ég hef ekki séð flottrollið notað en það hefur verið um borð í nokkrum þeirra togara þar sem ég hef verið. En ég hef margan farminn metið í landi. Og ég læt ekki segja mér að ekki sé afar mikið ónýtt til manneldis af fiski sem tekinn er í 1400 tonna magni. Kannski segir þú mér næst að fiskurinn sé goggaður upp úr netinu? Ég er búinn að heyra svo margt bullið frá skpverjum varðandi meðferð afla að mér kemur ekkert á óvart. Einn gekk svo langt að segja mig ljúga því að afli úr 40 tonna hali væri dauðblóðgaður. "Við blóðgum allt jafnóðum og það kemur í móttökuna!"

En það er rétt hjá þér Línbergur að þetta sliptir svo sem ekki neinu máli ef aflinn fer í bræðslu. Ég hef hinsvegar mjög mikið við það að athuga að setja kolmunna í bræðslu. Verðið á frystum kolmunna er hátt þessa dagana.

Árni Gunnarsson, 27.7.2008 kl. 20:32

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Þú áttir væntanlega við mig en ekki Línberg geri ég fastlega ráð fyrir. Það er stór munur á að þjösna trollinu uppá dekk með tilheyrandi djöfulgangi eða dæla úr því, en það þarf varla að segja þér það. Já það eru margar sögur til hvernig þessir karlar hafa farið hamförum í fiskirí. Botlaus veiði, vinnslan hefur ekki við og samt er togað og togað, elsta fisknum hent fyrir nýjan og svo framvegis. Ein góð saga af Geira á Gugguni þegar grálúðan var verðlaus(þá var ekki fryst oní jeppana) þá var Guggan með fullfermi af grálúðu og ætlaði að landa á ísó en komst ekki að og átti að bíða eftir að komast að í löndun, hann snéri skipinu við og fór inná Bolungarvík og landaði henni í bræðslu.

Sævar Einarsson, 27.7.2008 kl. 21:18

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér fyrir að leiðrétta mig í þessu nafnaklúðri. Ég er hálf tortrygginn á þessar stórvirku veiðar í tilliti meðferðar á fiski en veit þó að þessi stóru skip eru búin mikilli tækni. Og enga trú hef ég á því að aldrei sjáist þorskur í þessum stóru síldartorfum eftir að fyrirmælin voru gefin um að koma með allan afla í land. Mér er sagt að erfitt sé að koma þorskinum í skilning um að halda sig frá færunum og línunni. En þó er það nú eitthvað misjafnt eftir skrásetningarnúmerum bátanna. En þakka þér og ykkur báðum fyrir innlitið. 

Árni Gunnarsson, 27.7.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Met ég nú mat matmannsins frekar, en kjettlínga þessara sem fundu hjá sér einhverrar tjáníngarþörf.

Fullvinna verðmætin úr sjónum hérna heima er ennþá mitt mat, frekar en að senda sjávarafurðirnar alltaf óunnar út úr landi.

Steingrímur Helgason, 27.7.2008 kl. 23:24

6 identicon

Til upplýsingar, þá dæla þeir úr pokanum þegar hann liggur við skipshlið.  Þannig að fiskurinn kemur í fyrsta flokks ástandi um borð

Jón (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 08:58

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og þér til upplýsingar Jón þá er útilokað að 14oo tonn sem fylla dregna nót komi í fyrsta flokks ástandi um borð. Þó ég hafi engar upplýsingar um togtímann þá veit ég að sá fiskur sem neðstur er kafnar og merst löngu áður en hann kemur í dæluna. En dælingin bjargar þarna miklu og skiptir algerlega sköpum, það er mér vel ljóst. 

Árni Gunnarsson, 28.7.2008 kl. 13:51

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðvitað átti ég við hátt verð á makríl en varð það á að nefna kolmunna.

Árni Gunnarsson, 28.7.2008 kl. 15:59

9 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Flottroll á bara ekki rétt á sér við síldveiði né loðnuveiði. Bara mín skoðun.

Runólfur Jónatan Hauksson, 31.7.2008 kl. 17:54

10 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: þökk fyrir þessa færslu, og skíringar þær sem í athugasemdum komu, kjarnyrt og skírt haf þökk fyrir.

Magnús

Magnús Jónsson, 3.8.2008 kl. 00:28

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nú erum við sammála svo langt sem ég "ljóskan " hef vit á, 1400 hundruð í hali er bara drulla.
þessi fræga saga af Guggunni átti fjandans grálúðan ekki hvort sem er að fara í bræðslu.

En vitru menn segið mér hvenær er makrílinn ætur til manneldis hér við land?
Hann er nefnilega herramannsmatur að mínu mati.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.8.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband