12.8.2008 | 08:41
Eru þetta réttu mennirnir til að svara fyrir falskar niðurstöður?
WWF byggir sín rök á skýrslum Hafró um mjóg alvarlegt ástand íslenska þorskstofnsins. Það eru ekki aðrir en heimskustu pólitíkusar á Íslandi sem trúa því bulli en það nægir. Skipstjórar okkar eru á stöðugum flótta um fiskimiðin undan þorski sem bannað er að veiða. Bátkoppur sem fiskar í net í Breiðafirði er búinn að setja heimsmet í afla og þrátt fyrir að nýta netagarmana lengur en nokkrum þætti vit í við venjulegar aðstæður á miðum, Allir firðir eru blátt áfram fullir af þorski. Og nú á að stöðva verslun með íslenskan þorsk vegna útrýmigarhættu!
Er okkur sæmandi sem lýðfrjálsri þjóð að senda sérfræðingana sem bera ábyrgð á bullinu til að andmæla viðbrögðunum?
Stundum getur sú skýring nemandans verið rétt að slæma einkunn á prófi megi rekja til heimsku skólastjórans.
Tekist á um réttinn til að stýra fiskveiðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alveg hárrétt greining hjá þér Árni. Takk fyrir þetta innlegg.
Guðbjörn Jónsson, 12.8.2008 kl. 09:43
Allt er þetta hárrétt Árni en einu má ekk gleyma, en það er það að það eru margir þættir sem hafa áhrif á eftirspurnina eftir fiski og eitt þeirra sem alltaf er að verða mikilvægara er "rekjanleiki" vörunnar. Það þarf alltaf að skila inn fleiri og fleiri vottorðum um hitt og þetta, í þessu höfum við Íslendingar ekki staðið okkur og nú erum við að súpa seyðið af því, við höfum alltaf sagt (eins og Norðmenn) okkar vara er sú besta og hreinasta í heimi, það er ekki nóg að segja þetta við þurfum að geta sýnt það. Um það snýst þessi deila aðallega.
Jóhann Elíasson, 12.8.2008 kl. 09:56
Sæll gamle ven.Þú hefur lög að mæla.Góður pistill.Kvitta hér fyrir mörg innlit undanfarið án nokkurra ath.Sértu ávallt kært kvaddur.
Ólafur Ragnarsson, 13.8.2008 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.