13.8.2008 | 23:33
Fé án hirðis, hvað varð um smalann?
Það er ekki ýkjalangt síðan guðfaðir Kaupþings, fjármálagúrúinn og alþingismaðurinn Pétur Blöndal kvað upp´úr með það í fjölmiðlum að hann hefði á rölti sínu um afrétt fjármálanna rekist á fé án hirðis! Þetta fé sagði hann að væri með glöggu marki sparisjóðanna víðs vegar um land og nú væri það mikið drengskaparverk sem biði glöggra fjármanna. Það yrði að koma þessu fé til byggða tafarlaust áður en það lenti í sjálfheldu eða fennti til dauðs í næsta hríðaráhlaupi. Nú var brugðið hratt við og fundnir eigendur eða búnir til eigendur og féð fór á uppboð. Nú er í stuttu máli svo komið fyrir þessu harðgera fé að eftir áð því var komið í hús fór að bera á einhverri uppdráttarsýki og allnokkur fjöldi beinlínis fallið úr hor.
Hvar er nú þessi Fjalla-Bensi frjálshyggjunnar staddur? Því stígur ekki Pétur Blöndal fram og svarar fyrir þetta bjargræði sitt til handa þeim dreifðu byggðum sem áttu þarna sínar eigin fjármálastofnanir, traustar og kyrrlátar undir stjórn varkárra karla í gúmmískóm og lopapeysum? Sumum kann að koma það í hug að þetta óskilafé sem Pétur Blöndal fann á sinni göngu væri betur ófundið enn!
Fjölmenni á íbúafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hafa hinar breiðu byggðir landsins einhvern tímann haldið vöku fyrir Pétri Blöndal?
Jens Guð, 14.8.2008 kl. 01:05
Það virðist sem sumir þjófnaðir séu löglegir.
Það eru engin takmörk á sjálftöku hjá "vinum" Péturs Blöndals.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.8.2008 kl. 17:02
Þetta eru sagðir smáþjófar af S kyni og skilt mun skeggið hökunni......
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.8.2008 kl. 22:30
Þakka góðan pistil.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 20:50
Þakka ykkur innlitið. Já það koma ýms orð upp í hugann þegar þetta mál er skoðað.
Árni Gunnarsson, 17.8.2008 kl. 21:29
Góður pistill hjá þér.
Halla Rut , 17.8.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.