Leyfist forsætisráðherra að fara með ósannindi?

Það mætti skilja á fréttum að Geir H. Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafi vaknað af pólitískum dvala og farið á kostum á fundi með jábræðrum sínum í Valhöll. Þar var hann að sjálfsögðu í aðalhlutverki og ræddi margvíslegan vanda þjóðrinnar sem hann og fyrirrennari hans í ríkisstjórn ber mesta ábyrgð á með ábyrgðarlausum oig heimskulegum stjórnarháttum um margra ára skeið. Geir hafði sig nokkuð í frammi með skáldlegum tilburðum er hann lýsti aumingjaskap stjórnarandstöðunnar við að benda á leiðir til úrbóta. Þar staðhæfði hann að allir tilburðir þeirra hefðu einkennst af úrræðaleysi og innbyrðis áflogum sem minntu á knattspyrnudólga. Honum láðist, óviljandi eða að líkindum þó fremur viljandi að Guðjón Arnar Kristjánsson benti á einfalda leið út úr brýnustu vandræðunum. Nefnilega þá leið að draga á land svosem 90 þúsund tonn af þorski umfram ráðgjöf Hafró sem eins og allir vita hefur verr en mistekist allt það sem hún hefur haft að markmiði svo langt sem starfsemi hennar nær.  Þessa leið hafa flestir ef ekki allir skipstjórar og sjómenn talið að nú ætti að fara vegna óvenju mikillar þorskgengdar á fiskimið okkar.

Tók forsætisráðherra okkar ekki eftir þessari þingræðu Guðjóns Arnars eða er hann bara óvandaður pólitíkus? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Því fer nú verr, Árni minn, en hann er bara nákvæmlega það: Óvandaður pólitíkus.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.9.2008 kl. 21:20

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og einn í hópi margra Helga mín.

Árni Gunnarsson, 13.9.2008 kl. 23:01

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Árni.

Ég var að svara athugasemd þinni við færsluna um hælisleitendur. Þú kíkir kannski.

Kveðja.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.9.2008 kl. 10:23

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er nú ekki alltaf fullsetin bekkurinn þarna við Austurvöllinn. Hann hefur kanki verið í nefnd.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.9.2008 kl. 01:03

5 Smámynd: Rannveig H

Hann Geir Hilmar er ekki alveg með á nótunum,nema þegar sjálftakan er annarsvegar,þá virkar hann klárlega.

Rannveig H, 16.9.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband