Mikilvæg yfirlýsing forsætisráðherrans

Með öndina í hálsinum biðu fréttamenn og í ofvæni eftir einhverjum fréttum af viðræðum lykilmanna þjóðarinnar í Ráðherrabústaðnum. Og nú fyrir stundu gekk Geir fram fyrir fréttamenn og svaraði spurningunni um það hvort hann væri bjartsýnn á lausnir í tæka tíð. Og svar forsætisráðherrans var eftirfarandi: 

Ég er bjartsýnismaður að eðlifari! 

Fátt er þjóðinni mikilvægari vitneskja við þetta óvissuástand sem nú ríkir en að vita að forsætisráðherra hennar er bjartsýnismaður að eðlisfari.

Reyndar man ég ekki betur en að þegar erlendir hagspekingar voru farnir að lýsa áhyggjum sínum vegna þessa ástands sem nú er að setja íslenska hagkerfið í þrot. Það eru nefnilega ekki nokkrir mánuðir heldur nokkur ár síðan skuldir þjóðarinnar vegna útrásar bankanna og fjárfesingarjöfra okkar voru orðnar margföld sú upphæð sem önnur ríki telja ystu hættumörk.

Bjartsýnismaðurinn Geir H. Haarde hélt að þetta hlyti nú allt að reddast.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Árni, þetta er góður pistill hjá þér. Nú keppast ráðamenn og útrásarmenn við að segja að öll vandræði okkar sé öðrum en okkur sjálfum að kenna.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.10.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég sagnfræðazt mjög hægt en samt vel bítandi á endajaxlinn.

Ég er að renna yfir hvenær þezzi forsætisráðherra sagði eitthvað merkilegt, hvað þá af viti, nú eða kom með mikilvæga yfirlýzíngu.

Ég veit að þú forlætur mér fyrirfram seinaganginn, en ég læt þig fyrztann vita, ef & þegar ég finn eitthvað ...

Steingrímur Helgason, 5.10.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég sé að við höfum verið álíka undrandi og andaktug, kæri sveitungi. Annar sveitungi yrkir um þetta ágætlega hérna. http://blekpennar.com/?p=462#comment-939

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.10.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband