7.10.2008 | 23:13
Frábær Jóhanna Vigdís
Flest okkar hafa fylgst með útsendingum Sjónvarps undanfarna daga og fylgst með þeirri atburðarás þar sem mörgum er enn lítt skiljanleg. Þar hefur umfram aðra mætt á Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur fréttakonu sem stóð sínar löngu og erfiðu vaktir með slíkri prýði að það hlýtur að hafa vakið aðdáun allra sem með því fylgdust. Henni tókst að halda áhorfendum við skjáinn með meistaralegum spuna utan um allt það efni sem fréttunum tengdust og gerði það með sinni óhagganlegu ró hvernig sem aðstæður voru og alltaf reiðubúin með markvissar spurningar til stjórnmálamannanna. Hjá mér hlýtur hún fullt hús stiga. Einnig var ég afar sáttur við Björgvin G, Sigurðsson viðskiptaráðherra. Hann var alltaf skýr og vel yfirvegaður í öllum svörum og féll aldrei í þá gryfju að tala niður til fréttamanna eða styggjast við hvatvísi þeirra.
En Jóhanna Vigdís bar þarna af öllum, enda frábær fagmaður í sínu starfi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er rétt hjá þér Árni. Hún hefur staðið sig vel.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.10.2008 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.