14.10.2008 | 09:17
Óskilafé og sauðdrukknir leitarmenn
Greiðslur hafa verið einhvern veginn dálítið svona höktandi milli reikninga undangengin dægur sagði maðurinn og skyldi engan undra. Einhvern veginn safnast nú upp sá grunur að þessir fémunir hafi lent "óviljandi" í þeirri ógæfu að litið hafi verið á þá sem fé án hirðis.
Það er alkunna að þegar reka á fé á ókunnar slóðir úr heimahögum þá verður reksturinn svolítið erfiður og höktandi einkum þó ef rekstrarmenn eru drukknir. Það er gömul saga og ný að það getur hent að leitarmenn í göngum súpi óþarflega mikið á vasapelanum og tapi dómgreindinni jafnframt. Sumir týna jafnvel bæði reiðskjótanum og fénu sem þeim var trúað fyrir. Mér er sagt að það hafi verið ótrúlega mikið um þessháttar óhöpp nú að undanförnu. Ennþá eigum við þó menn sem leggja sig fram við að leita uppi fé án hirðis og koma því í vörslu áreiðanlegra manna. Og þar á ég við menn eins og Pétur Blöndal alþingismann sem með lofsverðri fórnarlund leitaði uppi stofnfé sparisjóða og fann því áreiðanlegan hirði til verðveislu.
Peningarnir týndust í kerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir hafa lent í þoku með reksturinn og leiðin grýtt...
Eyþór Árnason, 16.10.2008 kl. 23:39
Já Árni, hann Pétur er engum líkur. Hann getur ýmislegt sem öðrum er alveg ógjörningur.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.10.2008 kl. 00:50
Ég vissi svosem að Framsókn sæi um sína, en boyóboy.
Þessi þáttur hjá Birni Inga er ekkert nema grín.
Spurningh hvað Framsókn borgar Stöð2 fyrir greiðann.
Valdimar Másson (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 11:59
Þakka ykkur öllum innlitið. Nú leyfi ég mér að vona að venjulegt og þokkalega skynsamt fólk hætti að sperra eyrun þegar berrassaðir gapuxar bjóða því upp á fjárvörslu sérfræðinga. Það er nefnilega langt þangað til að fjármálaráðgjafar fésýslustofnana verða látnir bera ábyrgð á eigin orðum. Og ámóta langt þar til pólitískir starfsmenn þjóðarinnar á Alþingi verða gerðir ábyrgir fyrir þjóðargjaldrotinu 2008.
Árni Gunnarsson, 18.10.2008 kl. 18:20
Fé án hirðis? Er þetta ekki þjóð án hirðis? Miðað við raunveruleikatengingar ráðamanna og ofurlýðsins virðist mér sem þjóðin sé í frjálsu falli með flotkrónunni og enginn sem hefur neitt með hana að gera.
Allra skemmtilegast við væntanlegt gjaldþrotaferli er þó að heyra framsóknarmenn tjá sig. 2ja sekúndna gullfiskaminni þeirra og ráðvendni
Ævar Rafn Kjartansson, 18.10.2008 kl. 22:05
átti að vera: og ráðvendni er ljós í myrkrinu!
Ævar Rafn Kjartansson, 18.10.2008 kl. 22:06
Góður pistill hjá þér Árni , takk fyrir
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.10.2008 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.