Íslenska þjóðin óskar eftir starfsmanni í stjórnunarverkefni. Viðkomandi þarf að leggja fram meðmæli sem sanna að hann sé með fullu viti.

Eru ekki flestir búnir að fá nóg? Þjóðin stendur frammi fyrir meiri efnahagsvanda en áður hefur þekkst og stjórnvöld eru óvirk vegna innbyrðis áfloga. Að úthallandi vetri síðastliðnum ákvað Davíð seðlabankastjóri að fresta töku á erlendu láni sem okkur bauðst og heimild Alþingis lá fyrir. Snemmsumars var Davíð spurður um hvað liði lántökunni en hann svaraði því til að hann hefði ekki talið neina brýna þörf fyrir þetta lán og þóttist góður að hafa sparað þjóðinni verulegar upphæðir i vaxtakostnaði. Nú verða þeir atburðir á haustdögum að bankarnir lenda í þroti vegna lausafjárkreppu og hröð atburðarás fer í gang sem allir þekkja. Glitnir biður um lán í Seðlabankanum til að fleyta sér yfir erfiðan hjalla en er synjað. Seðlabankinn ákveður að fella bankann og nú fara dóminóáhrifin af stað með hruni allra bankanna. Davíð  segist hafa varað ráðherra við því á útmánuðum að núll % líkur væru til að bankarnir lifðu af aðsteðjandi fjármálakreppu. Ráðherrrar muna ekki eftir þessu og viðskiptaráðherra upplýsir í kvöld að í mars hafi hann síðast rætt við Davíð sem hafi sýnt honum skýrslu um trausta stöðu bankanna. Síðan hafi þeir ekki ræðst við og stafi það sennilega af deilu þeirra um inngöngu í EB. Viðskiptaráherra sér ekki nema tvo kosti í stöðunni. Annar sé að krefjast afsagnar Davíðs, sem muni hafa þær afleiðingar að sprengja samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Hinn kosturinn sé að bíða með aðgerðir fram yfir landsfund sjallanna og skoða hvort flokkurinn lýsi þar yfir stuðningi við EB!

Hefur Samfylkingin ekki aðrar skyldur við þessa þjóð en að fylgjast með niðurstöðu landsfundar samstarfsflokksins í afstöðu hans til EB? 

Þegar svo er komið að ráðherrar ríkikisstjórnarinnar eru farnir að berjast á opinberum vettvangi um sannleikann í samskiptum þeirra við Seðlabankastjóra og/eða minnisleysi annars hvors, -og lýsa í sömu andrá vanburðum í ákvarðanatöku vegna pólitísks ágreinings við þennan starfsmann sinn- þá er mér nóg boðið. Og er þó hér fátt eitt talið af mörgum þeim fádæmum sem þjóðin hefur orðið vitni að í misvísandi yfirlýsingum þessa heiðursfólks á undangengnum vikum.

Niðurstaða: Þjóðin skal verða að þola það að einn mikilvægasti starfsmaður ríkisstjórnarinnar í stjórn peningamála er í opinberu stríði við yfirmenn sína sem þora ekki að losa sig við hann. Betur hefðu þeir farið að ráðum hans þegar hann lagði til að þeir yfirgæfu stjórnpallinn og gæfu þjóðstjórn tækifæri til að sigla þjóðarskútunni út úr brimgarðinum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll félagi Árni,

ég er svo hjartanlega sammála þér. Ég hef einmitt velt þessu mikið fyrir mér undanfarið. Í þeim vangaveltum hefur mér verið hugsað mikið til gyðinganna sem gengu í einfaldri röð inn í gasklefana og vissu þó nokkurn veginn hvað biði þeirra. Ef þeir hefðu allir sem einn gert uppreisn hefðu málin þróast á annan veg, ekki satt. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 7.12.2008 kl. 00:46

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Sagan hkjómar eins og spennuhryllir af vitstola hryðjuverkamanni sem gera það sem þeir geta til að fá umræðuna um sig. Geir er hræddur við Davíð og þar af leiðandi gjörsamlega óhæfur sem Forsætisráðherra.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.12.2008 kl. 00:47

3 identicon

Heill og sæll; Árni, og þið önnur, hver hér upp dragast, til orðræðunnar !

Árni ! Beztu kostir manna; til almennilegra stjórnunarstarfa, koma úr sjómanna- og bændastéttum. Það er að minnsta kosti mín reynsla, frá fyrri tíð, sem seinni. Skriftlærðir; sér í lagi, úr Háskóla samfélögunum, skortir allt of oft, þá beinu tengingu við náttúruna, sem er svo sjálfsögð, í frum framleiðslu greinunum, svo ekki sé talað um ögun og skipulagshæfni alla.

Þéttbýlisbúar margir; plagast svo oftlega, af einsýni þröngbýlisins, í hverju þeir hrærast, og þar með er víðáttufælnin þeim tamari, en ella þyrfti að vera, að nokkru.

Með baráttukveðjum góðum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 01:38

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Alveg sammála þér, ástandið er ekki í lagi... það sem Guðrún Þóra segir hér að ofan er líka alveg rétt, spurning bara hver ætlar að gefa sig þar sem það er aðeins einn maður sem virðist halda okkur í gíslingu Ég er bara dauðhrædd við þetta alltsaman, þegar einn maður hefur virkilega öll þessi völd og öll þjóðin er ósátt ? Ég meina hvað er eiginlega að ? Við höfum alveg látið valta yfir okkur, vona að mótmælin verði bara meiri, en friðsamleg samt áfram.

Bestu kveðjur til þín,

Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 7.12.2008 kl. 01:49

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Frábær færsla hjá þér frændi.

Sigurður Þórðarson, 7.12.2008 kl. 02:26

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Árni þetta er góð færsla hjá þér og ég er þér innilega sammála, maður botnar ekki í því af hverju ekki er tekið á þessum málum. En vonandi fáum við að kjósa í vor og þá er hægt að skipta þessu fólki út.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.12.2008 kl. 12:01

7 Smámynd: Rannveig H

Góð færsla eins og þér einum er lagið. Ég geri orð Erlings að mínum. Það er furðulegt að þetta geti gengið svona fyrir sig. Einræðið er algjört, svo vælir bankamálaráðherra eins og stungin grís.Stjórnvöld eru óhæf það er ekki spurning lengur.

Rannveig H, 7.12.2008 kl. 12:21

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka ykkur öllum fyrir komuna.

Gunnar Skúli: Þú nefnir gasklefa og gyðinga. Nú er þetta nokkuð hvatvísleg ályktun en ég viðurkenni að ég er orðinn sömu skoðunar. Og ég óttast það umhverfi sem börnum þessa lands er boðið upp á þegar svo er komið að þessi skelfilega viðmiðun er komin inn í þjóðarsálina. Það er einna líkast því að hér sé komin á herforingjastjórn svona ámóta og í ríkjum Suður-Ameríku eða dimmustu afkimum Afríku. Lýðræði er ekki orðið sem hæfir valdstjórn sem neitar að yfirgefa ráðherrastólana þó meirhluti þjóðarinnar lýsi vantrausti á hana.

Er svo komið að við verðum að senda bænakall til alþjóðasamfélagsins um að aðstöða okkur við losa okkur við "lýðræðislega kosin" stjórnvöld?

Árni Gunnarsson, 7.12.2008 kl. 12:35

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Heljarkrumla eða ætti ég að segja helkrumla Davíðs Oddssonar á íslensku þjóðlífi var falin með möppudýri í brúðulíki. Brúðan Geir er of mjóróma til að fela öskur vitstola ljóns með sært stolt. Auk þess sem ljónið er búið að hóta að tæta brúðuna í sig. Ef dýralæknirinn væri maður en ekki mús væri hann búinn að lina þjáningar ljónsins og svæfa það í staðinn fyrir að ráða afkvæmi þess til starfa.

Ég er hjartanlega sammála því að þetta gengur hvorki lengur né oftar. Burt með þetta fólk!

Ævar Rafn Kjartansson, 7.12.2008 kl. 12:37

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Biðst afsökunar á villu í efstu línu ath.11. ...stjórnmálamenn sem... er auðvitað ofaukið.

Árni Gunnarsson, 7.12.2008 kl. 16:05

11 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: góð samantekt hjá þér Árni, fyrirsögnin segir allt, ég verð meira og meira hissa á þessum darraðardans, sem engan enda virðist ætla að taka, fyrst virtust allir vera voða hissa, annar stjórnarflokkurinn fór rakleiðis í stjórnarandstöðu, og gekk um gargandi að við værum á hausnum, gjaldþrota, í vonlausri aðstöðu, krónan ónýt, Ingibjörg setti ESB plötuna á (þessa rispuðu), verðum að ganga í ESB#verðum að ganga í ESB#,svo var þetta allt Davíð að kenna einum sko, nú kemur upp, færslan þín hér að ofan, ráðherrar hræddir við Davíð, Samfylkingin bíður eftir niðurstöðu landsfunar Sjálfstæðisflokksins, verð að taka undir með þér, votorð um heilbrigða skinsemi og vit til að beita henni verið skilyrði hér eftir.

Magnús Jónsson, 7.12.2008 kl. 20:38

12 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er frábær færsla hjá þér Árni eins og færslurnar hjá þér eru yfirleitt. 

Jón Magnússon, 8.12.2008 kl. 00:14

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Frábær færsla og algjörlega sammála! Þar sem verið er að óska eftir fólki með fullu viti, geturðu strikað mig út af kanditata listanum.. 

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 04:48

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Geir Haarde hefur alvald til þess að halda núverandi pólitískum öflum við völd út kjörtímabilið. Við losnum ekki við þessa spilltu stjórnmálamenn sem þiggja mútur frá auðmönnum, í formi boðsferða í snekkju Jóns Ásgeirs, leynistyrki í kosningasjóði, hálauna störf fyrir börn og ættingja eða aðkomu þeirra að stjórnum fyrirtækja, jólagjafir osfr, nema að gera byltingu.

Við getum valið um að láta þetta lið hneppa börnin okkar í ánauð eða að gera byltingu. Svo einfalt er málið.

Það er alvarlegt mál að Geir Haarde og hans lið setur milljóna skuldir á bak hvers einstaklings sem birtist á fæðingadeildinni.

Burt með ríkisstjórnina, við viljum hreint og óspillt Ísland.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 02:19

15 Smámynd: Fríða Eyland

Takk Árni, fyrir mig, var að þvælast á blogginu og rakst á þetta hjá Maríu.... smella hér

Kveðja 

Fríða Eyland, 9.12.2008 kl. 03:32

16 Smámynd: Diesel

Sammála þér í einu og öllu hvað þetta varðar Árni. Þú hittir naglan á höfuðið, ekki í fyrsta skipti og sennilega eigi það síðasta heldur.
Þetta er það sem ég hef oft sagt:
Hefur Samfylkingin ekki aðrar skyldur við þessa þjóð en að fylgjast með niðurstöðu landsfundar samstarfsflokksins í afstöðu hans til EB? 

Ævar Rafn: Tek undir orð þín öll í áliti þínu.

Diesel, 10.12.2008 kl. 16:22

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jakobína er með alveg rétta skoðun. Mótmæli, friðsamleg eða ófriðsamleg gera ekkert gagn. Þeir hlægja bara að þessu og kalla þá skríl. Og svo eru þeir sjálfir mesti skríllinn á Íslandi.

Það þarf þjóðstjórn sem lýsir yfir að það taki yfir alla stjórn, handtaka þarf aðalmenn Ríkisstjórnar og gera þeim ómögulegt að eiga nokkur samskipti út í þjóðfélagið.

Vopnaðir hópar myndu verja þjóðstjórnina. Samningar við lögreglu um að þeir verði að taka afstöðu hverjum þeim ætla að hlýða. Annars sé hætta á verulegum blóðsúthellingum sem er óþarfi ef þeir haga sér eins og fólk.

Þetta er mín skoðun á því sem það eina sem ber árangur. 'eg tek það fram að ég er hvorki ofbeldisinnaður mæli með því.  Enn ég tel það fullan rétt Íslendinga að verða hendur sínar þegar með þarf. Það þarf núna. 

Óskar Arnórsson, 11.12.2008 kl. 03:59

18 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Eg hef sagt tad adur ad hropa a heyrnarlausa rikisstjornarmedlimi tidir litid...

Ef til tarf,,blod ad renna" til ad hrekja ta fra voldum...Rikisstjorn Islendinga hreyfir sig ekki fra ,,Kjotkotlunum" fyrr en teir hverfa undir,,sex fetin"!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 12.12.2008 kl. 13:04

19 identicon

Sæll Árni minn!

Má ekki vera að því að skrifa nema fáein orð því ég er að fara í hrossasaltkjöt - "það er hún Helga - hún er bara sæmileg!" - til Ingimars P.   Skila kveðju frá þér.

Þetta er annars meiri vitleysan í þér - nú eigum við öll að setja upp hauspokana og vera taglhnýtingar - á eftir Jóni Magnússyni og hinum þingmönnunum - og fylgja hinum frábæru foringjum sem allt vita og geta.      Þetta sjálfstraust hefur kristallast í FME-forustumanninum - við sáum nú öll hvarnig hann geislaði í Kastljósinu.    Þessir menn með þvílíkar lausnir - t.d. að hækka laun FME-fólksins verður bara að fá að vera á jötunni til loka kjörtímabilsins - ef ekki lengur.    Það þarf ekkert að kjósa í Uganda, því þá að vera að þessu veseni hér.     Ástandið hér er alla vega betra hér en í Sómalí, við höfum bæði ræningja og ríkisstjórn en bara ræningja þar!

Kveðja,

Ragnar

Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 19:08

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

hehehe..algjört snilldarkomment hjá Árna Eiriksyni..

Óskar Arnórsson, 12.12.2008 kl. 23:51

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sæll Ragnar. Er nú villimennskan komin á það stig hjá ykkur Ingimar að þið eruð farnir að skíra saltkjötsmerarnar nöfnum kvensörunga áður en þið leggið ykkur þær til munns? Ekki er á ykkur logið og vel held ég að þið kynnuð við ykkur í átveislum á Bessastöðum með þjóðhöfðingjum á borð við Idi Amin og hans líkum. Fljótur yrði Ingimar að drekka svoleiðis titti undir borðið eftir að vera búinn að taka þá í sjómann.

Bið að heilsa í hesthúsahverfið og mundu svo eftir að inna hann Þórólf í kaupfélaginu eftir því hvar hann tróð sjóðnum frá Gift? Það gengur fjöllunum hærra að hann sé búinn að gleyma öllu um þann ágæta sjóð.

En til ykkar allra: Nú er þessi fjármálaspilling komin á það stig samkvæmt síðustu fréttum að það er spurning hvort ekki þurfi að safna undirskriftum á hjálparbeiðni til erlendra ríkja til að taka að sér alla rannsókn og jafnframt að fjarlægja ríkjandi stjórnvöld til að þau trufli ekki rannsóknina. Ef einhver hluti þeirra grunsemda sem nú eru farnar að birtast hér á blogginu með nöfnum alþingismanna sem liggja undir grun um misferli reynast sannar þá er mælirinn fullur. Þetta kann að vera hvatvísi hjá mér en- nú er mér nóg boðið! 

Árni Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 00:39

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Árni Gunnarsson!

Ég er einlægur aðdáandi þinn, er ef herskár sjálfur. Vil bara hnakkasjóta alla sem þarf og byrja upp á nýtt.

Vinnuskemmdir af því að vera innanum svikara, þjófa, bankaræningja, morðingja, margar tegurndir. Og svo bara restin. Nenni ekki að lista hana hér upp.

Sumir dómar ættu að hljóða svona:  6 mánuðir vegna húsnæðisskorts! Mótmæali segir sá ákærði. Það var búiðmað lofa mér 9 mánuðum með einn þriðja afplánun. Hvar á ég að búa? ´´I snjónum? EHHH... ok þú færð 10 mánuði. Þá kemur þú út á besta tima!

Hr. Dómari. Þú ert sá besti maður sem ég veit að til er¨!

Leikriti lokið! 

Svona gengur þetta fyrir sig á Íslandi enn engin má viðurkenna það.

'eg veit alla vega af þessu. Og allir þeir semmþurfa félagslega aðstoð þegar þeir koma úr fangelsi...vita af þessu líka.

Og vegna þekkingarleysis í félagfsmálum, vilja þessir menn "heim" aftur...

Vil bara endurtaka að ég get ekki sótt um sem alheill. Það væri móðgun. Enn geturðu sagt mér nafnið á einum íslending sem uppfyllir skilyrðin?

Óskar Arnórsson, 14.12.2008 kl. 03:39

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar minn. Ekki er ég nú svo herskár að mig langi beinlínis til að drepa fólk. Ég geri mér fulla grein fyrir því að hér er mikill sjúkdómur á ferðinni og ástæða til að setja sjúklinga í einangrun því smithættan er mikil. Og það legg ég til að verði gert tafarlaust.

Um hnakkaskotin er hinsvegar það að segja að ef svo heldur fram sem horfir óbreyttu mun þess skammt að bíða að þeir sem hér er um að ræða muni taka upp hætti Mafíunnar. Þá sjá þeir sjálfir um aftökur.

Árni Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 12:47

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er búin að vera innan um Mafíumenn í fangelsu í meira enn 20 ár og flestir af þeim er ágætis fólk.

Það þarf harða menn til að taka völdin á Íslandi og ég legg til að það verði gert, með vopnum Árni! oG skipa þjóðstjórn. Ég er óhæfur. En ekki menn eins og þú!

Óskar Arnórsson, 14.12.2008 kl. 15:16

25 identicon

Sæll aftur og sæl þið önnur!

Það er nú ekki við okkur Ingimar að sakast með nafngiftina á merinni en eins og þú veist miðast nafnið við aðrar vonir og þrár - eða þekkingu!     Það var hins vegar Óli Péturs. sem átti og skírði hrossið.    Eftir nokkrar meiðingar var ályktað að öxin og tunnan geymdu hana best.     Ingimar sá um öxina en því miður sá Óli sjálfur um tunnuna og skar algjörlega alla fitu burt svo þetta voru bara þurrar tægjur - það lá við að ég kæmi með tillögu um að hegna Óla á versta vís (í tunnuna meðann!!)!    

Ég frétti í gær að kaupfélagsstjórinn hefði haldið fund með kaupfélagsfólki (eða framsóknarfólki) og sagt að allt væri í lagi hjá sér og kaupfélaginu,   peningarnir hefðu verið tapaðir fyrir löngu - áratugum - og við skyldum bara vera róleg - spillingin og uppgjörið næði ekki norður yfir Holtavörðuheiði!     Svo er bara að sjá!

Það hefur reynst svo að Gróusögur hafa komið upp hér á blogginu hafa oftar en ekki reynst vera sannleikurinn og hann reyndar alltaf reynst miklu verri!     Það sást t.d. vel við skipun skilanefndanna - margir voru augljóslega nátengdir málinu.    Enginn sagði þó neitt fyrr en Jón Sullenberger sagði að sér finnist skrítið að KPMG, endurskoðandi Stoða og FL væri að skoða Glitni og að sonurinn væri þar í skoðun föðurins!      Það þurfti sem sé útlending til að sjá skyldleikann!     Mikil ættfræðiþjóð íslendingar!  

Mér finnst að nú eigi að gilda "sekur uns sýkn er sönnuð" en ekki öfugt!    Lög um deCode voru sett 15. maí, 2002 og eru nr. 87.(og enn í gildi -200 m US$ ábyrgð)  svo sennilega er skuldin hennar Sifjar þá frá þeim tíma og miðað við neysluvísitölu (221,8 =>310 ) sem nú gildir sem lánskjaravísitala þá er skuldin 141 m. kr. vaxtalaust!!!!

Þó maður sé að gantast með þetta hér þá er það sorglega að undir niðri trúir maður þessu öllu eftir það sem á undan er gengi.      Ég hafði reyndar ekkert heyrt um Sif fyrr, en bankamálaráðherrann heyrði ég að hefði tekið 28 m kr myntkörfulán sem hefur þá trúlega hækkað í 50-60 m. kr.      Jukkið kringum Árna M er alþekkt og Byr augljóslega skítafyrirtæki þó maður trúi bara helmingnum af því sem samfylkingarmaðurinn í Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson skrifar.     Þorgerður Katrín segir að ekkert hafi verið fellt niður af skuldum þeirra hjóna - það er bara ekki nóg því það átti að fella skuldirnar niður!  Lúðvík Bergvinsson er búinn að tala frá sér allan heiður og æru og ef hann er að standa í einhverju félagabraski til viðbótar er hans sómi lítill.     Þó ég muni ekki meira má sjálfsagt áfram telja og alla vega þarf þetta fólk að gera almennilega hreint fyrir sínum dyrum.   Það þarf ný lög um þingsköp alþingis og um upplýsingaskyldu þeirra um fjármál sín.  

Það eru nú meiri ósköpin sem þarf að gera ef þetta spillingarlið fer einhverntíma frá!!!!

Það er sennilega enginn blóðvöllur í Reykjavík frá fornum tíma?

Kveðja,

Ragnar Eiríksson (ég skrifa alltaf undir fullu nafni í þeirri von að verða kærður fyrir landráð eða í það minnsta óhróður um blásaklaust fólk

Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 16:32

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

hehehehe..Algjört snilldar komment Ragnar! Vildi bara segja það...

Óskar Arnórsson, 14.12.2008 kl. 20:12

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við lestur þessa svars frá þér Ragnar minn vaknaði hjá mér hugmynd, nokkurs konar vitrun. Mér sýnist að lausnin frá mestu þjáningu þjóðarinnar í allri kristni samanlagðri sé nú í höndum ykkar Ingimars Pálssonar. Ég hef lagt nokkra vinnu í að fínpússa áætlun sem getur ekki mistekist og er í stuttu máli svona:

Topphestar ehf, bjóða ráðherrum ríkisstjórnarinnar í áramótaferð um hálendið frá Skagafirði allt til Hótels Geysis í Haukadal. Boðið verður upp á ferð í boði nokkurra tryggra, ónefndra aðdáenda ríkisstjórnarinnar vegna traustra og fumlausra viðbragða á örlagatímum. (ég skal taka að mér að semja boðskortið). Að því gefnu að hið höfðinglega boð verði þegið er ferðaáætlunin á þessa lund:

Ingimar smalar saman helstu húðarjálkum og illgengustu rokuhundum og manndrápurum sem finnast í gervöllum Skagafirði. Þarna þurfa að vera hestar (og merar) sem reisa makkann og bryðja mélin af óþreyju líkt og Hanna Birna þegar hún hlustar á úrtölur minnihlutans í borgarstjórn. Starta síðan með fretum líkt og einkaþotur Hannesar Smárasonar og annara útrásarvíkinga í flugtaki. Lagt verður af stað frá Varmalæk og gist fyrstu nótt í Ströngukvíslarskála. Síðan í tveim áföngum í Leppistungur. Til nestis verður saltkjötstunna Óla Péturs keypt og þær Ingibjörg Sólrún og Þorgerður Katrín látnar sjá um suðuna. Lyfjataska þarf að vera með og einföld að innihaldi þar sem eingöngu verða þrjár þriggja pela flöskur af laxerolíu og ein matskeið gefin hverjum gesti að morgni til forvarnar gegn flugubiti. Gæti þetta verið uppbót á Gala ferðina með því að nú jafngilti ferðin heilsuferð með Jónínu Ben Framsóknarkonu til Póllands að skíta  eftir læknisfræðilegri undraformúlu. Aðstoðarmenn í ferð þessa sé ég fyrir mér tvo. Annar er Eiríkur av Fáskrúðsfirði, vinsæll útvarpsmaður og frægur frá Útvarpi Sögu. Honum yrði falið það hlutverk að fara með eitthvað fallegt fyrir fókið undir svefninn, svona nokkurskonar kvöldandagt. Hinn á að vera Stebbi gamli frá Keldulandi sem mundi draga af ráðherfum vosklæði á kvöldin og segja þeim á meðan blautlegar sögur af samskiptum náttúrumikilla bænda af Austurdal við tröllastelpur og huldukonur í þoku á Ábæjarafrétti og reka upp á meðan menningarlegar hláturrokur. Farsímar yrðu bannaðir sem og öll samskipti við sérsveitir og lífverði. Stebba yrði ennfremur falið að bera hákarlalýsi (gamalt) á rasssæri og alla aðra viðkvæma bletti innanlærs. Gamall og lítt soðinn landi frá ónefndum merkisbónda austanvatna yrði veittur í boði hússins á kvöldin til að örva lausmælgi um bankahreinsanir og allt tekið upp á diktafón. 

Síðasta kvöldið yrði helgistund þar sem Eiríkur héldi skilnaðarræðuna blaðlaust og þar yrðu gestunum boðnir afar aðgengilegrir samningar ef svo skyldi atvikast að þeir nenntu ekki að fara sömu leið til baka.   

Trúðu mér, Þetta mun svínvirka og þjóðin leyst úr álögum!

Árni Gunnarsson, 15.12.2008 kl. 23:44

28 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sammála Árni! Innilega sammála!..

Óskar Arnórsson, 16.12.2008 kl. 16:08

29 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Árni! Þú ert búinn að leysa rannsóknina og hvítkattarþvottinn, losa okkur við pakkið og kenna þeim mannasiði allt í einum reiðtúr. Þetta er snilld og ég legg til að þú skrifir boðskortið ekki seinna en í kvöld.

Ævar Rafn Kjartansson, 16.12.2008 kl. 16:39

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hugmynd af boðskortum....og svo eru einhverjir fleiri. Forsetinn mætti fara líka svo þetta sé svolítið virðulegt..

1.    Björgólfur Thor Björgólfsson   

2.    Björgólfur Guðmundsson   

3.    Magnús Þorsteinsson

4.    Ágúst Guðmundsson    

5.    Lýður Guðmundsson  

6.    Sigurður Einarsson  

7.    Hreiðar Már Sigurðsson  

8.    Jón Ásgeir Jóhannesson  

9.    Kristín Jóhannesdóttir  

10.  Ingibjörg Pálmadóttir  

11.  Gunnar Smári Egilsson   

12.  Gunnar Sigurðsson  

13.  Pálmi Haraldsson   

14.  Jóhannes Kristinsson 

15.  Magnús Ármann  

16.  Þorsteinn M. Jónsson  

17.  Kári Stefánsson       

18.  Hannes Smárason   

19.  Kristinn Björnsson  

20.  Magnús Kristinsson   

21.  Bjarni Ármannsson     

22.  Róbert Wessmann 

23.  Ólafur Ólafsson 

24.  Karl Wernersson  

25.  Þorsteinn Már Baldvinsson   

26.  Sigurjón Árnason    

27.  Halldór Kristjánsson 

Seðlabankastjórar og stjórn Seðlabankans

Fjáramálaeftirlitið

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og Dómsmálaráðherra.

Óskar Arnórsson, 16.12.2008 kl. 20:04

31 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona margir sérvaldir reiðskjótar handa refsiföngum finnast ekki í Skagafirði Óskar minn. Þar er Mekka íslenskrar hrossaræktar eins og alþjóð veit. Lítill vegur væri að leita í önnur héruð þvi ekki efa ég að hestaeigendur yrði fúsir til að leggja til hestakost í svo göfugt hlutverk sem hér um ræðir. En lílega yrði að fjölga fólki í menningarkvöldvökur og önnur þjónustuhlutverk. Mesta kostnaðinn sé ég fólginn í auknu magni af laxerolíunni.

Árni Gunnarsson, 16.12.2008 kl. 21:27

32 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvað skyldi 200 lítra tunna af laxerolíu kosta? Annars er ég alltof herskár í pólitík yfirleitt. Kann ekkert um hana og hef það á tilfinningunni að það veljist líka menn í pólitík sem vita ekki neitt.

Fæ það bara á tilfinningunna í öllum þessum bankaránum sem hafa átt sér stað...

Furðulegt! Hér í Svíþjóð er eitt bankarán á dag og eru menn þá með grímur og vélbyssur....

Á Íslandi eru bankarængjarnir, eigendur og bankastjórar og engin tekin fyrir neitt...þeir kollvarpa allri afbrotafræði!  

Það yrði kanski bara níðingsskapur á hestunum að setja svona skríl á hestbak..

Má ekki bara nota kýr í staðinn? Það er hægt að kenna þeim að mjólka á leiðinni...upp á gamla mátann... 

Óskar Arnórsson, 17.12.2008 kl. 12:17

33 Smámynd: Diesel

lesið þessa grein

Diesel, 19.12.2008 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband