Okkur líður alveg ágætlega.....

Fundi Samfylkingarinnar í Þjóleikhúskjallaranum var að ljúka. Fréttakona Sjónvarpsins tók varaformanninn Ágúst Ólaf Ágústsson tali og spurði hann margs í ljósi þessarar niðurstöðu. Ágúst Ólafur var hress í tali að vanda og óð nú elginn sem aldrei fyrr. Margt af því brast mig vitsmuni til að skilja í samhengi en hann ræddi um samstöðuna innan flokksins og það mikilvæga hlutverk að ná trúverðugleika þjóðarinnar gegn um kosningar og nýja ríkisstjórn. Um fullnustu þessarar samþykktar fundarins og hvenær stjórnarrof yrðu sagðist hann ekki geta sagt neitt því Samfylkingin væri að vinna af heilum hug í ríkisstjórnarsamstarfinu!!! Þetta samtal fór fram í sviðsljósi eldanna á tröppum Þjóðleikhússins og háværum köllum mótmælendanna sem búnir voru að reka ráðherra flokksins eftir innbrot á fundinn. Líklega með vísan til þess spurði fréttakonan Ágúst varaformann hvernig honum og flokksmönnum hans liði......? "Alveg ágætlega" svaraði hinn galvaski varaformaður Samfylkingarinnar og bætti við nokkrum orðum sem ég náði að vísu ekki því undrunin á þessu skelfilega svari bar athyglina ofurliði.
mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Nú ertu farinn að læra Árni minn!

Eins og þú bendir á var viðtalið fróðlegt en illskiljanlegt!    ".....að vinna af heilum hug í...." og "Alveg ágætlega!" segja allt sem þarf um hug þingmanna Samfylkingar sem vafalítið munu eiga stuðning kjósenda vísan - eða hvað?

Kveðja og hamingjuóskir með þróunina!

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiríksson, 21.1.2009 kl. 23:46

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já Ragnar, þetta viðtal var með eindæmum. Ekki bjóst ég reyndar við öðru frá þessum efnilega stjórnmálaleiðtoga sem er ekki enn kominn í mútur og leggur mikla áherslu á að sýna þá ímynd að honum sé nú farin að spretta grön,- ef vandlega er að gáð!

Árni Gunnarsson, 21.1.2009 kl. 23:58

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Amma mín hefði sagt að drengur þezzi þyrfti að komazt í 'góða sveit' ...

Steingrímur Helgason, 22.1.2009 kl. 00:03

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Pókerspilari. Flokkurinn er forystulaus - hart að tala svona, en nú er fleira í húfi en velferð einnar konu, þótt ágæt sé. Takist honum að knýja fram kosningar í skjótheitum mun flokknum ekki vinnast tími til velja nýjan formann. Þá er framtíðin í hans höndum. Þrátt fyrir geldingsröddina - grimmur spilari. Er veröldin eitt allsherjar leiksvið? Ég er huxi.

Baldur Hermannsson, 22.1.2009 kl. 00:16

5 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Það má vera að hann sé ekki fullþroska, ætli hafi verið sett teygja á hann ungan!     Talandinn er alla vega fullþroskaður og maðurinn fyrir löngu búinn að semja formannsræðuna - við heyrðum upphafið á Háskólabíósfundinum!     Ég held að þetta sé einmitt maðurinn sem Samfylkingin þarf - maðurinn sem getur bjargað þjóðinni frá Samfylkingunni!

Kveðja,

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 22.1.2009 kl. 00:35

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr Árni! Nýju fötin Keisarans.

Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 13:52

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er ekki neinn stjór- eða trúmálamaður. Enn ég setti inn eina grein í staðin fyrir þessa sem þér geðjaðist ekki að.

Hún er gerð af prófessorum og sérfræðingum. Mjög málefnalega, en lýsir hvaða viðskiptamenn hafa nát tökum á Stjórnvöldum.

Enn það er ágætt að Samfylkingarmönnum líður vel, enn óróandi þegar þig fer að skorta vitsmuni til að skilja hvað fólk er að segja! Það hlýtur að vera einhver sem sem ekki getur talað mannamál. 

Óskar Arnórsson, 23.1.2009 kl. 09:04

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Árni, þú mátt ekki vera svona grimmur. Honum sprettur grön og hann er að meina það sem hann segir. Telur hann. Á þessu augnabliki. Fram að því að formaðurinn tjái sig. Svo er Samfylkingin líka á móti álverum, nema þegar þau eru með þeim. En hafðu það hugfast að þessum flokki er best treyst til að leiða okkur í gegnum erfiðleikana framundan. Þar til annað kemur í ljós. En það er óþarfi að persónugera þetta.

Ævar Rafn Kjartansson, 24.1.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband