Okkar virka efnahagslíf

Stundum hefur mér gengið bölvanlega að skilja spakmæli pólitíkusa og sé þar engin batamerki. Nú segir viðskiptaráðherra okkar hæstvirtur í spjalli við erlent dagblað að horfur íslensku þjóðarinnar séu dökkar. Skuldir muni hækka á næstunni og nema árlegri þjóðarframleiðslu. Bjarta hliðin sé þó sú að ennþá sé viðskiptalífið virkt.

Ég hafði nokkurt álit á hæstvirtum viðskiptaráðherra Gylfa Magnússyni meðan hann var óbreyttur álitsgjafi og fannst hann jafnvel mæla spaklega um efnahagsvandann. Vænti ég því nokkurs af honum í þessu vandasama stjórnsýsluhlutverki. Virkt viðskiptalíf kann að vera markmið út af fyrir sig. En ósköp held ég nú að viðskiptalíf okkar muni nú hægja á sér ef Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn verður búinn, með aðstoð Seðlabankans að leggja atvinnulífið í rúst með hæstu stýrivöxtum í heimi og jafnframt að hrekja flesta rólfæra íbúðaeigendur úr landi atvinnulausa.

En kannski blómgast viðskiptalífið þegar bankarnir fara að selja skógarþröstum og spörvum íbúðir sem veðsettar eru fyrir 30% hærri upphæð en nemur raunvirði þeirra í dag. Hvert raunvirðið verður þá er ég nú reyndar ekki maðuur til að reikna eða spá fyrir um.  


mbl.is Dökkar horfur, segir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nú enn nokkra trú á Gylfa, eiginlega hefur hann vaxið í áliti hjá mér á þessum tíma.

Það er mikill vandi að tala við erlenda aðila um þessi mál. Það er erfitt að segja blákalt, að við ætlum ekki að borga, þá verður allt vitlaust. Það virðist vera viðtekið álit erlendis að Íslenska þjóðin eigi að borga, úr því að bankarnir fóru á hausinn. Gylfi náði að snúa sér all þokkalega út úr þessu í viðtalinu á Sky.

Hann er eflaust að reyna að fá Þjóðverjana til að vorkenna okkur og málar þetta í dökkum litum fyrir þá.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 20:36

2 identicon

Annars er ég algjörlega sammála því að stýrivextirnir eru að ganga frá atvinnulífinu. Þetta er alveg óskiljanlegt ráðslag, að pína svona atvinnulíf sem er að hruni komið.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 21:34

3 Smámynd: Hlédís

Við fylgjumst með! Skeiðin og litla stálskálin eru enn í töskunni, hrossabresturinn á hillu við útidyrnar! Hef, fyrir eigin parta, ákveðið að gefa nýrri stjórn alveg starfsfrið í 4 vikur. Nú er 1 - ein - eftir og framlenging kemur til greina ef sæmilega gengur áfram ;)

Hlédís, 22.2.2009 kl. 22:26

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir Árni. Það þarf að hamast í þessu. Taka þjóðarníðingana fyrir og koma spillingarliðinu frá völdum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 22:47

5 identicon

Heill og sæll; Árni, og þið önnur, hér hjá honum !

Ætli það eigi ekki; að teljast Guðs þakkarvert, að stýrivextirnir skuli ekki vera, að minnsta kosti helmingi hærri, Árni minn ?

Gylfi virðist; hafa orðið gjörsneyddur því jarðsambandi, hvað við; flest, töldum hann hafa, framan af.

En; sem þú segir, Árni, mun land eyðast - haldi fram, sem horfir, þó svo tófa og minkur hefðu viðveru hér áfram, að nokkru.

Stýrivextirnir býta þó ei, á dýraríkið, enn sem komið er.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 22:54

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Á hverju degi kemur fram hagspekingur og ræðir um skuldir þjóðarinnar. Suma daga koma tveir og dæmi eru um að sami spekingurinn sjáist tvisvar.

Allir eiga þessir gapuxar það sameiginlegt að engir tveir hafa uppi sömu tölur. Lengi vel trúði ég því að skuldir "þjóðarbúsins" væru svona 3000 - 6000 milljarðar og var bara orðinn nokkuð sáttur við hærri töluna um tíma. Nú gefur ský dregið fyrir sólu og nýlega tókst Tryggva Herbertssyni að þræla þessum skuldum niður í 460 milljarða með ofurlitlum skekkjumörkum. Það var daginn áður en hann auglýsti framboð sitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var nú ekki seinna vænna að reka óorðið af flokknum vegna óráðsíu í fjármálum.

Horfði um stund á ÍNN sjónvarpsstöðina í kvöld þar sem Ingvi Hrafn ræddi við þrjá skoðanabræður sína. Þar hvarf svo 100 milljarða skuld vegna Icesave áður en ég var til fulls sestur í stólinn. Ég færði mig af asnaskap yfir á aðra stöð áður en þessum öflugu talsmönnum frjálshyggjunnar hafði tekist að koma efnahagsreikningi þjóðarbúsins í plús.

Það er eins gott að vara sig á fjarstýringunni! 

Árni Gunnarsson, 23.2.2009 kl. 00:05

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Mér er það óskiljanlegt að enn skuli enginn hafa verið sóttur til saka í þessum sirkus sem tröllríður íslensku þjóðinni.

Mér er að sama skapi óskiljanlegt að enn skuli enginn hafa talað um það í nýrri ríkisstjórn að breyta lögum og bregðast við feluleik íslenskra landráðamanna og bankaræningja í skattaskjólum...

...en líklega er það samtrygging þessara bölvuðu flokka sem ræður för, þar er enginn skárri en annar...sumir þeirra settu okkur í hóp spilltustu landa heims, aðrir þögðu þunnu hljóði og gera enn. Flokkakerfið mun aldrei setja af stað neina raunhæfa rannsókn á sjálfu sér og sinna einkavinafélaga...

Haraldur Davíðsson, 23.2.2009 kl. 00:53

8 identicon

Halli Dabba....thad er reyndar ekki óskiljanlegt.  Vid hverju er ad búast af thjód sem lét raena sig og ekki nóg med thad, heldur kaus raeningjana aftur og aftur.  Heldurdu virkilega ad íslendingar laeri af reynslunni?  Thú sérd ad stór hluti kjósenda vilja kjósa sjálfstaedisflokkinn thrátt fyrir ósköpin.  Thví midur hef ég litla trú á íslendingum og thad er hrikalegt til thess ad hugsa ad heimska landsmanna kemur nidur á hugsandi fólki eins og ykkur hér ad ofan.

Vatnsdrekkandi (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 01:28

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tófa er friðuð á Íslandi. Enn ekki bankaræningjar. Klassiskt!

Haraldur segir allt sem segja þarf.

Góður pistill hjá þér Árni G. eins og venjulega. Ég þori ekki að koma með mitt álit á þessum sirkus. Blogginu mínu yrði lokað ef ég gerði það... ég er farin að halda að það skipti engu máli hver er við stýrið á þessu landi. Allt sama tóbakið...

Óskar Arnórsson, 23.2.2009 kl. 01:39

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við skulum bara vera kát börnin góð. Landið rís með degi hverjum fram að kosningum. Við erum þó skuldlaus þjóð með viðskiptalíf á blússandi siglingu.

Það eina sem ég hef áhyggjur af er þessi áróður bölvaðra útlendinganna að við séum einhverjir asnar í fjármálum. Bráðum förum við að heyra frambjóðendur vara okkur við vinstri flokkunum og hvetja okkur til að flykkjast um Sjálfstæðisflokkinn "til að tryggja stöðugleikann!"

Árni Gunnarsson, 23.2.2009 kl. 09:59

11 Smámynd: Hlédís

Ekki bráðum, Árni! Nú þegar. "ALLAR STÉTTIR SAMEINIST - GEGN FÉLAGSHYGGJU" er samantekt úr stefnulýsingu eins frambjóðandans - sem liður í að styrkja gömlu góðu gildin Flokksins.

Hlédís, 23.2.2009 kl. 10:37

12 Smámynd: Rannveig H

Það fer að skapast hefð fyrir því að útlendir blaðamenn miskilja íslenska ráðamenn eða öfugt.Ekki veit ég hvort það hefur verið í þessu viðtali. Þetta er allt svo óskiljanlegt tökum umæli Tryggva Herbertssonar og svo Gylfa Magnússonar. Ég seigi nú bara er engin millivegur til í þessu?

Rannveig H, 23.2.2009 kl. 10:38

13 identicon

Þessi yfirlýsing GM er svona svipuð og að segja að sjúklingur í dái sér virkur á vinnumarkaðinum. Því miður er enn langt til botns og fjölmörg fyrirtæki og heimili eiga enn eftir að fara veg veraldar. Viðskiptalíf krefst aðhalds en líka frelsis innan eðlilegs eftirlits, sem því miður brást, en einnig þarf gjaldmiðil sem er viðurkenndur og ekki síst traust á innlendum og erlendum vettvangi. Svari nú hver fyrir sig. Hvað á þessu á við um okkur? Og allt er þetta í boði misvitra stjórnmálamanna og útrásarhyskisins. 

Lund Hervars (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 19:03

14 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Viðskiptalífið virkt þýðir sennilega að Kringlan sé enn opin. Annars finnst mér Lund hér lýsa þessu best: Að sjúklingur í dái sér virkur á vinnumarkaðinum.

Ævar Rafn Kjartansson, 28.2.2009 kl. 12:07

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ómerkilegir pólitíkusar hafa tíðkað að kjafta sig út úr erfiðum umræðuefnum með orðhengilshætti. Og þeir hafa komist upp með það.

"Þú getur þó allavega skoðað myndirnar!" sagði strákurinn sem reyndi að selja Sveini blinda myndskreytta trúarritið á Króknum forðum tíð.

Árni Gunnarsson, 28.2.2009 kl. 18:40

16 identicon

Takk fyrir Ævar, lundin er lund Hervars, stundum tyrfin stundum létt, fer eftir því hver temur, nú reynir á að allir standi saman, erfiðleikarnir eru sagðir kalla fram bestu syni og dætur hvers samfélags. Höfum það hugfast að fífl eins og Kristinn H Gunnarsson og aðrir slíkir eiga ekki hug og hjörtu okkar í uppbyggingu þessa lands. Nú reynir á alla, gerum samfélagið að okkar höfði, gerum þetta íslenskt aftur!

Lund Hervars (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 23:51

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvers vegna má ekki gefa trilluköllu frjálsar hendur að veða kvótalaust.? Hvaða glæpon setur svona lög á Íslandi.? Er menn fábjánar að leyfa ekki fólki að búa sér til atvinnu?

Ætlar nýja Ríkisstjórninn ekkert að sinna grunnþörfum fólks? Enn eru bankar og annað sönglandi enn að "dóminera" alla umfjöllun á Íslandi.

Óskar Arnórsson, 1.3.2009 kl. 09:48

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Lund Hervars. Nú átta ég mig loksins til fulls á þessu óvenjulega nafni. Líklega skilja þetta nafn nú fáir aðrir en þeir sem eitthvað þekkja til hesta og hrossaræktar en þar ber hátt heiðurverðlaunahestinn Hervar frá Sauðárkróki sem er ættfaðir flestra þekktustu gæðinga úr ræktun íslenska hestins hérlendi sem erlendis.

Og eitthvað kem ég víst að umfjöllun um þann hest í bókinni "Glymja járn við jörðu" sem fjallar um ræktunarmanninn Svein Guðmundsson frá Sauðárkróki og lífsstarf hans í þágu hrossaræktar á Íslandi.

En nú fer ég að eiga von á snörpum sprettum hér á blogginu ef ég þekki rétt lund og tilþrif hjá afkomendum Hervars.

Árni Gunnarsson, 1.3.2009 kl. 12:39

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fyrst þú ert að tala um hesta, þá er kanski það eina sem ég sakna frá Íslandi. Vann við að gera hesta band- og knakkvana fyrir útflutning til þ'ýsklands. Var þetta í Vestri - Garðsauka við Hvolsvöll. Þjóðverjar vildu þá ekki fulltamda.

Var einu sinni knapi á Murneyrum, enn datt oftast út í undanúrslitum. Fékk aldrei neinn almennilegan hest til að keppa á.  

Óskar Arnórsson, 1.3.2009 kl. 15:01

20 identicon

Það er rétt Árni, Sveinn er yfirburðamaður í íslenskri hrossarækt, ég er svo heppinn að eiga hryssu undan Hervari sem er mjög góð. Afkvæmin eru svolítið eins og komið er fram við þau, þolinmæði og að geta beðið aðeins eftir að þau komi til er mikill kostur. Ég las bókina þína og hafði mjög gaman af. Önnur bók um hesta sem gjarnan mætti gefa út aftur er bók Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp, Horfnir góðhestar, glugga oft í hana og hef gaman af.

Lund Hervars (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband