Umhverfis sannleikann á 80 dögum Jóhönnu og Steingríms og spjall Evu Joly við Egil Helgason

Viðtal Egils Helga við Evu Joly á Silfrinu var ein opinberunin enn um vanburði íslenskra stjórnvalda við rannsóknina á efnahagshruninu. Óþarft er að rekja þetta samtal sem öll þjóðin fylgdist með. Upp úr stóð að í enda samtalsins lýsti rannsóknarlögmaðurinn því yfir að hún væri reiðubúin til að koma að rannsókn á aðdraganda málsins og gæti auk þess sent okkur menn með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu við rannsókn hliðstæðra mála. Fram kom að hún hygðist ræða við stjórnvöld okkar og þá aðila sem nú stýra þessu verki.

Látum okkur dreyma! Sjálfur hef ég ekki minnstu trú á að þetta boð verði þegið. Og ástæðan er einfaldlega sú að íslenskir pólitíkusar óttast ekkert meira en það að þessi mál verði upplýst. Eva Joly greindi frá því að reynslan sýndi að algengast væri að stjórnvöld tefðu fyrir rannsóknum með allskyns girðingum og meintir sakamenn í efnahagsbrotum væru verndaðri en sjálfur páfinn.

Íslenska þjóðin stóð agndofa yfir tómlætinu við rannsókn bankahrunsins í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar. Öll þau endemi eru líklega heimsmet.

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig Heilög Jóhanna og Steingrímur erkibiskup af Öxarfirði bregðast við þessu höfðinglega boði um raunverulega rannsókn á umfangsmestu efnahagsbrotum í gervallri Evrópu á sögulegum tíma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það á eftir að koma í ljós

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.3.2009 kl. 00:48

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkilegt, Árni, ef þessi feitletruðu lokaorð þín eru rétt!

Lifðu heill!

Jón Valur Jensson, 10.3.2009 kl. 00:48

3 identicon

Heil og sæl; Árni og Jakobína Ingunn, sem þið önnur, hér á síðu !

O; jú, Árni minn. Frjálshyggjuflokkarnir (D / S / B), svo og Kommúnistar (VG), munu láta pukrið viðgangast - ef þeir mögulega geta, enda,..... VG vilja allt til vinna, að geta setið á valdastólum, eftir kosningar - og selja sálu sína, til að hanga á taumum sínum, með einhverjum hinna þriggja, að óbreyttu.

Heiðarleikinn er nú ekki meiri; á þeim slóðum, því miður, gott fólk.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 00:53

4 identicon

Sæll Árni.

Ég alla vega fylgist með og ég er viss, ég held ekki .

Íslenskir stjórnmálamenn allavega einhverjir en hverjir ? eru innvinklaðir í þetta,að  meiru eða minna leyti

Þetta kunna að vera stór orð og þau eru ábyrg.

En ég ætla að standa við þau

Hvort ég lifi það að sjá og heyra sannleikann verður svo að koma í ljós.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 00:58

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hér eru einhverjir með tilraun til að halda utan um einhverjar af þessum upplýsingum.

Nú virðist regla í heiminum með svona stórmál að rannsókn á þeim rennur út í sandinn.

Ólafur Þórðarson, 10.3.2009 kl. 04:05

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvernig í ósköpunum getur fólk haldið að það verði einhver alvörurannsókn gerð á Íslandi?

Þegar Þingmönnum og starfsmönnum FME er leyft að sitja í stjórnum stórfyrirtækja, kaupa og selja hlutabréf og skuldabréf á meðan þeir eiga að gæta hlutleysis og stjórna landinu?

Björn f.v. Dómsmálaráðhera sagði bara í beinni útsendingu að hann ætlaði að láta goðvin sinn Valtýr Sigurðsson Ríkissaksóknara "skoða málið" til að sjá hvort eitthvað ólöglegt hefði átt sér stað.

Enda eiga báðir syni á bólakafi í þessari fjármálaleðju. Þeir töfðu málið meðan verið var að bjarga þeim sem dæmi.

Ef Hr. Lalli J. sést með sígrettukarton einhversstaðar á labbi á götu, er hann handtekin. Og oftast dæmdur.

Og allir "jafnir fyrir lögum" er verið að ljúga beint í smettið á þjóðinni. 

Þetta verður eins og á togurunum í den. Öll áhöfnin var að smygla einhverju, yfirmenn mest, og svo var samið um hver ætti að taka á sig sökina og fékk viðomandi vel borgað ef hann lenti grjótinu, þ.e.a.s. ef tollarar fyndu góssið.

Allir vissu þetta. Tollarar, lögregla, lögfræðingar, dómarar og þetta er bara hefð á Íslandi. Og er enn þann dag í dag. Fangar sitja inni fyrir sama innbrotið. Og vita ekki sjálfir hvort þeir frömdu það. Svona er allt á Íslandi.

Þessi "bankahrunsrannsókn er með eindæmum eins og hún er núna. Algjör "togara-kópía". Ríkisstjórn mun ræða við Eva Joly eða hvað hún heitir. Enn þeir munu EKKI taka hingað gengi til að láta þá fletta ofan af sjálfum sér.

Feitletruðu orðin eru rétt. 5- 7 þús milljörðum eru stolið úr bönkunum. Sumir segja 7 - 9 þús milljarðar. Krosseignatengsl eru ekkert flókin. Ef pappírtætarar eru ekki búnir að strimla niður allt og brennast.

Takk fyrir frábæran pistill Árni! "Umhverfis sannleikan á 80 dögum"! Algjör snilld!

Réttarkerfinu verður skipað að gera ekkert í þessu máli. Björgúlfsfeðgar munu sleppa. Baugsmenn verða að þrasa sig úr þessu. Þingmenn verða ekki ákærðir.

Ekki heldur bankamenn. Einn stærsti mafíosinn í þessum hrærigraut er aldrei nefndur á nafn.

Hvað með "hugboðið" sem forstjóri FME fékk dagin áður um að selja öll sín Landsbankabréf dagin áður enn hann fór og tók yfir Landsbankan í nafni Ríkistjórnar?  

Menn hafa miklar "sérgáfur" sumir hverjir. Menn sem geta tekið á móti hugboðum þurfa ekki fax, síma eða e-mail. Verst að þeir geta ekki prentað út "hugboðin" sín....

Það er öll rannsóknin í þessum dúr.

Nei, frekar er þjóðin á alþjóðlegri félagsmálastofnun enn að "aðallinn" missi peninganna sína. Það er löngu ákveðið ef ég þekki þetta pakk rétt. Gömlu víkingarnir voru þó heiðarlegri.

Þeir rændu útlömd og komu með góssið heim til Íslands. Nú er þetta akkúrat öfugt. Íslendingar ræna sína eigin landsmenn og fela góssið í útlöndum.

Við skulum bara vona að "lupara" veiki breiðist ekki út á landinu, því fólk er reitt, enda Ísland "Sikiley Norðursins".

Amen.

Óskar Arnórsson, 10.3.2009 kl. 08:17

7 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Segdu mer Arni! Af hverju var motmaelum haett adur en bankahrunid var rannsakad og af hverju er ekki sett utan-tingsstjorn!

Altingishusid hreynsad vel med skordyraeytri, svo ekkert af nuverandi altingismonnum hafi tar aframhaldandi setu... Teir hafa sint hvers megnugir teir eru, komid heilli tjod a hausinn!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.3.2009 kl. 11:37

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er sammála þér Guðrún Magnea. Ég held að flestir hafi vonað að með nýrri ríkisstjórn færi í gang marktæk rannsókn á öllum þáttum bankahrunsins sem aldrei var nema í kjaftinum á ráðherrum. þeir sögðu að nú ætti að hefjast handa og "velta við hverjum steini!" Einhvern veginn sýnist mér að þegar fyrsta steininum var velt við hafi gripið um sig slíkur ótti að steininum hafi undireins verið komið fyrir í sömu skorðum og ráðherrarnir sest á hann á meðan þeir voru að jafna sig. Síðan hefur ekki verið velt við steinum svo séð verði.

Hér eru starfandi spilaklúbbar og hin ýmsu félagasamtök. Hér er Oddfellowregla og hér er Frímúrararegla svo eitthvað sé nefnt af fjölmörgum ástæðum fyrir samtryggingu áberandi einstaklinga í okkar fámenna samfélagi. Af þessu leiðir að sjálfsögðu það að enginn íslenskur þegn er fær um að stýra jafn viðkvæmri rannsókn á lögbrotum sem hér ræðir um, eða taka þátt í henni svo trúverðugt megi teljast. Og í öllum stjórnmálaflokkum er forystan að meira og minna leyti vanhæf til að skipa fólki í svona viðamikla rannsókn.

Græðgi sem fær að þróast stjórnlaus verður fyrr en varir að andlegum sjúkdómi. Greinilegt er að ótrúlegasta fólk getur orðið þessari ógæfu að bráð.  

Árni Gunnarsson, 10.3.2009 kl. 13:20

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Faglegu ráðherrarnir eru að standa sig!

Himin og haf skilur á milli flokkseignarráðherra sl. ríkisstjórna og þeirra tveggja sem gegna nú stöðu dóms- og viðskiptaráðherra. Ekkert gaspur í gangi þar heldur verkin látin tala. Þessi ráðning Evu Joly gerir rannsókn á því sem gerðist í fyrsta sinn trúverðuga og faglega.

Það væri aldeilis munur ef við gætum ráðið svona fólk í ráðherrastólana í staðinn fyrir vanhæfa framapotara allra flokkeigendafélaganna.

Ævar Rafn Kjartansson, 10.3.2009 kl. 15:11

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Því miður held ég að Árni hitti naglan beint á höfuðið...Eva Joly verður ekki ráðin í þessa rannsókn...samkv. áreiðanlegu uppl. frá Íslandi. Hún mun stunda ráðgjöf.

Óskar Arnórsson, 10.3.2009 kl. 16:16

11 identicon

Hún hefur ekki tíma í meira er önnum kafin kona. Á þessu stigi málsins finnst mér alveg sama hvaðan gott kemur bara ef það kemur. Hún talar tungumál sem ég skil þessi kona í merkingunni hvað er til ráða. Og nú er komið í ljós að hún réttir okkur hjálpar hönd sem ég þigg með þökkum og þó fyrr hefði verið.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 16:57

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ráðgjöf þessara konu - ef rétt reynist að hún verði þegin - er mikill fengur og gerir alla þessa vinnu trúverðugri en ella. Vonandi að þeirri ráðgjöf verði hlítt.

Og Ævar. Bituryrði mín í garð Jóhönnu og Steingríms stafa ekki einvörðungu af tortryggni hvað varðar þessa rannsókn. Hinsvegar er ég bálvondur yfir því að þessi ríkisstjórn skuli ekki sýna neina tilburði í þá veru að taka á sukkinu í kvótakerfinu. Engin pólitísk ákvörðun yrði áhrifameiri til að auka tiltrú þjóðarinnar á vinstri flokkunum en sú að breyta örbjarga sjávarbyggðum víðs vegar um land í blómlegar byggðir með nýja von og bjartsýni að leiðarljósi. Mér er það með öllu óskiljanlegt að þessir flokkar sem kenna sig til félagshyggju skuli sætta sig við að sægreifarnir leigi sjávarbyggðunum aðgang að lífsbjörginni fyrir okurverð sem í raun hirðir allan arðinn af veiðunum. Og í ofanálag blátt áfram krefst þessi djöfuls ósómi þess að öllum fiski nema þeim verðmætasta sé fleygt í sjóinn.

Þessi hryllingur er sestur að í maganum á mér eins og steinfóstur.

Ef þessir tveir flokkar tækju á þessu máli af alvöru væru þeir samstundis búnir að afgreiða næstu alþingiskosningar löngu fyrir kjördag. Milli 80 og 90% þjóðarinnar eru búin að lýsa yfir andstöðu við kvótakerfið. Eftir hverju er beðið?

Árni Gunnarsson, 10.3.2009 kl. 16:59

13 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Emm, er ekki búið að ráða hana ( Joly) eða?? Mótmælum var annars hætt, að ég held, vegna þess að VG "stjórnuðu" þeim, svo markmiðinu var náð þegar "stjórnin" (sem var reyndar ekki stjórnin heldur Sjálfstæðisflokkurinn) "féll".

"call me crasy" en ég hef trú á því að þessi núverandi stjórn sem ég vil kalla "Kringum Davíð á 80 dögum" viti því miður ekki alveg hvað hún er að gera. Þetta blessaða fólk hefur að ég held enga innsýn í hvað hefur gerst hér á landi og er bara allt of "naív" til að grípa til þeirra HÖRÐU lagalegu aðgerða sem til þarf til að komast til botns í málunum.

Hvað er til ráða???!

Erla Einarsdóttir, 14.3.2009 kl. 06:43

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Erla: Nú hefur frú Joly tekið til máls í norskum fréttapistli um vanda okkar Íslendinga varðandi kunnáttu og reynslu til að takast á við þessa rannsókn. Mér skilst að hún sé búin að finna franskan rannsóknarlögmann til að aðstoða okkur. Þetta finnst mér gott og benda til þess að ég hafi haft ríkisstjórnina fyrir rangri sök- sem í sjálfu sér er gott. En ég er svolítið efins um að þessari rannsókn verði leyft að ganga fram með þeirri hörku sem mér skilst að Eva Joly telji eðlilegt í stöðunni.

En við verðum bara að bíða og vera vongóð um að þessi rannsókn skili árangri.

Árni Gunnarsson, 16.3.2009 kl. 00:06

15 identicon

„raunverulega rannsókn á umfangsmestu efnahagsbrotum í gervallri Evrópu á sögulegum tíma.“Flott setning hjá þér Árni ,stór orð en ekki  fjarri sanni .

hordur (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:33

16 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Kvótakerfið er sennilega einn mesti glæpur sem framinn hefur verið gagnvart þjóðinni. Stærri en bankaglæpurinn. En hins vegar megum við ekki ráðast á fyrirtækin sem hafa reynt að fóta sig í þessu ömurlega umhverfi. Pabbi minn seldi bátinn sinn á 8,5 milljónir 2 árum fyrir kvótakerfið. Kaupandinn hefði fengið 53 milljónir fyrir sama bát rétt eftir að kerfinu var komið á. Veiðireynsla pabba var ekki metin eins og hjá Samherjaprinsunum. Kerfið er ógeðslegt og ömurlegt að einhverjir afkomendur afkomenda skipstjóra eigi milljarða í rassvasanum af því að afi þeirra var skipstjóri. Eins er það ömurlegt að faðir minn upplifi það að fara á sjó , veiða sæmilega af þorsk og eftir uppgjör vegna kvótaleigu, olíu ofl. skulda 50.000.- kr. eftir veiðiferðina. Það er eitthvað verulega mikið að þessu kerfi. En fyrirtækin sem hafa verið að reyna að fóta sig í þessu kerfi eiga ekki að gjalda þess að fólk sem stjórnvöld réttu heimildirnar hafi auðgast um tugi milljarða. Þess vegna þarf að breyta þessu kerfi á 20 ára tímabili og sætta sig við það að nokkrar „góðar“ fjölskyldur hafi mjólkað spenann. Sennilega væri best að skera kvóta fyrirtækja niður um 5% á ári og deila niður á byggðalög. En þá komum við aftur að hagsmuna- og flokksárekstrum.

Það að afli Íslendinga sé unninn í Grimsby eða Hull er annað mál.  Núna er sá hrollur efstur í mínum huga að það er hugsanleg stjórnarmynd til sem heitir nýtt andlit Framsókna- og Sjálfsstæðismanna. Það er ekki til skelfilegri framtíðarsýn en það.

Ævar Rafn Kjartansson, 17.3.2009 kl. 23:05

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér fyrir þessa athugasemd Ævar. Það vekur mér furðu hvað alþingismenn landsbyggðarinnar eru búnir að kóa lengi með þessu kerfi. Reyndar er það óskiljanlegt að menn á borð við Jón Bjarnason með rætur norður í Asparvík á Ströndum og uppvaxinn í Bjarnarhöfn skuli geta samþykkt þennan ósóma. Hann Jón gamli í Asparvík varð efnamaður af sjósókn búandi á manndrápskoti sem hafði varla grasnytjar fyrir bú til heimilisþarfa. Þarn sjást ennþá leifar af reisulegu íbúðarhúsi úr steinsteypu og þarna eru hálfhrundir skreiðarhjallar og sjóbúðir sem bera vott um umsvif og sjálbæra nýtingu allra verðmæta lands og sjávar. Þarna eru leifar þeirrar menningar sem kvótakerfið hefur kastað endanlega rekunum yfir.

Ekki þyrfti nema svona 30-60 þúsund tonna smábátakvóta til að reisa á ný við öll hrundu sjávarþorpin. En þessar lausnir eru víst ekki í tísku hjá hagspekingum stjórnmálaflokkanna. Ég heiti á þig Ævar að taka þetta mál upp á landsfundi VG og fylgja því eftir af hörku. Stefnubreyting í þessa veru mun skila flokknum 4-6 þingsætum í viðbót. Þá væri líka mitt atkvæði innsiglað og innmúrað.

Samkvæmt skoðanakönnunum eru milli 80 og 90% kjósenda andvígir núverandi stjórnun fiskveiða.

Árni Gunnarsson, 18.3.2009 kl. 21:36

18 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Árni, þú eins og svo margir aðrir spyrða mig við Vinstri Græna. Ég lenti í því á bekkjareunion að vera bendlaður við þá. Þennan flokk hef ég aldrei kosið. Hins vegar velti ég fyrir mér hvort þetta sé vettvangur minn þar sem  Íslandshreyfingin er orðin að saumaklúbb Samfylkingar, frjálslyndir orðnir að söluvöru og fjórflokkakerfið virðist vera geirnelgt. Í mínum huga þrátt fyrir að hafa gert atkvæði mitt síðast einskis virði með því að kjósa Íslandshreyfinguna liggur ljóst að greiða aftur atkvæði afls sem nær ekki kjöri. Borgarahreyfingunni. En ég greiði allavega atkvæði með sannfæringu minni.

Hinsvegar er ég sammála þér með smábátakvótann og ætla að notfæra mér veiðiréttinn.

Ævar Rafn Kjartansson, 18.3.2009 kl. 23:39

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Afsakaðu Ævar minn þessa fljótfærni. Mér fannst bara alltaf að þú værir svo heill og einarður náttúruverndarsinni að ég vistaði þig hjá VG. En Íslandshreyfingin var svo sannarlega flokkur fyrir menn eins og þig-já og líklega mig. En nú er sá flokkur úr sögunni og miklar efasemdir hef ég um að Samfylkingin reynist því fólki farsæll farvegur í baráttu fyrir íslenskum náttúruauðæfum.

En stjórnmálaflokk sem styður aflamarkskerfið og horfir aðgerðarlaus á eyðingu landsbyggðar mun ég ekki kjósa þó hann bjóði fram undir merkjum umhverfisverndar.

Árni Gunnarsson, 19.3.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband