Að axla ábyrgð

Ábyrgð er gildishlaðið orð umfram flest önnur orð íslenskrar tungu. Þetta orð sem flestum ætti að vera auðskilið hefur þó verið misnotað og merking þess ómerkt svo hroðalega í pólitískri umræðu undangengin missiri að undrun sætir. Þessi flutningur orðsins frá raunverulegri merkingu er þá bundin ályktuninni um að einhver tilgreindur stjórnmálamaður hafi axlað ábyrgð.

Nú eru þess fá dæmi að íslenskur stjórnmálamaður hafi axlað pólitíska ábyrgð og reyndar svo fá að nöfn þeirra manna hafa geymst í hugum fólksins. Ábyrgð merkir að sjálfsögðu það að sá sem hana undirgengst tekur umsvifalaust afleiðingum ef á hann fellur ábyrgð vegna vanrækslu eða þá að utanaðkomandi aðstæður hafa varnað honum þess að standa undir ábyrgðinni.

Flestir kannast við ábyrgð skipstjóra og annara yfirmanna á skipum sem bera í raun ábyrgð á afdrifum skips og áhafnar. Það hefur lengi verið þekkt að í skipsskaða gengur skipstjóri síðastur frá borði. Hann axlar ábyrgð. Margir muna enn til þess er Carlsen stýrimaður á flutningaskipinu Flying Enterprise fylgdi skipinu á reki eftir að það hafði laskast og rak stjórnlaust á rúmsjó dægrum saman. Hann neitaði að yfirgefa skipið á meðan enn væri von um að því mætti bjarga.

Sögnin "að axla" merkir það að maður tekur upp byrði og leggur hana á öxl sér eða axlir. Stjórnmálamaður sem gerir afdrifarík mistök í starfi og viðurkennir mistök sín undanbragðalaust jafnframt því að biðjast afsökunar og stíga til hliðar og afhenda umboð sitt refjalaust axlar ábyrgð. Sá stjórnmálamaður sem gerir mistök en neitar að viðurkenna þau og þumbast við þar til hann að einhverjum tíma liðnum hrekst úr pólitíkinni eins og laminn rakki hefur ekki axlað neina ábyrgð. Sú persóna hefur orðið stétt stjórnmálamanna til vansæmdar.

Og ekki má svo gleyma þeim tilvikum þegar stjórnmálamður er dreginn til ábyrgðar eftir langa og hrokafulla afneitun. Dæmi eru um að það sé af flokksvináttu kallað að axla ábyrgð.

Í aðdraganda þeirra efnahagslegu hörmunga sem yfir þjóðina dundu síðastliðið haust gerðu margir stjórnmálamenn og opinberir embættismenn mörg og afdrifarík mistök. Þar hafa þó flestir móast við að viðurkenna neitt í þá veru. Nokkrir eru nú að hverfa frá pólitískum störfum og aðrir hafa dregið sig út úr mesta sviðsljósinu ósköp hljóðlega. Mánuðir liðu þar til einn og einn fór að tínast fram og viðurkenna að hann hefði kannski verið í hópi þeirra fjölmörgu sem hefðu líklega átt að gera einhverja hluti svona einhvern veginn öðruvísi!

Íslenskir stjórnmálamenn, stjórnmálaskýrendur og fjölmiðlastarfsfólk þurfa hið bráðasta að kynna sér merkingu þess að axla ábyrgð áður en þetta hugtak verður misnotað meira en orðið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þau eru mörg orðin sem stjórnmálamenn skilja ekki

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.3.2009 kl. 01:08

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Snilldarpistill! Það yrðu undarleg viðbrögð áhafnar í sjávarháska ef skipstjórinn stykki fyrstur frá borði! Sendu þetta endilega til MBL. Þeir birta þessa grein alveg örugglega. Já, eða bara í öll blöð!

Óskar Arnórsson, 27.3.2009 kl. 02:05

3 identicon

Heill og sæll Árni; sem þið önnur, hér á síðu hans !

Þakka þér; góða tölu, Skagfirðingur sæll. Svo; aðeins eitt eintak, sérlega ''ábyrgðar''  fullrar persónu, sé nefnt, má ég til, að geta stráklingsins frá Skarði í Eystri- Hrepp,  Björgvins G. Sigurðssonar nokkurs,

Einstaklega vel hampað; af söfnuði kratanna, hér í Suðuramti - hvar þeir mega, fæstir; vatni halda, sökum lotningar, fyrir þessum dáðanna dreng. 

Hugljómun slík; að við megi líkja - tvöfaldra Sumarsólstöðva, hið minnsta.

Með beztu kveðjum; sem oftar /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 02:08

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll frændi,

 ég er búinn að vera í  fríi frá bloggheimum um nokkurn tíma og sakna þeirra ekkert sérstaklega nema þegar ég lít við hjá þér sem ég geri raunar allt of sjaldan  Ég bætti mér það upp með því að lesa eldri pistla þína.  Þú ert beittur penni.

Takk fyrir mig.

Sigurður Þórðarson, 27.3.2009 kl. 07:03

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Séð hef ég sjálfstæðismenn halda því fram í pistlum að Geir Haarde hafi axlað ábyrgð og slitið stjórnarsamstarfinu. það neyddist hann til að gera eftir að fólkið á götunni hafði safnast saman á fjöldafundum vikum saman og krafist þess að stjórnin viki og axlaði ábyrgð á glópsku sinni og afneitun. Og þegar ungliðar í Samfylkingunni höfðu á fundi í þjóðleikhúskjallaranum sent forystu sinni þau skilaboð sem ekki urðu misskilin. þá var svo komið að hatur fólksins á stjórnvöldum sýndist ætla að leiða til borgarastyrjaldar.

Nú má leiða að því líkur að Sjálfstæðisflokkurinn verði dreginn til ábyrgðar samkv. nýjustu skoðanakönnun frá Gallup.

Ennþá mælist hann þó stærri en Framsókn og Frjálslyndir. Hinsvegar er löng hefð fyrir því að þessi flokkur mælist hærri í skoðanakönnunum en raunin verður á kjördag. Við skulum vona að svo reynist enn.

Árni Gunnarsson, 27.3.2009 kl. 09:25

6 Smámynd: Rannveig H

Ekki veit ég hvenær það kemst inn á milli eyrnanna á íslenskum stjórnmálamönnum hvað það er að axla ábyrgð. Eftir á að hyggja og  við verðum að læra af mistökunum er algengasti frasinn hjá þeim í dag.

Geir H botnaði skömmina með að biðja flokksmenn sína afsökunar, á því að hafa látið fyrst eftir Framsókn að einkavæða bankanna og með 90% húsnæðislánin. Geir bað líka flokkin sinn afsökunar á því að láta Samfylkinguna afvegaleiða flokkinn. Pólitísk siðblinda, þetta var ekki honum og hanns mönnum að kenna eða þurfti hann að byðja þjóðina afsökunar.

Rannveig H, 27.3.2009 kl. 09:51

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þennan pistil mættir þú alveg senda á allan þingskarann. Það er aldrei að vita nema einhver þeirra opni augun og sjái ljósið. Veit að það er langsótt en maður má alltaf vona.

Ævar Rafn Kjartansson, 27.3.2009 kl. 11:43

8 Smámynd: Auðun Gíslason

Svo mörg voru þau orð!

Auðun Gíslason, 27.3.2009 kl. 12:17

9 Smámynd: Þór Jóhannesson

Því miður er það regla, frekar en undanteknin, að vanvitarnir stjórnmálamenn nota gildishlaðin orð og hugtök í kolröngum tilgangi og stuðla þannig að gildisfellingu þeirra. Skýrt dæmi er hvernig kjáninn Sigurjón Þórðarson og vanvitinn Sigurður Kári Kristjánsson nota hugtakið mannréttindi á mjög svo óviðeigandi hátt og eyðileggja þannig merkingu þessa mikilvæga hugtaks í íslenskri tungu.

Takk fyrir góðan og þarfan pistil.

Þór Jóhannesson, 27.3.2009 kl. 14:53

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þór: Þessi athugasemd þín um viðhorf tveggja nafngreindra manna til mannréttinda koma dálítð flatt upp á mig. Nú hef ég ekki skoðað neitt sértsaklega mannréttindahugsjón Sigurðar Kára en gef mér að hún stangist að nokkru á við skoðun Sigurjóns Þórðarsonar á tilteknum réttindum til sjálfsbjargar. Sigurjón hefur nokkuð haldið á lofti þeim úrskurði Mannréttindanefndar S.Þ að það sé brot á mannréttindum að meina einum en heimila öðrum að sækja sér lífsbjörg í sameiginlega auðlind að gefnum sömu forsendum. Ég er fullkomlega sammála honum í þessu efni. Líklega er ég sami kjáninn og hann og uni því bara þokkalega.

Fyrir daga kvótakerfisins höfðu allir Íslendingar jafnan rétt til lífsbjargar á fiskimiðum þjóðarinnar. Með kvótalögunum var ákveðnum útgerðum og einstaklingum úthlutað þessum rétti og án endurgjalds. Ég er sammála Sigurjóni og all miklum hluta þjóðarinnar um það að það sé brot á mannréttindum að einn geti selt öðrum aðgang að auðlind sem í upphafi var úthlutað án endurgjalds og sem í lögum getur ekki myndað eignarrétt.

Það er í mínum huga gróft brot á mannréttindum að setja - eða samþykkja leikreglur sem meina fólkinu í sjávarþorpum frjálsan aðgang að þeirri auðlind sem fiskimiðin eru. Þessi þorp byggðust upp á þessari auðlind en nú þurfa íbúarnir að kaupa réttinn af öðrum.

Ef þessar leikreglur falla vel að þínum skilningi á mannrétindum Þór, hvar skilur þá á milli skilnings ykkar Sigurðar Kára í því efni? Hans stjórnmálaflokkur berst fyrir réttindum hinna svonefndu kvótaeigenda til að leigja sameign þjóðarinnar fyrir það verð sem hæst býðst á hverjum tíma.

Skammt er síðan fallegt einbýlishús, stórt og rúmgott með vel hirtum garði og heitum potti var auglýst fyrir 3,5 millj. í sjávarþorpi þar sem var blómlegt mannlíf fyrir aldarfjórðungi. Það var áður en mannlíf í þessu byggðarlagi var sett á uppboðsmarkað LÍ.Ú.

Árni Gunnarsson, 27.3.2009 kl. 17:09

11 identicon

Segjum nú að þú sem lest þetta vinnir hjá fyrirtæki, þú ert góður með þig, setur upp viðskiptahugmynd og hrindir henni í framkvæmd eftir að þú hefur sannfært samstarfsmenn og yfirmenn. Svo kemur í ljós að hugmyndin er galin, útfærslan vitlaust og allt fer á hausinn og fjöldi fólks missir vinnuna, fyrirtækið nánast gjaldþrota og hluti samstarfsmanna missa aleiguna. Þú hugsar þér að axla ábyrgð og gerir það með því að umla eitthvað í áttina að ef þú hafir gert einhver mistök þá sé sjalfsagt að biðjast afsökunar á því, en ætlar þú að segja upp? Nei það hvarlar ekki að þér!

Finnst þér þú kannast við einhvern stjórnmálamann sem hagar sér svona? Gætir þú sjálfur hagað þér svona í þinni vinnu? Og svarið er eflaust að einöngu gætir þú það ef þú værir að vinna á vernduðum vinustað fyrir vanvita eða þá á Alþingi! 

Lund Hervars (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 18:52

12 Smámynd: Þór Jóhannesson

Sko - vandinn kæri Árni að mannréttindadómstóllinn kallar þetta ekki mannréttindabrot (human rights) heldur brot á borgararéttinudum (civil rights). Það er himinn og haf á milli þessara hugtaka og með því að kalla svona óréttlæti sem einkavinakvótasukkið er mannréttindabrot ertu að gildisfella hugtaið mannréttindabrot. Því brot á mannréttindum (human rigts) er því miður mun alvarlegri hlutur en brot á borgararéttinum (civil rights).

Stundum ættu þessir frambjóðendur að læra hvaða merking liggur í hugtökunum sem þeir eru að gaspra um áður en þeir fara að bera þau fyrir sig.

Þór Jóhannesson, 27.3.2009 kl. 20:19

13 Smámynd: Þór Jóhannesson

En fyrir utan þessa misnotkun Sigurjóns (sem notar hugtakið ekki sama tilgangi og vanvitinn Sigurður Kári) þá er ég sammála honum að þetta er grófleg mismunun á rétti ríkisborgara þjóðarinnar til nýtingar á sameginlegri auðlind þjóðarinnar.

Það er aftur á mót annað mál!

Þór Jóhannesson, 27.3.2009 kl. 20:24

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Axla ábyrgð sem einn Axlar Björn væru náttla vízustu dægurvísindin.

Alltaf sem að lepja upp hunáng að lesa pistla þína Árni.

Ég sammælgizt samt nokk með honum Þór á ofnotkun félaga Sigurjóns á orðinu 'mannréttindabrot' í pistlum hans.

Steingrímur Helgason, 27.3.2009 kl. 21:08

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er nú auma hundalógikin hjá þér Þór eftir að þú gekkst í  VG og reynir að réttlæta mannréttindabrot sjávarútvegsráðherra. Hvað eru það annað en mannréttindabrot að að brjóta mannréttindi á fólki?

Sigurður Þórðarson, 27.3.2009 kl. 22:24

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Leiðr. Hvað eru það annað en mannréttindabrot að að brjóta borgaraleg réttindi á fólki?

Sigurður Þórðarson, 27.3.2009 kl. 22:27

17 Smámynd: Þór Jóhannesson

haha! kynntu þér það bara sjálfur Sigurjón ef þú vilt ekki hljóma eins og vanviti í opinberri umræðu - og þetta hefur akkúrat ekkert með VG að gera, til að hafa það alveg á hreinu. Þetta er bara spurning um að vita örlítið hvað liggur í merkingu hugtakanna áður en menn fara að skreyta sig með þeim.

Þór Jóhannesson, 27.3.2009 kl. 22:39

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þór: Þú talar um himinn og haf sem skilur á milli þessara tveggja hugtaka sem um er deilt. Vel má vera að þú vísir til einhverrar alþjóðlegrar skilgreiningar og þá brestur mig þekkingu. Mín skilgreining hefur vísun til íslensks samfélags allt frá upphafi þeirrar sögu. Það að sjá fjölskyldu sinni farborða og afla henni viðurværis tel ég að hver fjölskyldufaðir eigi að hafa rétt til á jafnréttisgrundvelli. Þegar fyrstu landnemar settust að í verstöðvum víðs vegar kring um land þá höfðu þeir ákveðið að afla sér viðurværis með nýtingu sjávarfangs. Og þessi sjávarþorp byggðust upp og efldust af þessari auðlind. Þetta var val fólksins og það lifði og dó drottni sínum í þessari fábrotnu tilveru sem allar fiskiþjóðir hafa þekkt gegn um aldanna rás.

Þegar einn dag fólkið í þessum byggðum vaknar upp við það að stjórnvöld eru búin að svipta það réttinum til að nýta þennan arf sem ein kynslóð skilaði til annarar svona utan við allt vesen og afhenda hann einhverjum til nýtingar, sölu eða leigu- þá hefur orðið atburður.

Það kann að vera að einhver málfarsleg skilgreining banni að kalla þetta mannréttindabrot. Eftir stendur að þetta er brot á Guðs og manna lögum. Þetta er innrás á mannlífið í smáum samfélögum. þetta er árás á mannlega reisn einstaklinga og fjölskyldna og þetta er skepnuskapur sem enginn ærlegur maður getur samþykkt. Ef einhver alþjóðleg stýring á orðalagi bannar mér að kalla þetta mannréttindabrot, þá fer ég að dæmi Jóns Marteinssonar í Íslandsklukku Laxness og segi:

Ég pípi á Majestetið!

Árni Gunnarsson, 27.3.2009 kl. 23:56

19 Smámynd: Þór Jóhannesson

Er eitthvað að því að kalla hugtakið sínu rétta nafni og kalla það borgararéttindabrot?

Afhverju að verja ruglið - bara af því Sigurjón hefur gerst sekur um að misskilja það?

Þór Jóhannesson, 28.3.2009 kl. 00:03

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ertu með eða á móti ólöglega kvótakerfinu Þór? Þú er svo loðin í skrifum að ég veit bara ekkert um hvað þú ert að tala..annars er ég ekkert góður í íslensku lengur, enn Árni skrifar íslensku sem ég skil, enn ekki þú.. Kanski er ég að misskilja þig eitthvað, enn hvað veit ég um það..

Óskar Arnórsson, 28.3.2009 kl. 00:42

21 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Samfylkingin er meiriháttar fyndinn flokkur, og ráðherrar þeirra hafa farið á kostum í síðstu ríkisstjórn, í neikvæðri merki þess orðs.....!  Sérstaklega var ég "yfir mig ánægður" með að heimspekineminn Björgvin G., skildi skilja hvað felst í hugtökum eins og t.d. "pólitísk ábyrgð, ráðherra ábyrgð, siðferðisleg ábyrgð & almennt góður skilningur á hvað felst í orðinu ÁBYRGÐ - það góður skilningur að "14 tímum áður en hann var rekinn úr starfi þá sagði hann af sér sem viðskiptaráðherra & axlaði þannig ábyrð að mati Sollu stirðu & hans sjálfs"!

  Bróðir minn er að kenna siðfræði & heimspeki þarna upp í Háskóla Íslands, ég gef mér að Björgvin hafi "skrópað í alla tímanna sem fjölluðu um "gildi & rökræna hugsun" - í raun er mér það óskiljanlegt hvernig maður með hans menntun, gat tekið jafn bjánalegar "heimspekilegar ákvarðanir" - varla glóra í einu eða neinu sem kom frá þessum kjána pilti....  Eflaust góður drengur, en hann réð bara ekki við starf sitt og við fengum í gjöf frá honum & RÁNFUGLINUM algjört bankahrun.  Það sorglega við þetta allt saman er að Björgvin gefur bara í, hann er mætur galvaskur í 1. sæti Samfylkingarinnar á Suðurlandi - maður segir nú bara "helvítis fokking fokk..!"  RÁNFUGLINN stillir upp Pétri Blöndal guðfaðir Bjarna Ármanns - manninum sem fann það út að til var í landinu "fé án hirðis" - nú er í landinu "hirðir án fé" - RÁNFUGLINN er að bjóða okkur upp á þennan mann í 3 sæti - "come on - give me a F**KING break ..!"  Frábið mér þetta drasl inn á Alþingi þjóðarinnar.  Þvi miður leitar klárinn þangað sem hann er kvalinn og íslenski sauðurinn kýs þetta sama drasl enn og aftur á þing.  Maður hristir bara hausinn.....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 28.3.2009 kl. 00:51

22 Smámynd: Þór Jóhannesson

ég er 100% á móti því - en ég vil að menn noti rétt hugtök yfir hlutina og mannréttindabrot ert ekki rétt hugtak - en niðurstaðan af því að vinvitar nota hugtök á borð við það í áróðustilgangi veður á endanum sú að gildishlaðning (merking) þess tapast og þá erum við komnir á sama stað og Árni er að fara í sinni færslu með hugtakið ábyrgð, sem pólitíkusar hafa minotað svo illilega að þeir eru hættir að skilja það!

Þór Jóhannesson, 28.3.2009 kl. 00:52

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þór Jóhannesson! Þú ert bara brandari! Það er samt ein og ein setning sem er vit í....ertu á leiðinni í pólitík?

Óskar Arnórsson, 28.3.2009 kl. 01:31

24 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég fatta ekki húmorinn, þú verður að útskýra brandarann (sem ég er víst). 

Mannréttindamál eru ekkert brandarefni - en ég er alltaf í pólitík en, nei ég er ekki á leið í framboð fyrir neinn flokk.

Þór Jóhannesson, 28.3.2009 kl. 02:13

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

'Eg á við hvernig íslenskan þín er. Ég sjálfur hef hvorki talað eða skrifað íslensku síðan 1988. Svo ég á bágt með að skilja þessa "nútíma-íslensku"!

Það var var brandarinn. Orð eru búin að breyta um merkingu, fullt af nýjum orðum sem ég skil hvorki upp eða niður í, eða misskil og allt eftir því. Aumingja útlendingarnir sem eru að læra þetta mál.

Ég legg til að íslenska mállýskan, með allri virðingu fyrir ættjarðarást og hávamálum og öðru forneskjubulli, verði sett á þjóðmynjasafnið!

Innan um beinagrindirnar. Og það áður enn íslendingar eingara sig meira vegna mállýsku sem engin viti borin maður ætti að tala. Málið er einfaldlega orðið úrelt. Taka upp ensku í staðin.

Bara mín skoðun. Púnktur!

Það er hugmynd sem ég fékk með að lesa kommentin þín Þór. Nó hard feelings...

Óskar Arnórsson, 28.3.2009 kl. 03:58

26 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þór, í fyrsta lagi heiti ég ekki Sigurjón. Í öðru lagi ert þú fyrstur til að hafa orð á því við mig "að ég hljómi eins og vanviti",  Þú reyndir að komast í framboð en vanvitum hefur sem sagt tekist betur til en þér, eða hvað?

Og eitt enn, maður sem skrifar eftirfarandi ætti varla að leggja fyrir sig íslenskukennslu:

"Afhverju að verja ruglið - bara af því Sigurjón hefur gerst sekur um að misskilja það?"   Misskilja ruglið?  Ert þú góður í að skilja rugl?

"ég er 100% á móti því"   I am 100% against it

"Ég fatta ekki húmorinn, þú verður að útskýra brandarann (sem ég er víst). " Er þessi setning t.d. skiljanlegt eða misskilið rugl?

Sigurður Þórðarson, 28.3.2009 kl. 08:47

27 Smámynd: Helga Þórðardóttir

'Arni þetta er svo sannarlega góð hugleiðing hjá þér og hún mætti svo sannarlega að rata víðar. Hvet þig til að senda hana þingheim.

Helga Þórðardóttir, 28.3.2009 kl. 11:13

28 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég hef ALDREI reynt að komast í framboð - þú er augljóslega að rugla mér við einhvern annan.

Nenni samt ekki að ræða við þverhausa sem vilja fremur stinga hausnum í sandinn en viðurkenna misskilning sinn (slík viðhorf endurspeglst greinilega víðar en í auðvaldsflokknum).

Þór Jóhannesson, 28.3.2009 kl. 12:48

29 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Árni. Ég þakka þér um margt fyrna góða grein. Um leið og ég lýsi yfir því að þetta er þreyttasti frasi sem um getur í stjórnmálaþrasi samtímans, þá langar mig að leggja hér nokkur orð í belg. Að axla ábyrgð virðist hafa mismunandi merkingu, eftir því hver á hlut og hvaða stöðu hann hefur í þjóðfélaginu. Um ábirgð pólitíkusa segir þú;  

" Stjórnmálamaður sem gerir afdrifarík mistök í starfi og viðurkennir mistök sín undanbragðalaust jafnframt því að biðjast afsökunar og stíga til hliðar og afhenda umboð sitt refjalaust axlar ábyrgð."

Í daglegu lífi fólks felst ábyrgðin ekki aðeins í að gangast við verkum sínum og biðjast afsökunar, heldur líka að gera sitt besta til að bæta úr mistökum sínum. Flestir hafa ekki tækifæri til þess að "segja af sér" þeim mörgu og mismunandi ábyrgðarstöðum sem lífið sjálft setur þeim. Þeir sem gera það eru að hlaupast undan þeirri ábirgð að bæta fyrir mistök sín.

Með því að fara fram á skilyrðislausa afsögn þeirra stjórnmálamanna sem verða á alvarleg mistök, líkt og störf þeirra heyri ekki undir almenn mannleg gildi, erum við þá ekki að svipta þá tækifæri til að bæta fyrir mistökin?

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.3.2009 kl. 12:55

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þór! Þú ert orginal asni og Siggi er búin að sanna það rækilega. Meiri maðurinn þú, ef þú ert maður yfirleitt..ég er farin að halda að þú sért bara kölkuð kelling að villa á þér heimildir..meira fíflið sem þú ert..enn ef þú ert vangefin, biðst ég afsökunar. Ber virðingu fyrir veiku fólki.

Óskar Arnórsson, 28.3.2009 kl. 13:45

31 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svanur Gísli: Það er nokkuð til í því sem þú segir enda bjóst ég ekki við öðru. En líklega velkist enginn í vafa um hverja ég átti við þegar ég skrifaði þennan pistil. Og þá fer þessi ályktun þín að verða vafasöm. Engir þeirra sem þar áttu að standa vaktina voru á verði; þeir sváfu værum blundi. Þegar þeir rumskuðu þá var slysið orðið. Og þá byrjuðu þeir að firra sig allri ábyrgð. Þeir sögðust ekki sjá að þeir hefðu gert neitt rangt. Og þegar fréttamenn vísuðu til strangra og ítrekaðra aðvarana jafnvel mörgum mánuðum eða árum fyrir hrunið, hver voru þá viðbrögðin?

Það var sagt: "þetta sá nú enginn fyrir, þetta eru nú svona eftriá skýringar!"

Á að gefa svona fólki tækifæri til að leiðrðétta mistök?

Mitt svar er afdráttarlaust Nei.

Árni Gunnarsson, 28.3.2009 kl. 14:55

32 identicon

Heill og sæll; Árni, sem þið önnur, hér á síðu hans !

Þór Jóhannesson ! Mærðarvella þín; í garð Kommúnista er orðin okkur, sem BÍÐUM eftir bjargráðum, verulega leiðigjörn.

Rétt er; að minna þig Þór minn, sem mörg ykkar annarra á, að verði ekki skjótt tekið til við, að bjarga landi og fólki og fénaði, úr þessarri vítis gildru, sem flest okkar eru komin í, hljóta menn, að taka til vopna - og sigra ókindurnar, eða falla ella, með sæmd. 

ÞETTA GENGUR EKKI LENGUR, GOTT FÓLK !!!

Með kveðjum; samt, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 16:43

33 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þór, minn ágæti bloggvinur: Hvar fékkst þú þessa nákvæmu skilgreiningu á notkun orðsins "mannréttindi" sem þér er svo mikið niðri fyrir með að halda til haga?

Ekki trúi ég því upp á þig að þú sért að bera skjöld fyrir vanburði formanns V.G. við að styrkja mannlífið á landsbyggðinni. Ekki væri ég ráðvilltur eins og hagalamb í dag út af því hvað ég ætti að kjósa ef V.G. hefði tekið afstöðu með atvinnulausu fólki með verðlausar íbúðir í sjávarplássunum. Ég væri flokksmaður í þeim flokki sem einn hefur tekið afstöðu með náttúru þessa lands og gegn brjálsemi virkjanasinna sem allir aðrir flokkar fram til þessa hafa haft í fremstu víglínu. Mér er nauðugt að kjósa Samfylkinguna vegna Össurs og annara þeirra í þeim flokki sem trúa á stóriðju sem einu lausn okkar við uppbyggingu samfélagsins.

Árni Gunnarsson, 28.3.2009 kl. 18:09

34 Smámynd: Árni Gunnarsson

ath/ Ég væri flokksmaður V.G. ef þeir drægju ekki lappirnar í því máli sem eitt og sér gæti byggt þetta samfélag upp innan frá ásamt því að rýmka að mun heimildir bænda til að höndla með eigin framleiðslu og selja beint til neytenda.

Um þessi tengdu mál mun ég taka til máls hér áður en langt um líður.

Árni Gunnarsson, 28.3.2009 kl. 18:15

35 Smámynd: Þór Jóhannesson

Kæri Árni - það þarf nú ekki nema bara fletta upp í hefðbundnum orðskýringabókum til þess að sjá grundvallar muninn á þessum hugtökum. En ég þori varla að tjá mig hér á síðunni þinni því þá er ég úthrópaður með orðum eins og vangefinn! En taktu nú vel eftir, þetta hefur ekkert með VG að gera. Ég er einfaldlega áhugamaður í íslenska tungu og að íslendingar viðhafi rétta nokun þeim hugtökum sem þeir beita fyrir sig í umræðunni. Sýnist þú vera á sama máli þar - miðað við færsluna góðu frá þér, hér að ofan.

vinarkveðjur, Þór

Þór Jóhannesson, 28.3.2009 kl. 18:51

36 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þór er áhugamaður um íslenska tungu

Samkvæmt orðskýringabókum sem Þór hefur undir höndum er gríðarlegur munur á því annars vegar að brjóta borgaraleg réttindi á fólki  eða hinu að brjóta mannréttindi á fólki. 

Það er líklega þess vegna sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna fjallar ekki um brot á mannréttindum heldur brot á borgaralegum réttindum.  Og til þess að ekki halli neitt á og fyllsta hlutleysis sé gætt þyrfti nefnd um borgaraleg réttindi að fjalla um mannréttindabrot. Ekki satt? 

Haltu endilega áfram í íslenskunáminu Þór en hinkraðu aðeins með leiðbeiningar.  Það verður næg tækifæri til þess síðar.

Sigurður Þórðarson, 28.3.2009 kl. 19:59

37 identicon

Mér er ljúft að segja að pistill þinn er eins og svo oft áður feyki góður og ekki ert þú leiðinlegur penni Árni. Eins held ég að enginn hafi misskilið textann hvort sem menn vilja  skilgreina mannréttindi eða borgaraleg réttindi á einn eða annan hátt. Þegar heilu byggðarlögin eru komin undir því hvort athafnamaðurinn nennir að halda áfram útgerð eða kýs að selja allt og flytja til Spánar er skilgreining hugtaka ekki efst í huga fólks, líf þess, eignir og afkoma er að veði. Annars er óþarfi að úthrópa þenna Þór eins og dálítið hefur verið gert hér, verum kæru landsmenn skilningsrík við hvert annað því við eigum svo sem ekkert annað eftir.

Lund Hervars (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:56

38 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Mannréttindabrot eru eitt að því sem Íslensk stjórnvöld hafa gagnrýnt aðrar þjóðir fyrir.

Ég tek ofan fyrir Sigurjóni Þórðarsyni fyrir að reyna þó að benda sofandi frambjóðendum og þingmönnum á mannréttindabrot sem ríkistjórnir Íslands hafa staðið að.

Þú þarft líka að skoða það Þór áður en þú ræðst svona persónulega á menn....ertu ekki sjálfur í framboði

Guðmundur Óli Scheving, 28.3.2009 kl. 21:37

39 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hversu oft þarf ég að segja - Ég er ekki í farmboði!

Hef hvergi boðið mig fram - Hvaðan fá allir þessa grillu?

Þór Jóhannesson, 28.3.2009 kl. 21:50

40 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tókst þú ekki þátt í forvali?

Sigurður Þórðarson, 28.3.2009 kl. 21:53

41 Smámynd: Þór Jóhannesson

Nei - hvergi! Hvaðan hefurðu það?

Þór Jóhannesson, 28.3.2009 kl. 22:22

42 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og svo er það spurningin sem ég ætlaðist nú kannski til að yrði rædd þegar ég setti þessa færslu inn á síðuna mína.

Hverjir hafa axlað ábyrgð á þessu hruni þjóðarbúsins sem sett hefur stóran hluta íslenskra fjölskyldna í varðhald örbirgðar um ókomna tíð; hef ég gleymt einhverjum eða bar þá svosem enginn ábyrgð þegar málin eru skoðuð?

Árni Gunnarsson, 28.3.2009 kl. 22:31

43 identicon

Komið þið sæl; á ný, Árni, sem þið önnur hér, á Skagfirðingsins síðu !

Guðmundur Óli og Sigurður spjallvinur minn, Þórðarson !

Andskotinn hafi það; mér finnst, sem þið dragið þennan vel innrætta dreng, og enn einn góðra spjallvina minna; Þór Jóhannesson sundur og saman, í háði, eða er ég, að lesa texta ykkar, eitthvað af leið ? 

Ég hygg; að Þór megi telja, með vandaðra fólki, hér á Mbl. síðum, sem víðar, þókt svo, hann hafi látið glepjast, til fylgispektar, við fjandans Kommúnista hreyfinguna - hver er jú, sem á daginn er komið - SAMA ANDSKOTANS AÐGERÐA LEYSIS FROÐUSNAKKA HYSKIÐ, sem þau hin, það er; frjálshyggju Kapítalízku ókindurnar.

Eða; hversu lífvænlegt er það, fyrir fólk og fyrirtæki, í vaxandi örbirgð, að þau andlausu örreitis hjú, Jóhanna og Steingrímur, skipi nefnd - og ráð - nefnd - og ráð, (á ég nokkuð að halda áfram), hvar meginstefið er BLA BLA BLA, dægrin löng ?

Eða; mun loftslagið hér, vera svo einstakt, að landsmenn þurfi ei annað, en að teyga kynstur heilbrigðisins, ofan í lungu sér - og lifa á því, út daginn ?

Hvílíkur munur - væri svo, gott fólk !

Með ágætum kveðjum; hinum fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 22:35

44 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fagna kjarnyrtum athugasemdum sem ritaðar eru á sannþjóðlega tungu okkar með ofurlitlu kansellí ívafi svona til að minna okkur á tengslin við herraþjóðina fornu.

Árni Gunnarsson, 28.3.2009 kl. 23:06

45 identicon

Ég held einhvernveinn Árni að enginn stjórnmálamaður hafi axlað ábyrgð, einstaka hafa hætt þegar þeir urðu þess varir að enginn vildi þá lengur. Í dag sá ég í tölvunni beina útsendingu frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins og þá sérstaklega ræðu DO og ég gat ekki annað en hugsað með mér að ég vorkenndi manninum svo hatursfullur sem hann er út í allt og alla og allt öðrum að kenna. Varðandi færslur um þennan ágæta pistil Árna vil ég aðeins segja að við skulum sýna Skagfirðingnum þá kurteisi að gera ekki vettvang hans að leiðindar þrasi eins og svolítið herfur verið í dag og gær. Ég fagna þessum pistlum Íslendings um málefni Íslendinga sem svo sannarlega er mikil þörf á. Haltu áfram á sömu braut kæri Árni.

Lund Hervars (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 23:11

46 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Færsla Árna er bæði skörp og þörf eins og hann á vanda til.  Það kann vel að vera að umræða um  hana hafi borið af vegi. Vegna ummæla Óskars vinar míns og fleiri vil ég skýra minn þátt í því: Ég kann ágætlega við Þór og varð því undrandi yfir því að hann skyldi viðhafa stóryrði eins og vanviti um pólitíska andstæðinga sína. Tilefni Þórs til þessara sleggjudóma var eftir því sem ég komst næst að hann taldi sig skilja betur  enskan texta í áliti mannréttindanefndarinnar en Sigurjón Þórðarson, sem þó er menntaður í Skotlandi. En þetta  sagði Þór ekki heldur hitt að hann sem áhugamaður um íslenska tungu þyrfti að leiðrétta Sigurjón, sem opinberaði sig sem vanvita í slaklegri þekkingu á íslensku máli. Himinn og haf bar á milli sagði Þór fullur vandlætingar og tók fram að hann ætti orðabækur heima í stofu sem staðfestu þetta alltsaman.

Það var alls ekki meiningin að gera lítið úr Þór þvert á móti, enda þykir mér jafnan gott ef vinir mínir benda mér á ef ég verð uppvís af glannaskap.

Sigurður Þórðarson, 28.3.2009 kl. 23:50

47 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er glanni og ruddi í skrifum, þó ég sé kurteis í framkomu og hegðun. Ekki þí Sigurður Þórðarsson kæri vinur!

Þór heldur áfram að kalla þig Sugurjín. Kannski meeinar hann að þú hafir sigrað einhvern Jón. Hann er svo lðin í skrifum sínum að ég botna ekkert hvað hann er að fara. Er að leita að því hvort hann hefur verið í framboði eða ekki. Hef ekkert fundið enn.

Undarlegur er hann í tilsvörun. Kanski skil ég Árna best af öllum hérna, því hann kann alla vega alvöru íslensku. Eða að ég kann ekki nútíma íslensku. Sakna þess ekki neitt heldir og þú Siggi veist að íslenska er ekki mitt fyrsta mál lengur.

þessi Þór er sjálfsagt ágætis furðufugl, enn  hann ætti að læra að tala af viti. Alla vega er ég búin að finna einn sem segir að hann sé góður maður. Ég veit ekkert hverju ég á að trúa. Annars er ég króniskt tortrygginn á fólk almennt.

Eitt af vinnuskaða eftir að hafa verið innan um tóma glæpamenn í 25 ár sem starfsmaður fyrir fanga í Svíþjóð.

Óskar Arnórsson, 29.3.2009 kl. 02:58

48 Smámynd: Óskar Arnórsson

Siggi! 

Nafni min Helgi gefur honum Þór gott orð. Þá eru komnir tver sem mæla með Þór sem góðum dreng. Ég treysti nefnilega nafna mínum Helga algjörlega 100%!

Sá ekki færsluna hanns í óðagotinu. Er að svara mailum, blaðamanni fra MBL sem vill skifa um dauðsfall móður minnar og eitthvað fleira. Er ég búin að afneita þeim öllum.

Einn gekk svo langt að hann bauuðst til að skrifa bók um mig! 'eg bað hann  hann bara að hoppa upp í rassgatið á sér. Hann var með einhverjar upplysingar um mig frá Svíþjóð um skotbardaga og upprætingu mína á Nasista -unglingagrúppum.

Menn svífast einskist þegar þeir halda að "sensjasjón" selji bækur. Þú veist eins og ég að ef Rússar stela ekki, þá eru þeir hálfvitar, og ef þeir ljúga ekki, eru þeir heimskir. Þeim er kennt í barnaskóla að Amerískir hermenn éti börn þegar þeir eru í stríði...sinn siðuruinn í hverju landi.

Er annars á Copraslönguveiðum á landamærim Burma og Thailands til að róa taugakerfið. Það er hobbyið mitt.

Afsaka ekki staffsetningarvitleysur eða íslensku mína af virðingu við útlendinga sem þora ekki inn á MBL bloggið vegna bjagaðar íslensku.    

Óskar Arnórsson, 29.3.2009 kl. 03:23

49 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Óskar, Þór er ágætis maður, ég hef líklega verið eitthvað viðkvæmur því þessi Siurjón sem hann reyndi að skjóta á er litli bróðir minn en hann er löngu vaxinn mér yfir höfuð og getur svarað fyrir sig. Þú hefur lifað svo viðburðaríka ævi að ég myndi treysta fáum til að skrifa þína sögu svo vel væri. En ef það væri gert yrði ég fyrsti maður til að kaupa hana. Ég myndi mæla með Árna til að skrifa því hann er svo feykilega góður penni en ég myndi vilja leggja því lið með nokkrar góðar sögur með þínu leyfi.

Sigurður Þórðarson, 29.3.2009 kl. 07:21

50 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég man vel eftir Carlsen stýrimanni. Hann var dáður um allan heim en raunsæir menn kunnu honum litlar þakkir fyrir hetjutaktana. Viss orðasambönd - td "axla ábyrgð", "varnarsigur" - virðast merkja það sem hverjum og einum hentar best. Mér finnst lítil ábyrgð í því fólgin að hlaupast úr embætti þegar blæs á móti og mér finnst ekki alls ekki alltaf rétt viðbrögð að segja upp starfi þótt mönnum hafi orðið á mistök. Hvað stjórnmálamennina okkar áhrærir er það svo að við kjósendur eigum alltaf síðasta orðið - við skerum úr um sekt eða sakleysi.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 08:11

51 Smámynd: Árni Gunnarsson

Líklega er það nú rétt munað Baldur að menn höfðu skiptar skoðanir á þessari kergju Carlsens. Og kannski gekk hann of langt því að síðustu höfðu menn meiri áhyggjur af afdrifum hans en skipsins. Þegar bankarnir hrundu s.l. haust þá fór að rifjast upp fyrir þjóðinni að stjórnvöld okkar, margir embættismenn auk allra stjórnenda banka og fjármálastofnana höfðu hafnað ströngum aðvörunarorðum fjölmargra virtra fjármálamanna og að hrunið hafði blasað við öllu þessu fólki um langa hríð.

Nú talar hver fyrir sig en þegar svona var komið þá varð mér fljótlega skapbrátt og ég treysti ekki þessu fólki degi lengur. Það hafði legið á upplýsingum og logið að þjóðinni meira og minna margsinnis. Ráðherrum og embættismönnum bar ekki saman í frásögnum og grunnfærnislegar ákvarðanir voru teknar daglega.

Við svona ástand þarf fyrst margt að gera samtímis. Eitt af því er að slæva reiði fólks og sameina þjóðina.

Þegar forystu Samfylkingar var orðið ljóst að hún hafði ekki traust eigin kjósenda sprakk ríkisstjórnin og hunskaðist burtu. Ný ríkisstjórn tók við og þar situr annar þeirra flokka sem stýrði skipinu í strand. Enginn axlaði ábyrgð svo ég geti séð. Að vísu gekk viðskiptaráðherra út en viðurkenndi svosem engin mistök.

En þjóðin virtist þokkalega sátt við þessa nýju bráðabirgðastjórn og hætti að berja saman eldhúsáhöldum sér til hita í miðborginni.

En svo er það spurningin hvort og hverjir öxluðu ábyrgð. Sjálfum finnst mér að þjóðin hafi axlað þá ábyrgð að koma frá vanhæfri ríkisstjórn og tjá henni skoðun sína á augljósum vinnusvikum. En hvað tekur svo við eftir 25. apríl? 

Árni Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 09:52

52 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ekki er ég forlagatrúar en er ekki einboðið að VG og Samfylking sitji áfram? Þeir hafa lítt aðhafst fram að þessu annað en lofa upp í ermarnar en eftir kosningar ættu þeir að hafa svigrúm til að láta draumana rætast. Það sem mér þykir undarlegast er að ekki skuli hafa sprottið upp einhver ný og marktæk stjórnmálahreyfing úr öllu því heljar róti sem verið hefur.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 10:14

53 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nýjar stjórnmálahreyfingar hafa svosem litið dagsins ljós Baldur. Spurning hversu marktækar þær verða þegar á reynir. Það er alþekkt og reyndar skiljanlegt að til þess að ná árangri á skömmum tíma þarf helst þjóðþekktan mann til forystu og jafnframt vígamann í orðasennum. Þeir eru fáir á lausu í dag og íslensk stjórnmál eru nú ekki eftirsóknarverð fólki sem langar til að eyða lifinu í eðlilegu umhverfi.

En ertu samur maður eftir að hafa þrælast gegn um þennan rússneska traktor heimsbókmenntanna? Þú gafst honum nú góðan tíma til að setjast að í sálartetrinu.

Árni Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 10:43

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni minn, það er best að fari að dæmi heldri manna og biðjist afsökunar: ég er ekki enn búinn með skrudduna. Það sem angrar mig mest er að þessi útgáfa er með smáu letri og ég þreytist við lesturinn. Þessi eilífu veisluhöld rússneska aðalsins þreyta mig líka. Ekki nema von að öreigarnir hafi verið pirraðir. En ég þrælast áfram í freðmýrinni.

Vel á minnst, vissirðu að Leifur Haraldsson þýddi - og stytti - Stríð og frið? Sérkennilegur maður, Leifur. Var að lesa æviágrip hans eftir bernskuvin hans, Daníel Ágústínusson. 

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 11:08

55 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já Leifur var svo sannarlega sérkennilegur maður. Ég sá hann einu sinni og fylgdist með honum á pólitískum fundi fyrir óskaplega löngu síðan. Komst vel frá öllu sem hann sagði og gerði það eftirminnilegra með sinni yndislegu málhelti. Og var í fæði á Ingólfskaffi "án þess að éta það:" Afkomandi Þorleifs ríka á Háeyri. Bróðir hans Guðmundur "skáld" lifði Leif og var spurður að því hvort hann hefði ekki fengið arf eftir bróðurinn. "Jú ú ú, é éég er í honum" svaraði Guðmundur og benti á frakkann.

Árni Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 12:43

56 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og sem ég stend upp frá tölvunni og kveiki á sjónvarpstækinu þá blasir þar við mér maður sm nýlega axlaði ábyrgð á pólitíkskum? mistökum. Bjarni Harðarson hvarf af Alþingi eftir að hafa gert "tæknileg" mistök á tölvufjandanum og misst trúnaðarbréf út til illgjarnra lesenda í ógáti. Og nú ræðst hann gegn ESB trúboðinu með sínum einarða málflutningi og gerist málsvari krónunnar. Mér hefur alltaf þótt vænt um krónuna og kannski mest vegna þess hvað ég hef átt fáar krónur. Og ég vil losna við þessa andskotans ESB umræðu fyrir fullt og allt.

Ég tek meira mark á Bjarna en flestum öðrum pólitíkusum. Og eiginlega finnst mér að það eigi að vera skylda að pólitíkusar hafi "persónulegan" framsagnarstíl- meðfæddan.

Árni Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 13:00

57 Smámynd: Baldur Hermannsson

Amen.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 13:07

58 Smámynd: Óskar Arnórsson

þakka þér fyrir frábæran pistil og góð svör. Þú ert svona maður sem ég ber virðingu fyrir og ertu einn af af mjöh fáum í þeim hópi. Sigurður Þórðarðsson er heiðursmaður og það hef ég vita í langa tíma.

Ég hlakka til að lesa næsta pistil þinn!

kv, Óskar

Óskar Arnórsson, 30.3.2009 kl. 01:51

59 Smámynd: Hlédís

Sæll Árni! Þakka góðan pistil - öllu heldur grein.

Ég ber í bakkafullan læk, en vil þó benda okkar kæra bloggvini Þór á að réttindi borgara eru mannréttindi. Við erum ekki í enskum stílæfingum, er ræðum rangindin sem kvótakerfið er á Íslandi. Kerfið rændi margt fólk hér, því sem við köllum mannréttindi, hvað sem líður mismunandi skilgreiningum ensku orðann civil og human rights.

Hlédís, 30.3.2009 kl. 16:35

60 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hlédís, þetta eru galtóm orð. Maðurinn er borinn í þennan heim algerlega án réttinda. Það er ekki hægt að ræna þig því sem þú hefur ekki.

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 17:17

61 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll minn gamli harðjaxl. Ekki ætla ég að blanda mér í umræðuna hér að framan. En leiðrétta smámisskilning sem að vísu engu máli skiftir. Carlsen var skipper á

Nú er talið að einnig hafi  verið 5 tonn af "Zirconium",

Hans Isbrandtsen

Sæll gamli harðjaxl.Ekki ætla ég mér að blanda mér í umræðuna hér að framan. Heldur að leiðrétta smámisskilning sem að vísu skiftir ekki máli. Carlsen var skipstjóri á Flying Enterprise. Skipið var m.a. lestað 5 tonnum af "Zirconium" sem nota átti í Nautilius,1sta kjarnorkukafbátinn. Slysið seinkaði byggingu hans um nokkra mánuði. Ég hef "grúskað" svolítið í þessu fræga slysi. En þar komst ég að Carsen hafði lofað Hans Isbrandtsen útgerðarmanni skipsins að hann skildi ekki yfirgefa skipið fyrr en yfirlyki. Svo að enginn kæmist að sannleikanum um farminn. En svo um þetta leiti var sýnd skemmtileg kvikmynd að mig minnir í Hafnarfjarðarbíó sem hét Carlsen stýrimaður með hinum stórskemmtilega Dirk Passer í aðalhlutverki. Sértu ávallt kært kvaddur

Nautilius

Ólafur Ragnarsson, 30.3.2009 kl. 18:47

62 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka leiðréttinguna Gamle ven! Ég hafði nú ekkert til að styðjast við hvað varðar hann Carlsen gamla annað en dauft minni og þetta "Carlsen stýrimaður" var fast í hausnum á mér.

Þessi umræða er nú komin dálítið áleiðis um víðan völl og það er svosem í góðu lagi. Ég hef alltaf verið félagslyndur og haft gaman af heimsóknum nema ef um leiðinlega drukkið fólk er að ræða.

Árni Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 22:26

63 Smámynd: Óskar Arnórsson

Siggi!

Ég þori varla að biðja Árna að skrifa bók um mig og mitt líf, ef hann er ekki forhertur og harður inn að beini myndi hann þurfa áfallahjálp. Hann er beittur penni, það errétt. Enn hversu mikið hann þolir af reynslu minni verður hann að svara sjálur fyrir.

Sænskur blaðamaður er búin að bjóðast til að skrifa bók um mig líka. Og "lókal" sjónvarp vildi gera hemildar mynd. Ég neitaði og samt setti hann senjsasjón um mig í sjónvarpið.

Annar af lífvörðum mínum lamdi hann í klessu alveg óumbeðið. Hélt að hann væi að gera mér einhvern greiða með þessu.

Er kúrdi og var í sérsveitum kúriska hersins og gaf mér bók á arabísku. Áritaða. Avopnaði tvær löggur óvopnaður sem ösnuðust inn á lóðina. Lögreglistjórinn suðaði heillengi í mér að skila skammbyssubum, enn ég manaði hann að koma sjálfur að sækja þær.

Hann kom ekki neitt og kærði ekki neitt heldur. Ég á þær enn, niðurgrafnar og vel smurðar í skógi í Svíþjóð. Ásamt öðru svipuðu dóti.

Gott að eiga eitthvað svona því ég eignaðist marga óvini í fangelsunum þarna í Svíþjóð.  

Óskar Arnórsson, 30.3.2009 kl. 22:38

64 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, þú hefur vafalaust lifað viðburðaríkri ævi en staðreyndin er sú að frásagnir af látlausum barsmíðum, skotbardögum, nauðgunum, fylleríi og dópneyslu eru hundleiðinlegar og það nennir enginn að lesa þær enda eru þær blátt áfram mannskemmandi.

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 10:05

65 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð skrif hjá þér að venju Árni.

Mikið hefur verið rætt um stjórnmálamenn og stjórnmálaskýrendur í þessu sambandi og það með réttu. Mig langar til að nefna skattayfirvöld, hvers vegna fyrst núna eru þau að vakna til lífs með að sækja upplýsingar til skattaparadísa heimsins? Við, almenningur höfum haldið úti þessari stofnun og borgað undir rekstur hennar, þ e a s þau okkar sem borgum skatta...:(

Míg langar til að undirstrika fjölmiðlafólkið í upptalningu .inni í pistlinu. Á þeim vettvangi hafa ekki margir axlað ábyrgð á því einelti sem fram hefur farið í vetur. Ég nefni sem dæmi í garð starfsfólks í fjármálageira sem hefur unnið störf sín af heilindum og þekkingu. Svo rammt hefur kveðið að eineltinu að maður nokkur lýsti því yfir í athugasemdakerfinu á síðunni minni fyrr í vetur "að réttast væri að bankamenn yrðu grýttir á götum úti, allir sem einn".  Gagnrýnisskortur og meðvirkni fólks gagnvart fjölmiðlaumræðu getur nánast orðið hysterísk :(

Marta B Helgadóttir, 3.4.2009 kl. 00:06

66 Smámynd: Marta B Helgadóttir

..upptalningu þinni í pistlinum  (átti þetta að vera)

Marta B Helgadóttir, 3.4.2009 kl. 00:08

67 Smámynd: Baldur Hermannsson

Marta, það er með ólíkindum hve ofsaleg ofbeldishneigð birtist í skrifum margra bloggara. Ég efast um að þessir menn geri það að venju sinni að misþyrma fólki en það er alveg öruggt að þessi ofbeldishneigð kemur á einhvern hátt fram í daglegu lífi þeirra og ekki á neinn jákvæðan hátt.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 00:10

68 Smámynd: Óskar Arnórsson

Baldur Hermannson. Ég er bara að tala um mína vinnu, ekki þína. Er etthvað af því. Mér er skítsama hvort þú vinur sem afgreiðslumaður í pulsusjoppu eða ert í "Friðargæslisveitum" Nato. Þú verður aælla vega ekki eins klikkaður að afgreiða pulsusur með hráum lauk og sinneði, enn að vera íslendingur í Afganistan.

Spurðu Utanríkisráðuneytið hvaða vandamál þeir eru að framleða þar með skattapeningum frá Íslandi?

Rugludallur..þú ert meira klikkaður enn ég, og þá er nú langt gengið...

Óskar Arnórsson, 4.4.2009 kl. 08:07

69 Smámynd: Óskar Arnórsson

...Svo er ég ekki obeldissinni Baldur Hermanns...hundleiðinlegi...

Óskar Arnórsson, 4.4.2009 kl. 08:11

70 Smámynd: Hlédís

Sammála, Óskar!  B-Her er ekki sá alskemmtilegasti - en honum finnst það kannski

Hlédís, 4.4.2009 kl. 11:39

71 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ágætu gestir mínir. Ég skrifa sjaldan á þessa síðu og mér finnst svolítið vænt um að margir virðast kunna að meta margt af því sem ég læt frá mér fara. Enginn er skyldugur til að vera mér sammála og allir þeir sem hafa aðrar skoðanir eru jafn velkomnir og hinir. Ég veit til dæmis að við Baldur Hermannsson erum meira ósammála í mörgum veigamiklum pólitískum efnum en almennt gerist. Við höfum hinsvegar orðið sammála um að það sé hið besta mál og heimsækjum hvorn annan hér á blogginu, báðum til gamans vona ég. Og nú fer ég fram á að hann fái að vera í friði í "mínum húsum" fyrir ósmekklegum athugasemdum sem og aðrir sem þangað leggja leið. 

Undirstrika: Gestir mínir eiga að njóta friðhelgi og ég ætlast til þess að sú ábending mín sé virt án undantekninga.

Árni Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 16:55

72 Smámynd: Hlédís

Fyrirgefðu. Árni!

Ég skal alveg láta téðan bloggara í friði á síðu þinni - svo og aðra.

Hlédís, 4.4.2009 kl. 18:36

73 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta eru viturleg orð Árni

Halldór Jónsson, 4.4.2009 kl. 18:54

74 Smámynd: Óskar Arnórsson

Árni! Þú ert bæði vitur og viskunar maður. Afsakaðu ofstopan í í mér. Er skaphundur og orðljótur stundum. Enn er að laga það eins og ég get best....

Óskar Arnórsson, 5.4.2009 kl. 09:09

75 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æjá, ætli mér sé ekki ámóta farið og Óskari, kannski ekki skaphundur beinlínis en orðljótur stundum. En húsráðandi mælir fyrir um híbýlahætti. Á mörgum bloggsíðum eru menn vegnir að morgni en sitja  að sumbli á kvöldum. Hér hjá meistara Árna skulu gestir gæta siðsemdar í orði og æði. Þessi bloggsíða er athvarf andans. Hingað skulum við koma til þess að ræða kurteislega saman um allt sem í hugann kemur. Svo þegar út er komið getum við aftur byrjað að kasta hnútum.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 13:21

76 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta var nú bara snilldarlega sagt af Baldri Hermannsyni sem ég lét gera mig reiðan, eða notaði sem ástðu til að verða reiður.

Við erum kanski soldið líkir þó við séum líklegast að vinna í sitthvoru "faginu". Flott koment og afsakaðu ofstopan.  Auðbitað eiga allir að hlíða húsbónda sinnar eigin síðu. Ég bara gleymdi mér..

Óskar Arnórsson, 5.4.2009 kl. 13:47

77 Smámynd: Hlédís

Vel mælt, Baldur!

Kveðja til húsráðanda!

Hlédís, 5.4.2009 kl. 13:53

78 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú sýnist mér ekki annað í boði fyrir mig en að skipta um mynd og sjálfslýsingu hér á síðunni.

En ég þakka með klökkva hlý orð í minn garð og hvet fólk til að vera nú ófeimið við að halda uppteknum hætti í þá veru alla.

Árni Gunnarsson, 5.4.2009 kl. 15:46

79 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eiginlega ætti í að taka núverandi lýsingu af þér og setja sem lýsingu á mér kæri Árni! Bara copy og paste. Færi mér betur enn þér.

Þú ert snillingur og allir vita það. Svo eru góður maður líka. Vertu ekkert að þræta fyrir það.

Ég held að Heldís sem er "pró" í að skoða fólk, viti það líka, og flestir sem koma á síðuna þína. 

Óskar Arnórsson, 5.4.2009 kl. 16:28

80 identicon

Kjósendur ætla ekki að axla ábyrgð. Þeir ætla að kjósa enn og aftur Hrunflokkinn.

Rökin fyrir sjálfstæðu Ísandi sem stjórnað er  af innlendum mönnum eru þar með brostin. Við gerum menn ekki ábyrga gerða sinna. Héðan í frá geta stjórnendur þessa lands hagað sér eins og svín vitandi að þeir verða samt kosnir aftur. Íslenskt skólakerfi hefur ekki uppfyllt 2.grein grunnskólalaga sem kveður á um að ala skuli upp fólk til þess að lifa í lýðræðisþjóðfélagi. Allir skólamenn og menntanálaráðherrar sem bera ábyrgðá menntun  18 ára og eldr ættu að axla ábyrgð á vanþroska þjóðarinnar og segja af sér.

GG (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 22:50

81 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tveir kostir í boði í þessum kosningum í hugum margra. Annað hvort að kjósa þá sem trúa því að við eigum að byggja samfélagið upp á nýtt með því að byrja á efstu hæðinni og innrétta penthouse íbúðina. Hinn kosturinn er að afsala fullveldinu skilyrðislaust og með bros á vör.

Kosningar til Alþingis í dag snúa mest um hin mismunandi heilkenni kjósandans.

Árni Gunnarsson, 7.4.2009 kl. 14:12

82 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta eru nú ekki góðir kostir sem þú ert að bjóða okkur, Árni minn. Það hefur enginn efni á Penthúsinu. Og ég held að hvorki Norðmenn né Danir vilji sjá okkur. ESB ekki heldur nema eignast auðlindir okkar. Spurning hvort Færeyingar séu til í að bæta eyjum í klasann.

Ævar Rafn Kjartansson, 7.4.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband